Kostir við Ingólfstorg og nágrenni Hjálmar Sveinsson skrifar 26. júlí 2012 06:00 Reykjavíkurborg efndi síðasta haust, í samvinnu við arkitektafélag Íslands, til opinnar alþjóðlegrar samkeppni um skipulag og uppbyggingu á svæði í miðborginni sem teygir sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti. 68 arkitektar og arkitektateymi tóku þátt. Sá sem hér skrifar sat í dómnefndinni. Niðurstaða liggur nú fyrir og um hana er deilt á síðum Fréttablaðsins og víðar. Eins og von er. SamkeppniskosturinnÍ nokkur ár hafa staðið deilur vegna þess að eigandi húsanna við Vallarstræti og Thorvaldsenstræti vill nýta þær byggingarheimildir sem gildandi deiliskipulag, svokallað Kvosarskipulag, færir honum. Borgin hafði nokkra valkosti: Hún gat leyft húseigandanum að byggja það sem deiliskipulagið heimilar. Í öðru lagi gat hún afturkallað byggingarheimildir sem hún sjálf hafði úthlutað og mætt eigandanum með í dómsölum. Þar reynir á svokallaða „hlutlæga bótaskyldu“. Það þýðir að borgin getur ekki fellt niður byggingarheimildir nema að taka þá áhættu að þurfa að borga áætlað andvirði þess byggingarmagns sem var heimilað í gildandi deiliskipulagi. Það leiðir meðal annars til þess að byggingarheimildir verða að verðmætri söluvöru. Þetta er afleit lögfræði en nokkrir hæstaréttadómar virðast staðfesta þennan alíslenska skilning á bótaskyldu. Borgin hefur í áraraðir reynt að fá þessari grein í skipulagslögum breytt, án árangurs. Þriðji kosturinn var opin samkeppni. Ég tel að þetta hafi verið skynsamleg leið. Samkeppnin hefur sett fókus á þetta svæði í Kvosinni sem hefur verið niðurnítt og lífvana árum og áratugum saman. Að mínu mati er óbreytt ástand þarna ótækt og ekki sæmandi höfuðborginni. Samkeppnin skapar meiri þekkingu á svæðinu, eflir umræðu og veltir upp óvæntum hugmyndum og lausnum. Í því felast mikilvæg tækifæri fyrir borgina. Forsendur og markmiðSumum finnst að hagsmunir eiganda húsanna við Vallarstræti og Thorvaldsenstræti vegi of þungt. Það eru réttmætar áhyggjur vegna þess að þetta er svo mikilvægur staður í borginni. En mikilvæg forsenda samkeppnisleiðarinnar er auðvitað sú að húseigandinn sé með í ráðum. Hann hefur skýran ráðstöfunarrétt yfir sínum húsum. Ekki þó ótakmarkaðan. Ekki kemur til greina að taka húsin eignanámi eða að borgin reyni að kaupa þau fyrir hundruð milljóna. Það mun vera einstakt hér á landi að einstaklingur setji skipulag á sínum eignum í opna, alþjóðlega samkeppni. Það er líka athyglisvert að verðlaunatillagan færir eigandanum minna byggingarmagn en deiliskipulagið heimilar. Ástæðan er sú að í forsendum keppninnar var ekki farið fram á að tillögurnar uppfylltu þær heimildir. Markmið samkeppninnar var ekki að þjóna úreltu skipulagi og ýtrustu kröfum eigandans, eins og sumir hafa fullyrt eða látið í veðri vaka. Markmiðið var að gera þetta svæði í hjarta borgarinnar meira aðlaðandi og auðugra af mannlífi. Húseigandinn gætir sinna hagsmuna og hann metur hvenær gengið er á lögvarinn rétt sinn. Hann er örugglega fullfær um það. Að sama skapi hlýtur borgin að árétta að eigandinn tók ákveðna áhættu þegar hann keypti nánast öll húsin á reitnum. Þeirri áhættu má ekki velta yfir á borgina. ByggðamynsturÉg tel að verðlaunatillagan byggi á skarpri greiningu og djúpri þekkingu á byggðamynstri í Kvosinni og hinum ósamstæða húsaklasa á Landsímareitnum og nágrenni. Þarna er alfarið snúið frá þeirri hefð, sem hér hefur lengi ríkt, að rífa allt sem fyrir er og byggja allt frá grunni. Skúlagötuskipulagið og Höfðatorgsreiturinn eru skýrt dæmi um þá stefnu. Samkvæmt verðlaunatillögu ASK-arkitekta er ekkert rifið nema „Nasasalurinn“ sem verður þó endurbyggður á sama stað, hugsanlega í upprunalegri mynd. Landsímahúsið verður endurnýtt sem hótel og tyllt ofan á það mansard-þakhæð, eins og við sjáum á Hótel Borg beint á móti. Við Kirkjustræti er gert ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða viðbyggingu þar sem bílastæðið er núna. Tillagan gerir enn fremur ráð fyrir að byggð verði hús með bröttu þaki milli gömlu timburhúsanna við Vallarstræti. Þar verður verslun, þjónusta, skrifstofur, en ekki hótel. Og svo er það þriggja hæða menningarhús með almenningsgarði á annarri hæð sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi á gamla Hótel-Íslandsreitnum á suðurhluta Ingólfstorgs. Tveir fyrirvararMikilvægt er að árétta að í umsögn sinni setti dómnefnd fram tvo fyrirvara. Í fyrsta lagi er menningarhúsið tekið út fyrir sviga og bent á að það sé á borgarlandi og tengist hóteláformum ekki neitt. Það þýðir að borgin ræður því alfarið hvenær og hvort þetta hús verður byggt. Telja má ólíklegt að það verði alveg á næstunni. Kannski verður það aldrei, sem mér þætti synd því mér finnst hugmyndin góð. Í öðru lagi segir í umsögninni að helsti veikleiki tillögunnar sé viðbyggingin sem rís á bílastæðinu við Kirkjustræti. Sagt er að endurskoða þurfi útfærslu þess og ásýnd gagnvart Austuvelli, Kirkjustræti og Víkurgarði. Það er stór kostur við verðlaunatillöguna að hún er áfangaskipt. Það þýðir að hægt er að taka eitt skref í einu. Ég trúi því einlæglega að tillagan geti orðið grundvöllur að skipulagi og uppbyggingu sem mun styrkja þjónustu í hjarta miðborgarinnar, auðga mannlífið og bæta ásýnd gatna, torga og húsa. Að lokum skal undirstrikað að á fundi húsfriðunarnefndar í júlíbyrjun var samþykkt bókun þar sem segir að byggingarmagnið eins og það er sýnt í verðlaunatillögunni geti fallið vel að núverandi byggð við Ingólfstorg og nágrenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg efndi síðasta haust, í samvinnu við arkitektafélag Íslands, til opinnar alþjóðlegrar samkeppni um skipulag og uppbyggingu á svæði í miðborginni sem teygir sig frá Ingólfstorgi að Kirkjustræti. 68 arkitektar og arkitektateymi tóku þátt. Sá sem hér skrifar sat í dómnefndinni. Niðurstaða liggur nú fyrir og um hana er deilt á síðum Fréttablaðsins og víðar. Eins og von er. SamkeppniskosturinnÍ nokkur ár hafa staðið deilur vegna þess að eigandi húsanna við Vallarstræti og Thorvaldsenstræti vill nýta þær byggingarheimildir sem gildandi deiliskipulag, svokallað Kvosarskipulag, færir honum. Borgin hafði nokkra valkosti: Hún gat leyft húseigandanum að byggja það sem deiliskipulagið heimilar. Í öðru lagi gat hún afturkallað byggingarheimildir sem hún sjálf hafði úthlutað og mætt eigandanum með í dómsölum. Þar reynir á svokallaða „hlutlæga bótaskyldu“. Það þýðir að borgin getur ekki fellt niður byggingarheimildir nema að taka þá áhættu að þurfa að borga áætlað andvirði þess byggingarmagns sem var heimilað í gildandi deiliskipulagi. Það leiðir meðal annars til þess að byggingarheimildir verða að verðmætri söluvöru. Þetta er afleit lögfræði en nokkrir hæstaréttadómar virðast staðfesta þennan alíslenska skilning á bótaskyldu. Borgin hefur í áraraðir reynt að fá þessari grein í skipulagslögum breytt, án árangurs. Þriðji kosturinn var opin samkeppni. Ég tel að þetta hafi verið skynsamleg leið. Samkeppnin hefur sett fókus á þetta svæði í Kvosinni sem hefur verið niðurnítt og lífvana árum og áratugum saman. Að mínu mati er óbreytt ástand þarna ótækt og ekki sæmandi höfuðborginni. Samkeppnin skapar meiri þekkingu á svæðinu, eflir umræðu og veltir upp óvæntum hugmyndum og lausnum. Í því felast mikilvæg tækifæri fyrir borgina. Forsendur og markmiðSumum finnst að hagsmunir eiganda húsanna við Vallarstræti og Thorvaldsenstræti vegi of þungt. Það eru réttmætar áhyggjur vegna þess að þetta er svo mikilvægur staður í borginni. En mikilvæg forsenda samkeppnisleiðarinnar er auðvitað sú að húseigandinn sé með í ráðum. Hann hefur skýran ráðstöfunarrétt yfir sínum húsum. Ekki þó ótakmarkaðan. Ekki kemur til greina að taka húsin eignanámi eða að borgin reyni að kaupa þau fyrir hundruð milljóna. Það mun vera einstakt hér á landi að einstaklingur setji skipulag á sínum eignum í opna, alþjóðlega samkeppni. Það er líka athyglisvert að verðlaunatillagan færir eigandanum minna byggingarmagn en deiliskipulagið heimilar. Ástæðan er sú að í forsendum keppninnar var ekki farið fram á að tillögurnar uppfylltu þær heimildir. Markmið samkeppninnar var ekki að þjóna úreltu skipulagi og ýtrustu kröfum eigandans, eins og sumir hafa fullyrt eða látið í veðri vaka. Markmiðið var að gera þetta svæði í hjarta borgarinnar meira aðlaðandi og auðugra af mannlífi. Húseigandinn gætir sinna hagsmuna og hann metur hvenær gengið er á lögvarinn rétt sinn. Hann er örugglega fullfær um það. Að sama skapi hlýtur borgin að árétta að eigandinn tók ákveðna áhættu þegar hann keypti nánast öll húsin á reitnum. Þeirri áhættu má ekki velta yfir á borgina. ByggðamynsturÉg tel að verðlaunatillagan byggi á skarpri greiningu og djúpri þekkingu á byggðamynstri í Kvosinni og hinum ósamstæða húsaklasa á Landsímareitnum og nágrenni. Þarna er alfarið snúið frá þeirri hefð, sem hér hefur lengi ríkt, að rífa allt sem fyrir er og byggja allt frá grunni. Skúlagötuskipulagið og Höfðatorgsreiturinn eru skýrt dæmi um þá stefnu. Samkvæmt verðlaunatillögu ASK-arkitekta er ekkert rifið nema „Nasasalurinn“ sem verður þó endurbyggður á sama stað, hugsanlega í upprunalegri mynd. Landsímahúsið verður endurnýtt sem hótel og tyllt ofan á það mansard-þakhæð, eins og við sjáum á Hótel Borg beint á móti. Við Kirkjustræti er gert ráð fyrir þriggja til fjögurra hæða viðbyggingu þar sem bílastæðið er núna. Tillagan gerir enn fremur ráð fyrir að byggð verði hús með bröttu þaki milli gömlu timburhúsanna við Vallarstræti. Þar verður verslun, þjónusta, skrifstofur, en ekki hótel. Og svo er það þriggja hæða menningarhús með almenningsgarði á annarri hæð sem tillagan gerir ráð fyrir að rísi á gamla Hótel-Íslandsreitnum á suðurhluta Ingólfstorgs. Tveir fyrirvararMikilvægt er að árétta að í umsögn sinni setti dómnefnd fram tvo fyrirvara. Í fyrsta lagi er menningarhúsið tekið út fyrir sviga og bent á að það sé á borgarlandi og tengist hóteláformum ekki neitt. Það þýðir að borgin ræður því alfarið hvenær og hvort þetta hús verður byggt. Telja má ólíklegt að það verði alveg á næstunni. Kannski verður það aldrei, sem mér þætti synd því mér finnst hugmyndin góð. Í öðru lagi segir í umsögninni að helsti veikleiki tillögunnar sé viðbyggingin sem rís á bílastæðinu við Kirkjustræti. Sagt er að endurskoða þurfi útfærslu þess og ásýnd gagnvart Austuvelli, Kirkjustræti og Víkurgarði. Það er stór kostur við verðlaunatillöguna að hún er áfangaskipt. Það þýðir að hægt er að taka eitt skref í einu. Ég trúi því einlæglega að tillagan geti orðið grundvöllur að skipulagi og uppbyggingu sem mun styrkja þjónustu í hjarta miðborgarinnar, auðga mannlífið og bæta ásýnd gatna, torga og húsa. Að lokum skal undirstrikað að á fundi húsfriðunarnefndar í júlíbyrjun var samþykkt bókun þar sem segir að byggingarmagnið eins og það er sýnt í verðlaunatillögunni geti fallið vel að núverandi byggð við Ingólfstorg og nágrenni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun