Ein heildarlög um dvalar- og atvinnuleyfi Ögmundur Jónasson skrifar 2. júlí 2012 06:00 Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. Núverandi löggjöf, sem hefur marga þröskulda og er erfið að vinna eftir, hefur stundum orðið til þess að einstaklingar, sem hér hafa viljað dvelja um skeið, sjá þann kost einan að sækja um íslenskan ríkisborgararétt án þess að vilja það í reynd! En sá þáttur núverandi laga sem ég á hvað erfiðast með að sætta mig er hvernig menntun skapar mismunandi réttarstöðu. Þannig getur menntað fólk sem hingað kemur til starfa haft börn sín hjá sér en ekki einstaklingar sem sinna ófaglærðum störfum. Sambærilegur mismunur er milli doktorsnema og nema í öðru námi. Rétturinn til að setjast hér er að er síðan í samræmi við þetta. Þetta greinarkorn skrifa ég í tvennum tilgangi. Annars vegar til að fagna því hve vel var tekið á móti nýrri skýrslu um málefni útlendinga á fréttamannafundi í síðustu viku en þar hafði verið boðið fulltrúum allra þeirra stofnana og samtaka sem tengjast þessum málum á einhvern hátt. Margir tóku til máls og studdu meginsjónarmið skýrsluhöfunda um eina löggjöf sem byggi á mannúðarsjónarmiðum í ríkari mæli en núverandi lög. Hin ástæðan er sú að ég vil hvetja til þess að áhugasamt fólk kynni sér skýrsluna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og komi ábendingum þar á framfæri en slíkt myndi gagnast við frumvarpssmíð sem nú er að hefjast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið í bígerð að endurskoða lög um útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins. Almennt er litið svo á þessi endurskoðun sé brýn. Það telja þau sem lögin fjalla um og einnig hin sem sinna þjónustu á grundvelli laganna. Bent hefur verið á að lögin og regluverkið sem á þeim byggist sé hornótt og auk þess illskiljanlegt. Þegar þessi mál voru til umræðu á Alþingi upp úr síðustu aldamótum var það sjónarmið ríkjandi að sameina bæri lög um dvalarleyfi annars vegar og lög um atvinnuleyfi hins vegar enda augljóst að fái einstaklingur leyfi til að dvelja hér á landi er rökrétt að almennt hafi viðkomandi einnig rétt til afla tekna til að framfleyta sér og sínum. Núverandi löggjöf, sem hefur marga þröskulda og er erfið að vinna eftir, hefur stundum orðið til þess að einstaklingar, sem hér hafa viljað dvelja um skeið, sjá þann kost einan að sækja um íslenskan ríkisborgararétt án þess að vilja það í reynd! En sá þáttur núverandi laga sem ég á hvað erfiðast með að sætta mig er hvernig menntun skapar mismunandi réttarstöðu. Þannig getur menntað fólk sem hingað kemur til starfa haft börn sín hjá sér en ekki einstaklingar sem sinna ófaglærðum störfum. Sambærilegur mismunur er milli doktorsnema og nema í öðru námi. Rétturinn til að setjast hér er að er síðan í samræmi við þetta. Þetta greinarkorn skrifa ég í tvennum tilgangi. Annars vegar til að fagna því hve vel var tekið á móti nýrri skýrslu um málefni útlendinga á fréttamannafundi í síðustu viku en þar hafði verið boðið fulltrúum allra þeirra stofnana og samtaka sem tengjast þessum málum á einhvern hátt. Margir tóku til máls og studdu meginsjónarmið skýrsluhöfunda um eina löggjöf sem byggi á mannúðarsjónarmiðum í ríkari mæli en núverandi lög. Hin ástæðan er sú að ég vil hvetja til þess að áhugasamt fólk kynni sér skýrsluna á heimasíðu innanríkisráðuneytisins og komi ábendingum þar á framfæri en slíkt myndi gagnast við frumvarpssmíð sem nú er að hefjast.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun