Landsvæði borga ekki skatta Bolli Héðinsson skrifar 9. maí 2012 06:00 Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Spurningin um hvort útgerð beri að borga eiganda fiskimiðanna, þjóðinni, auðlindagjald eða ekki, stendur ekki um hvort einstök landsvæði borgi gjaldið, því skattur er ekki lagður á landssvæði, heldur eru skattar greiddir af einstaklingum. Þannig stendur spurningin um það hvort heppilegra sé að arðinum af fiskveiðunum sé varið til persónulegra þarfa útgerðarmannsins eða hvort nýta eigi arðinn til samgöngumála á borð við jarðgangnagerð og í vegabætur. Það er hinn raunverulegi valkostur sem við stöndum frammi fyrir. Þó svo að vilji sé fyrir því að tryggja áframhaldandi auðlegð einhverra einstaklinga sem eiga lögheimili annars staðar en í Reykjavík þá er það ekki nokkur trygging fyrir því að viðkomandi einstaklingur (sem sleppt yrði við auðlindagjald) noti þá aukalegu fjármuni sem hann hefur úr að spila til uppbyggingar þar á staðnum. Þvert á móti sýndi reynslan í góðærinu annað. Umframfjármunirnir (auðlindarentan) sem með réttu hefðu átt að renna til verkefna í þágu þjóðarinnar voru gjarnan nýttir til gæluverkefna, einhvers konar „útrásar" með afleiðingum sem okkur eru öllum kunnar. Upphafið að endi rökræðunnarUpphafið að endi allrar skynsemdarumræðu hér á landi er þegar annar deiluaðila segir: „ertu þá á móti landsbyggðinni?" Um leið og farið er að tengja skoðanaskipti því hvort menn séu hugsanlega andsnúnir landsbyggð eða ekki (eins fáránlega og það hljómar) þá hefur tekist að jarða rökræðuna og umræðan snýst um allt annað en hagsmuni landsbyggðar og þjóðar. Spurningin um auðlindagjald hefur ekkert með landsvæði að gera heldur aðeins hvort hlífa eigi nokkrum einstaklingum sem skráðir eru til heimilis á tilteknum stað við því að borga afnotagjald af fiskveiðiauðlindinni eða hvort krefja eigi þá um leigugjald af sameign þjóðarinnar svo það megi nota til samfélagslegra verkefna. Umræðan um auðlindagjaldið er núna stödd í þeim farvegi sem hún hefði átt að vera í við upphaf kjörtímabils ríkisstjórnarinnar. Sú leið sem stjórnvöld hafa lagt til er því miður ekki nægjanlega einföld og gegnsæ og stenst ekki kröfur um hámörkun á arðbærni greinarinnar. Umræðan sem spunnist hefur í kjölfar þess að frumvarpið hefur verið lagt fram og viðbrögð hagsmunaaðila sem einskis svífast og láta gremju sína bitna á þeim er síst skyldi, starfsfólki sínu, hefur aftur á móti fært okkur heim sanninn um hversu brýnt er að innkalla aflaheimildirnar svo ekki leiki vafi á eignarhaldi og ráðstöfunarrétti þjóðarinnar á fiskveiðiheimildunum.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar