Einelti, samfélagslegur fjandi! Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Í mörg ár hefur verið rætt um einelti og afleiðingar þess og þekkja margir þennan fjanda sem einelti er. Margir hafa verið þolendur eineltis og margir hafa verið gerendur. Þeir eru ófáir sem eiga einhverja sögu úr grunnskóla um einelti og líta á sína eigin grunnskólagöngu sem helvíti á jörðu. Ég var þolandi eineltis og örugglega gerandi líka, ef svo var vona ég að þeir geti fyrirgefið mér. Ég hef fyrirgefið þeim sem lögðu mig í einelti. Fyrir rétt rúmum tuttugu árum var ég forfallakennari í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á einni viku sá ég sjö einstaklinga lagða í einelti. Það kom mér á óvart hve mikið eineltið var og nefndi það við einn gamlan og reyndan kennara. Ein athugasemd situr í mér eftir það samtal, þegar við ræddum hvaða einstaklingar væru þolendur, hann sagði „Nei, þessi er ekki lagður í einelti, hann leitar í neikvæða athygli!" Þetta var 1991 og við ekki komin lengra. Á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, er að finna skýrslu frá ráðstefnunni „Börn vilja ræða um einelti við fullorðna" sem haldin var 1998. Í formála segir: „Þar settust 80 börn og 50 fullorðnir á rökstóla og ræddu þetta alvarlega vandamál í blönduðum umræðuhópum kynslóðanna." Þetta var 1998, hefur eitthvað breyst? Nú, fjórtán árum síðar er enn verið að ræða þennan fjanda sem einelti er. Mikið er rætt um hvort hinar eða þessar eineltisáætlanir virki. Við erum búin að ræða svo mikið að „Ísland án eiturlyfja árið 2000" kemur upp í hugann! Það sem er merkilegt við þessa umfjöllun um einelti er að hún einskorðast við börn og skólasamfélagið og að það sé skólanna að gera eitthvað í þessu vandamáli sem einelti er. Já, svo sannarlega á skólinn að taka þátt í að koma í veg fyrir einelti en það er ekki skólans að uppræta einelti. Það er samvinnuverkefni alls samfélagsins og það byrjar á heimilinu. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft" kemur upp í hugann. Á heimilum, í samskiptamiðlum og í fjölmiðlum hegða fyrirmyndirnar sér þannig að börn geta svo hæglega túlkað þeirra framferði sem samþykki fyrir t.d. einelti. Margir kannast við að bölva mönnum og málefnum fyrir framan sjónvarpið, heyra börnin það? Birtingarmynd eineltis er alls staðar og eru stjórnmál gott dæmi um það. Heiftin ræður ríkjum og í skjóli fjarlægðar í gegnum net- og fjölmiðla stunda stjórnmálamenn það að reyna að koma höggi á andstæðinginn undir því yfirskyni að þeir séu að láta frjálsar skoðanir í ljós og oftar en ekki er ýmislegt látið vaða sem særir. Það særir ekki bara þann sem fyrir verður heldur vini, fjölskyldu og börn. Stundum ganga stjórnmálamenn það langt að embættismenn verða ítrekað fyrir aðkasti án þess að þeir síðarnefndu geti hönd yfir höfuð sér borið. Sér barnið þitt hvað þú skrifar um náungann á samskiptamiðlum eins og fésbók? Getum við leyft okkur að skrifa hvað sem er, jafnvel í reiði og réttlætt það? Eru fúkyrði skoðun? Er dónaskapur túlkun? Hugsum áður en við tjáum okkur. Árið er 2012 og einelti er samfélagslegur fjandi sem við þurfum að útrýma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur verið rætt um einelti og afleiðingar þess og þekkja margir þennan fjanda sem einelti er. Margir hafa verið þolendur eineltis og margir hafa verið gerendur. Þeir eru ófáir sem eiga einhverja sögu úr grunnskóla um einelti og líta á sína eigin grunnskólagöngu sem helvíti á jörðu. Ég var þolandi eineltis og örugglega gerandi líka, ef svo var vona ég að þeir geti fyrirgefið mér. Ég hef fyrirgefið þeim sem lögðu mig í einelti. Fyrir rétt rúmum tuttugu árum var ég forfallakennari í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á einni viku sá ég sjö einstaklinga lagða í einelti. Það kom mér á óvart hve mikið eineltið var og nefndi það við einn gamlan og reyndan kennara. Ein athugasemd situr í mér eftir það samtal, þegar við ræddum hvaða einstaklingar væru þolendur, hann sagði „Nei, þessi er ekki lagður í einelti, hann leitar í neikvæða athygli!" Þetta var 1991 og við ekki komin lengra. Á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, er að finna skýrslu frá ráðstefnunni „Börn vilja ræða um einelti við fullorðna" sem haldin var 1998. Í formála segir: „Þar settust 80 börn og 50 fullorðnir á rökstóla og ræddu þetta alvarlega vandamál í blönduðum umræðuhópum kynslóðanna." Þetta var 1998, hefur eitthvað breyst? Nú, fjórtán árum síðar er enn verið að ræða þennan fjanda sem einelti er. Mikið er rætt um hvort hinar eða þessar eineltisáætlanir virki. Við erum búin að ræða svo mikið að „Ísland án eiturlyfja árið 2000" kemur upp í hugann! Það sem er merkilegt við þessa umfjöllun um einelti er að hún einskorðast við börn og skólasamfélagið og að það sé skólanna að gera eitthvað í þessu vandamáli sem einelti er. Já, svo sannarlega á skólinn að taka þátt í að koma í veg fyrir einelti en það er ekki skólans að uppræta einelti. Það er samvinnuverkefni alls samfélagsins og það byrjar á heimilinu. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft" kemur upp í hugann. Á heimilum, í samskiptamiðlum og í fjölmiðlum hegða fyrirmyndirnar sér þannig að börn geta svo hæglega túlkað þeirra framferði sem samþykki fyrir t.d. einelti. Margir kannast við að bölva mönnum og málefnum fyrir framan sjónvarpið, heyra börnin það? Birtingarmynd eineltis er alls staðar og eru stjórnmál gott dæmi um það. Heiftin ræður ríkjum og í skjóli fjarlægðar í gegnum net- og fjölmiðla stunda stjórnmálamenn það að reyna að koma höggi á andstæðinginn undir því yfirskyni að þeir séu að láta frjálsar skoðanir í ljós og oftar en ekki er ýmislegt látið vaða sem særir. Það særir ekki bara þann sem fyrir verður heldur vini, fjölskyldu og börn. Stundum ganga stjórnmálamenn það langt að embættismenn verða ítrekað fyrir aðkasti án þess að þeir síðarnefndu geti hönd yfir höfuð sér borið. Sér barnið þitt hvað þú skrifar um náungann á samskiptamiðlum eins og fésbók? Getum við leyft okkur að skrifa hvað sem er, jafnvel í reiði og réttlætt það? Eru fúkyrði skoðun? Er dónaskapur túlkun? Hugsum áður en við tjáum okkur. Árið er 2012 og einelti er samfélagslegur fjandi sem við þurfum að útrýma!
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun