Pawel Bartoszek svarað Ögmundur Jónasson skrifar 16. júlí 2012 06:00 Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nokkuð er um liðið síðan Pawel Bartoszek beindi til mín spurningum sem snúa að fjárhættuspilum og þá sérstaklega á Netinu. Málefnið er brennandi og brýnt að um það fari fram umræða á opinberum vettvangi. Þess vegna er miður hve dregist hefur að svara, auk þess sem Pawel á að sjálfsögðu rétt á svörum. Hann birti grein í Fréttablaðinu 23. mars þar sem hann víkur meðal annars að tölum um hversu miklu er eytt í fjárhættuspil á Netinu en ég hef nefnt töluna 1,5 milljarða króna í því samhengi. Finnur hann að þessari fjárhæð og telur hana ágiskun. Fjárhættuspil á NetinuGreinarhöfundur tilfærir nokkrar tölur úr rannsókn Daníels Þórs Ólasonar um spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna Íslendinga. Dregur hann þar fram að 24% fullorðinna Íslendinga hafi aldrei spilað peningaspil árið 2011, 68,4% hafi spilað án vandræða og 0,8% hafi verið metnir með líklega spilafíkn. Þá dregur Pawel Bartoszek fram það sem ég skrifaði í inngangi skýrslunnar að spilafíkn sogaði til sín milljarða í dýrmætum gjaldeyri og eyðilegði enn dýrmætari líf þeirra einstaklinga sem ánetjast þeim vágesti og að innanríkisráðuneytið hafi birt eigin ágiskun um að 1,5 milljarðar króna fari í slík fjárhættuspil og segist ekki vita hvernig sú tala er fengin. Einnig segir í greininni: ?Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.? Haldgóðar upplýsingarÞví er til að svara að talan um fé sem fer í fjárhættuspil á Netinu byggist á áætlun kortafyrirtækjanna. Þetta er því engin ágiskun mín heldur ískalt mat þeirra aðila sem bestar hafa upplýsingarnar. Kortafyrirtækin telja sig geta staðhæft að heildarvelta Íslendinga í erlendri netspilun hafi verið um 1,5 milljarðar króna árið 2011. Samkvæmt upplýsingum sem Innanríkisráðuneytið fékk frá Noregi má ætla að kortafyrirtæki vanáætli þessar fjárhæðir. Þær geti verið umtalsvert hærri en fram komi í uppgjöri kortafyrirtækja, því fólk nýti jafnframt aðrar leiðir. Þá má benda á að sé þessi fjárhæð sett í samband við þá þróun í þessari tegund spilamennsku, sem fram kemur í könnuninni, má gera ráð fyrir að hér sé um vaxandi veltu að ræða. Ástæða er til að hafa áhyggjur af þessari stöðu. Óviðráðanlegar hvatirLangt er síðan ég fór að láta þetta málefni mig varða. Ástæðan er sú að ég varð þess áskynja hve stór hópur þeirra sem ánetjast spilafíkn lendir í miklum erfiðleikum; leggur líf þeirra sjálfra og annarra sem eru þeim nátengdir í rúst. Þess vegna þarf að stemma stigu við fjárhættuspili og þá ekki síst á Netinu. Eins og ég vék að í upphafi þessa greinarkorns þarf jafnframt að efna til upplýstrar umræðu í þjóðfélaginu um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla forvarnastarf en það eitt og sér dugar ekki að mínu mati. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjárhættuspilum og spilahegðun þá er það mín sannfæring að jafnvel vönduðustu rannsakendum hætti til að vanreikna útbreiðslu spilafíknarinnar. Þetta er tilfinning en ekki vissa. Ég hygg að fleiri spilarar en menn ætla, ráði illa við þær hvatir sem færa þá inn á Netið til að spila í fjárhættuspili eða að gráðugu gini spilakassans. Upphæðirnar eru svimandi, netspilun ört vaxandi og ofan í spilakassa fara árlega hér á landi um sex milljarðar króna. Byrgjum brunninnÞessi mál eru nú til skoðunar í ráðuneytinu og það kom fram við kynningu á áðurnefndri rannsókn að með haustinu myndu liggja fyrir tillögur um aðgerðir til að stemma stigu við óheillaþróun á sviði fjárhættuspils. Það er aldrei of seint að byrgja brunninn, kann einhver að segja og er mikið til í því. Hvað spilafíknina áhrærir og grimmar afleiðingar hennar, verður hins vegar að segjast að í alltof mörgum tilvikum er það þegar orðið of seint að byrgja brunninn. Engu að síður er það nú verkefnið.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun