Dýr orð 20. ágúst 2011 06:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þeirri einörðu afstöðu að slíta eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið tafarlaust. Morgunblaðið hefur skýrt ummælin svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með þessu útilokað hvers kyns samstarf við aðra flokka sem ekki eru sama sinnis. Sé það rétt hafa ummælin afgerandi pólitísk áhrif. Í fyrsta lagi þrengir þetta stöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar. Að því gefnu að Samfylkingin breyti ekki um afstöðu í Evrópumálum á Sjálfstæðisflokkurinn út frá málefnalegum sjónarmiðum aðeins raunhæfan möguleika á að mynda stjórn með VG. Endurtekning á tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er afar fjarlægur möguleiki við ríkjandi aðstæður. Í öðru lagi opnar þetta þá lykilstöðu fyrir VG að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þátttöku þess. Það styrkir málefnaleg tök VG í núverandi samstarfi og gæfi því viðspyrnu til að ná málefnalegum undirtökum í hugsanlegum samningum við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann hefur útilokað aðra möguleika. Í þriðja lagi léttir þetta róðurinn fyrir Samfylkinguna fram að kosningum. Frjálslyndir kjósendur hennar eru afar óánægðir með samstarfið við VG og eigin flokk. Þeir hafa nú minni hvata en áður til að yfirgefa Samfylkinguna og kjósa Sjálfstæðisflokkinn þegar það getur ekki leitt til annars en framlengingar á stjórnarsetu VG. Virðingarvert er og ærlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli með þessum hætti segja hug sinn allan. Hin hliðin á því máli er sú að Sjálfstæðisflokkurinn á minni möguleika en áður til að ná pólitískri samstöðu um önnur stefnumál sín. Að því leyti eru orðin dýr.Rökin Einstaklingar standa ekki upp frá samningum án tilefnis eða gildra raka, hvað þá þjóðríki. Óumdeilt er að tilefni væri fyrir hendi ef Evrópusambandið hefði þegar á þessu stigi sett fram skilyrði sem útilokuðu frekari leit að lausnum á sérstöðu Íslands. Ekkert slíkt hefur hins vegar gerst. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsendur hafi breyst fyrir þá sök að nokkur ríki Evrópusambandsins hafa lent í skuldavanda rétt eins og Ísland. Eru það gild rök? Vissulega er það svo að skuldavandi nokkurra Evrópusambandsríkja getur leitt til breytinga, rétt eins og staða Íslands er ekki söm eftir hrun krónunnar í kjölfar misheppnaðrar peningastefnu. Við höfum til dæmis þurft að lúta ýmsum skilyrðum AGS í peninga- og ríkisfjármálum. Ekki er unnt að útiloka að Evrópusambandið veikist. Hitt er líka mögulegt að það styrkist og myntbandalagið verði þegar upp er staðið öflugri bakhjarl viðskipta en áður. Er þessi óvissa efni til að slíta viðræðum? Standa ekki skynsamleg rök til að halda áfram og sjá hvernig mál skipast þegar fram vindur? Vaxtahækkunin í vikunni er vísbending um að krónan sé fallvaltari en evran. Er skynsamlegt að útiloka evrópska myntbandalagið áður en ljóst er hvort endurreisn með krónu tekst eða einhver kemur fram með raunhæfar tillögur um aðra kosti sem geta tryggt atvinnulífinu eðlileg samkeppnisskilyrði og launafólki meira öryggi? Það hefur enginn gert. Hvers vegna að brjóta allar brýr að baki sér áður en þetta skýrist? Horfurnar eru ekki bjartar þar að lútandi, eða er það?Yfirvegaðri leið Sundurlyndi stjórnarflokkanna hefur veikt og tafið viðræðuferlið. Þar hefur stjórnarandstaðan gild rök til gagnrýni. Aðstæður í Evrópu gætu líka leitt til tafa. Þó að í besta falli megi ljúka samningum á einu ári er fullkomlega eðlilegt og raunhæfara að reikna með tveimur árum. Þar til viðbótar tekur staðfestingarferlið að minnsta kosti ár. Síðan kemur aðlögunartími áður en unnt er að taka upp evruna. Að þessu virtu hníga öll rök í þá veru að láta á það reyna hvort finna má lausnir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Það tekur sinn tíma. Síðan verður smám saman ljósara hver staða myntbandalagsins verður til frambúðar. Það gefur svigrúm til að meta stöðuna og ráða þeim málum til lykta í viðræðunum án þess að byggja á getsökum einum. Þá fyrst er lokaafstaða tekin á Alþingi og í þjóðaratkvæði. Aðildarviðræðurnar eru ekki hluti af valdaátökum líðandi stundar. Þær hafa heldur ekkert að gera með þá hagsmuni að verja pólitíska arfleifð liðins tíma. Þær snúast um framtíðarhagsmuni Íslands. Að halda viðræðunum áfram heldur fleiri dyrum opnum um skipan peningamála og pólitíska stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það gefur kjósendum kost á að velja frjálslyndari ríkisstjórn en kostur er á með VG. Það er því yfirvegaðri og skynsamlegri leið en viðræðuslit án tilefnis frá gagnaðilanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst þeirri einörðu afstöðu að slíta eigi aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið tafarlaust. Morgunblaðið hefur skýrt ummælin svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafi með þessu útilokað hvers kyns samstarf við aðra flokka sem ekki eru sama sinnis. Sé það rétt hafa ummælin afgerandi pólitísk áhrif. Í fyrsta lagi þrengir þetta stöðu Sjálfstæðisflokksins til stjórnarmyndunar. Að því gefnu að Samfylkingin breyti ekki um afstöðu í Evrópumálum á Sjálfstæðisflokkurinn út frá málefnalegum sjónarmiðum aðeins raunhæfan möguleika á að mynda stjórn með VG. Endurtekning á tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er afar fjarlægur möguleiki við ríkjandi aðstæður. Í öðru lagi opnar þetta þá lykilstöðu fyrir VG að ríkisstjórn verður ekki mynduð án þátttöku þess. Það styrkir málefnaleg tök VG í núverandi samstarfi og gæfi því viðspyrnu til að ná málefnalegum undirtökum í hugsanlegum samningum við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann hefur útilokað aðra möguleika. Í þriðja lagi léttir þetta róðurinn fyrir Samfylkinguna fram að kosningum. Frjálslyndir kjósendur hennar eru afar óánægðir með samstarfið við VG og eigin flokk. Þeir hafa nú minni hvata en áður til að yfirgefa Samfylkinguna og kjósa Sjálfstæðisflokkinn þegar það getur ekki leitt til annars en framlengingar á stjórnarsetu VG. Virðingarvert er og ærlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli með þessum hætti segja hug sinn allan. Hin hliðin á því máli er sú að Sjálfstæðisflokkurinn á minni möguleika en áður til að ná pólitískri samstöðu um önnur stefnumál sín. Að því leyti eru orðin dýr.Rökin Einstaklingar standa ekki upp frá samningum án tilefnis eða gildra raka, hvað þá þjóðríki. Óumdeilt er að tilefni væri fyrir hendi ef Evrópusambandið hefði þegar á þessu stigi sett fram skilyrði sem útilokuðu frekari leit að lausnum á sérstöðu Íslands. Ekkert slíkt hefur hins vegar gerst. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að forsendur hafi breyst fyrir þá sök að nokkur ríki Evrópusambandsins hafa lent í skuldavanda rétt eins og Ísland. Eru það gild rök? Vissulega er það svo að skuldavandi nokkurra Evrópusambandsríkja getur leitt til breytinga, rétt eins og staða Íslands er ekki söm eftir hrun krónunnar í kjölfar misheppnaðrar peningastefnu. Við höfum til dæmis þurft að lúta ýmsum skilyrðum AGS í peninga- og ríkisfjármálum. Ekki er unnt að útiloka að Evrópusambandið veikist. Hitt er líka mögulegt að það styrkist og myntbandalagið verði þegar upp er staðið öflugri bakhjarl viðskipta en áður. Er þessi óvissa efni til að slíta viðræðum? Standa ekki skynsamleg rök til að halda áfram og sjá hvernig mál skipast þegar fram vindur? Vaxtahækkunin í vikunni er vísbending um að krónan sé fallvaltari en evran. Er skynsamlegt að útiloka evrópska myntbandalagið áður en ljóst er hvort endurreisn með krónu tekst eða einhver kemur fram með raunhæfar tillögur um aðra kosti sem geta tryggt atvinnulífinu eðlileg samkeppnisskilyrði og launafólki meira öryggi? Það hefur enginn gert. Hvers vegna að brjóta allar brýr að baki sér áður en þetta skýrist? Horfurnar eru ekki bjartar þar að lútandi, eða er það?Yfirvegaðri leið Sundurlyndi stjórnarflokkanna hefur veikt og tafið viðræðuferlið. Þar hefur stjórnarandstaðan gild rök til gagnrýni. Aðstæður í Evrópu gætu líka leitt til tafa. Þó að í besta falli megi ljúka samningum á einu ári er fullkomlega eðlilegt og raunhæfara að reikna með tveimur árum. Þar til viðbótar tekur staðfestingarferlið að minnsta kosti ár. Síðan kemur aðlögunartími áður en unnt er að taka upp evruna. Að þessu virtu hníga öll rök í þá veru að láta á það reyna hvort finna má lausnir í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Það tekur sinn tíma. Síðan verður smám saman ljósara hver staða myntbandalagsins verður til frambúðar. Það gefur svigrúm til að meta stöðuna og ráða þeim málum til lykta í viðræðunum án þess að byggja á getsökum einum. Þá fyrst er lokaafstaða tekin á Alþingi og í þjóðaratkvæði. Aðildarviðræðurnar eru ekki hluti af valdaátökum líðandi stundar. Þær hafa heldur ekkert að gera með þá hagsmuni að verja pólitíska arfleifð liðins tíma. Þær snúast um framtíðarhagsmuni Íslands. Að halda viðræðunum áfram heldur fleiri dyrum opnum um skipan peningamála og pólitíska stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það gefur kjósendum kost á að velja frjálslyndari ríkisstjórn en kostur er á með VG. Það er því yfirvegaðri og skynsamlegri leið en viðræðuslit án tilefnis frá gagnaðilanum.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun