Ólympíuleikarnir hefjast í London eftir rúmlega viku og eru keppendur þegar farnir að streyma til Englands til þess að undirbúa sig. Að venju verður afar öflugt lyfjaeftirlit hjá Alþjóða ólympíunefndinni, IOC, og eru öll sýni úr keppendum geymd í mörg ár eftir að keppni lýkur. IOC greindi frá því í gær að fimm sýni frá keppendum frá leikunum í Aþenu árið 2004 verði tekin til skoðunar að nýju.
Talsmaður IOC segir við Reuters fréttastofuna að nýjar aðferðir við úrvinnslu lyfjaprófa hafi gefið vísbendingar um að ólögleg efni hafi verið í blóðsýnunum sem tekin voru árið 2004.
IOC ætlar ekki að greina nánar frá því hvaða íþróttamenn og konur liggja undir grun fyrr en að búið verður að rannsaka A og B sýni frá viðkomandi.
Samkvæmt reglum IOC er hægt að skoða og rannsaka gömul sýni úr lyfjaprófum frá ÓL í átta ár eftir að þau eru tekin.
IOC rannsakar fimm grunsamleg lyfjapróf frá ÓL 2004

Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn





Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn

