Strangar reglur um klæðaburð í strandblaki kvenna hafa verið deiluefni í langan tíma. Konur hafa á undanförnum árum þurft að spila í bikinífatnaði á alþjóðlegum strandblaksmótum en nú er fyrirhugað að breyta reglunum enn á ný. Konur geta nú valið hvort þær leika í bikiní eða stuttbuxum samkvæmt frétt sem birtist í norska dagblaðinu Stavanger Aftenblad.
Alþjóðablaksambandið, FIVB, hefur ákveðið að breyta reglunum um keppnisfatnað á alþjóðlegum strandblaksmótum. Konur geta leiki í stuttbuxum, og reglugerðin segir að stuttbuxurnar megi ná allt að niður að hnjám. Að auki geta konur valið hvort þær leik í bol með ermum eða ermalausum.
Þessar breytingar eru gerðar til þess að gera fleiri þjóðum að taka þátt á alþjóðlegum strandblaksmótum. Þar var tekið mið af ýmsum þáttum sem snúa að trúarbrögðum og hefðum.
Engar fréttir hafa borist af einhverjum breytingum sem snúa að klæðnaði karla en þeir hafa fram til þessa verið í stuttbuxum og ermalausum bol.
Nýjar reglur um klæðaburð á alþjóðlegum strandblakmótum

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn



Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
