Mælir (óafvitandi) með evru 9. júní 2011 06:00 Anthony Coughlan, fyrrum prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi, hélt nýlega fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands og Heimssýnar um Írland og evruna og hvort í reynslu þeirra fælist lærdómur fyrir Ísland. Hann benti réttilega á að vegna þeirra erfiðleika sem Írar, Grikkir og fleiri þjóðir gengju nú í gegnum væru úrræði stjórnvalda allsstaðar þau sömu, að * lækka laun, * skerða lífeyri og * draga úr hagnaði fyrirtækja. Coughlan taldi einsýnt að þetta væru þau úrræði sem grípa þyrfti til í löndunum, engin önnur úrræði væru þekkt til að glíma við efnahagsvanda af þessu tagi. En sennilega hafa gestgjafar hans ekki bent honum á að hvergi á Vesturlöndum hafa einmitt, * laun, * lífeyrir og * hagnaður verið skorin jafn hressilega niður og hér á landi þrátt fyrir og vegna gengisfalls krónunnar. Til viðbótar verða einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi fyrir mestum búsifjum af völdum snarhækkandi fjármagnskostnaðar vegna vísitölu- og gengisbundinna lána, en þær viðbótarbúsifjar hafa ekki lagst á neina aðra nágrannaþjóð okkar og hvorki Íra né Grikki. Hér er því í reynd spurt, hvort viltu rýra lífskjör þín með gengisfellingu, sem er dulbúin kjaraskerðing, þegar stjórnvöld í landinu hafa gefist upp á að stjórna efnahagslífinu, eða lækka laun þín með öðrum hætti? Hér hafa Íslendingar af reynslu að miðla. Evra fyrst við viljum ekki krónuCoughlan telur reyndar að Íslendingar ættu helst að halda íslensku krónunni en sennilegast áttar hann sig ekki á hörmungasögu hennar í þau tæp níutíu ár sem hún hefur verið við lýði og því að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur heldur því fram að hún geti verið gjaldmiðill Íslendinga til frambúðar. Með því að krónunni hefur verið hafnað verða menn að átta sig á hvaða valkostir eru í boði. Í þeirri stöðu bendir Coughlan réttilega á að sá gjaldmiðill sem þjóðir eigi að reiða sig á þurfi að taka mið af því til hvaða landa inn- og útflutningi landsins er beint. Ef fylgja ætti ráðleggingum Coughlan hvað þetta varðar kemur í ljós samkvæmt tölum um utanríkisviðskipti Íslendinga er langstærstur hluti íslenskra utanríkisviðskipta við lönd þar sem gjaldmiðillinn er evra eða gjaldmiðill landsins tengdur við evru. Þannig að þó svo að efast megi um réttmæti þess að Írar hafi tekið upp evru sé evra augljóslega sá gjaldmiðill sem Íslendingar ættu að nota, fyrst þeir kjósa að nota ekki íslenska krónu. Íslendingar hafa áttað sig á að krónan getur aldrei orðið sú vörn fyrir lífskjör almennings sem eigin gjaldmiðlar eru öðrum þjóðum og því er brýnt að nýr gjaldmiðill þjóðarinnar verði aldrei afgangsstærð fyrir vanhæfa stjórnmálamenn að skýla sér á bak við með gengisfellingum, þegar efnahagsstjórn þeirra hefur farið í handaskolum. Það er hörmungarsaga íslenskrar hagstjórnar sem þjóðin lætur ekki bjóða sér lengur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Anthony Coughlan, fyrrum prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi, hélt nýlega fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands og Heimssýnar um Írland og evruna og hvort í reynslu þeirra fælist lærdómur fyrir Ísland. Hann benti réttilega á að vegna þeirra erfiðleika sem Írar, Grikkir og fleiri þjóðir gengju nú í gegnum væru úrræði stjórnvalda allsstaðar þau sömu, að * lækka laun, * skerða lífeyri og * draga úr hagnaði fyrirtækja. Coughlan taldi einsýnt að þetta væru þau úrræði sem grípa þyrfti til í löndunum, engin önnur úrræði væru þekkt til að glíma við efnahagsvanda af þessu tagi. En sennilega hafa gestgjafar hans ekki bent honum á að hvergi á Vesturlöndum hafa einmitt, * laun, * lífeyrir og * hagnaður verið skorin jafn hressilega niður og hér á landi þrátt fyrir og vegna gengisfalls krónunnar. Til viðbótar verða einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi fyrir mestum búsifjum af völdum snarhækkandi fjármagnskostnaðar vegna vísitölu- og gengisbundinna lána, en þær viðbótarbúsifjar hafa ekki lagst á neina aðra nágrannaþjóð okkar og hvorki Íra né Grikki. Hér er því í reynd spurt, hvort viltu rýra lífskjör þín með gengisfellingu, sem er dulbúin kjaraskerðing, þegar stjórnvöld í landinu hafa gefist upp á að stjórna efnahagslífinu, eða lækka laun þín með öðrum hætti? Hér hafa Íslendingar af reynslu að miðla. Evra fyrst við viljum ekki krónuCoughlan telur reyndar að Íslendingar ættu helst að halda íslensku krónunni en sennilegast áttar hann sig ekki á hörmungasögu hennar í þau tæp níutíu ár sem hún hefur verið við lýði og því að enginn íslenskur stjórnmálaflokkur heldur því fram að hún geti verið gjaldmiðill Íslendinga til frambúðar. Með því að krónunni hefur verið hafnað verða menn að átta sig á hvaða valkostir eru í boði. Í þeirri stöðu bendir Coughlan réttilega á að sá gjaldmiðill sem þjóðir eigi að reiða sig á þurfi að taka mið af því til hvaða landa inn- og útflutningi landsins er beint. Ef fylgja ætti ráðleggingum Coughlan hvað þetta varðar kemur í ljós samkvæmt tölum um utanríkisviðskipti Íslendinga er langstærstur hluti íslenskra utanríkisviðskipta við lönd þar sem gjaldmiðillinn er evra eða gjaldmiðill landsins tengdur við evru. Þannig að þó svo að efast megi um réttmæti þess að Írar hafi tekið upp evru sé evra augljóslega sá gjaldmiðill sem Íslendingar ættu að nota, fyrst þeir kjósa að nota ekki íslenska krónu. Íslendingar hafa áttað sig á að krónan getur aldrei orðið sú vörn fyrir lífskjör almennings sem eigin gjaldmiðlar eru öðrum þjóðum og því er brýnt að nýr gjaldmiðill þjóðarinnar verði aldrei afgangsstærð fyrir vanhæfa stjórnmálamenn að skýla sér á bak við með gengisfellingum, þegar efnahagsstjórn þeirra hefur farið í handaskolum. Það er hörmungarsaga íslenskrar hagstjórnar sem þjóðin lætur ekki bjóða sér lengur.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar