Manneskjan á bak við embættið Hrafnhildur Bjarnadóttir skrifar 28. júní 2012 17:30 Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni að undanförnu hefur verið kafað ofan í afstöðu frambjóðenda til deilumála, kostnað við kosningabaráttuna, beitingu synjunarvalds og framtíðarhorfur embættisins. Minna hefur farið fyrir manneskjunum sjálfum sem eru í framboði og eiginleikum þeirra. Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem ég kýs mér forseta hef ég hingað til ekki haft mikla ástæðu til að mynda mér skoðun um hvernig manneskja ætti að sinna þessu embætti. Í dag er hins vegar skoðun mín fullmótuð. Í aðdraganda kosninganna hef ég kynnst Þóru Arnórsdóttur og fjölskyldu hennar persónulega. Ég hef verið töluvert inn á heimilinu og tekið þátt í hversdagslegu og fjörugu fjölskyldulífi. Heimilið í Hafnarfirðinum einkennist af gleði, hlýju og örlítillri óreiðu sem skiljanlega fylgir kosningabaráttu. Hver mínúta er nýtt til hins ýtrasta. Ég var strax boðin velkomin inn á heimilið og voru allir tilbúnir að gefa mér séns og sýndu mér traust sem mér þótti mjög vænt um. Það eru ekki margar strangar reglur á heimilinu en þar má helst nefna ruslaflokkunina. Á mínu heimili eru það helst fernur og dagblöð sem rata í endurvinnslu en heima hjá Þóru er þetta tekið alla leið. Hver einasta skyrdós og lýsisflaska er þvegin og endurunnin. Allir matarafgangar fá að grotna niður í kassa út í garði svo hægt sé að nýta þá sem áburð. Auk þess að flokka ruslið sitt út í ystu æsar til að leggja plánetunni lið er Þóra tíður gestur í strætóum bæjarins. Þar sem ég hef ekki stigið inn í strætó síðan ég fékk bílpróf finnst mér aðdáunarvert að nýta sér þennan umhverfisvæna og sparsama kost þótt bíll sé á heimilinu. Þegar ég hef verið í Hafnarfirðinum hefur alltaf verið komið fram við mig af mikilli virðingu og vinsemd. Þegar Þóra kom heim með gjafir frá bæjarbúum úr hinum ýmsu bæjarfélögum kom það mér hreint ekki á óvart. Þrátt fyrir að þekkja hana ekki neitt vill fólk leggja henni lið. Fólk skynjar strax hvað hún er opin og hlý og vill umsvifalaust tala við hana. Þóra er jarðbundin og hógvær. Hún tekur sig ekki of hátíðlega heldur fer í handahlaup út á bryggju og stekkur upp og tekur "hóp high-five" með Svavari og Ásdísi, aðstoðarkonu sinni, þegar búið er að taka ákvörðun. Jú, ég er kannski bara að benda á að Þóra flokkar ruslið sitt, tekur strætó og hefur góða og hlýja nærveru. Þóra er ung nútímakona sem skilur mig og mína kynslóð. Það voru þessir hlutir sem mótuðu skoðun mína á hvernig manneskju ég vil sjá á Bessastöðum. Sú manneskja er Þóra.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun