
Það er nefnilega vitlaust gefið
Í ársbyrjun fékk SVÞ hagfræðing sem þekkir mjög vel til fjárlagagerðar til að fara yfir fjárlög ársins 2012 og taka saman þá fjármuni sem hið opinbera veitir til hinna ýmsu atvinnugreina. Í neðangreindri töflu sést málið í hnotskurn. Á meðan sumar atvinnugreinar fá úthlutað hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum komast verslun og þjónusta ekki einu sinni á fjárlög. Þar er bara eitt stórt núll.
Til að fyrirbyggja misskilning skal því þó haldið til haga að við erum ekki að sjá ofsjónum yfir öllum þeim fjármunum sem veittir eru til annarra atvinnugreina, enda margir nauðsynlegir til að efla íslenskt atvinnulíf í lengd og bráð. Hins vegar geta verslun og þjónusta ekki sætt sig við að fá ekkert, þegar aðrar atvinnugreinar fá gríðarlegar fjárhæðir og hafa sumar fitnað eins og púkinn á fjósbitanum.
Rannsóknarsetur verslunarinnar var stofnað árið 2004 og er leiðandi aðili í rannsóknum og tölfræðivinnslu fyrir verslun og tengdar atvinnugreinar. Meðal verkefna Rannsóknarsetursins er mánaðarleg vinnsla og birting svokallaðrar smásöluvísitölu, sem sýnir þróun í helstu geirum verslunar á milli mánaða og er mikilvægt stjórntæki í rekstri smásöluverslana.
Undanfarin ár hefur efnahags- og viðskiptaráðherra tryggt 2½ milljón til Rannsóknarseturs verslunarinnar sem þó er vel innan við 10% af rekstrarkostnaði setursins. Eftir áralanga baráttu hefur okkur ekki enn tekist að koma þessu framlagi inn á fjárlög og árlega þarf að stóla á velvilja ráðherra þar sem þessir fjármunir hafa ætíð komið af skúffupeningum hans. Á hverju ári og með hverjum nýjum ráðherra hefst því sama raunagangan – að sannfæra ráðherra um að leggja Rannsóknarsetrinu til tekjur. Þessa árlegu bónleið þurfa verslun og þjónusta að fara fyrir 2½ milljón á meðan sumar atvinnugreinar virðast vera í svo til fyrirhafnarlausri áskrift upp á milljarða.
Þegar nýtt atvinnuvegaráðuneyti tekur til starfa á komandi mánuðum munu verslun og þjónusta vænta leiðréttingar enda mun einn og sami ráðherra vart geta úthlutað einni atvinnugrein milljörðum á sama tíma og önnur fær ekkert. Ef sú krafa verður áfram gerð til okkar að við kostum að mestu okkar eigin rannsóknir hlýtur að vera eðlilegt að það sama gildi um aðrar atvinnugreinar í landinu.
Alþingismenn sem bera ábyrgð á afgreiðslu fjárlaga komast ekki hjá því lengur að horfast í augu við þann ójöfnuð og skekkju sem hefur verið að byggjast upp á milli atvinnugreina undanfarna áratugi. Eða telur einhver að hægt sé að verja þetta ástand mikið lengur?
Skoðun

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig
Birgir Dýrfjörð skrifar

Atvinnufrelsi!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar

Samráðsdagar á Kjalarnesi
Ævar Harðarson skrifar

Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að mása sig hása til að tefja
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Sjónarspil í Istanbul
Gunnar Pálsson skrifar

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar

Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu
Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Að apa eða skapa
Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar