60 ára stjórnmálasamband Hjálmar Sveinsson skrifar 3. október 2012 06:00 Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning. Þjóðverjar hafa í 60 ár sérhæft sig í framleiðslu á vöru sem heimurinn þarfnast: bílar, vélar, túrbínur, myndavélalinsur, hljóðeinangrandi plötur, flísalím, kítti, þvottavélar, jarðgangaborar og þannig mætti lengi telja. Eftirspurn heimsins eftir þýskri gæðavöru vex stöðugt. Í Kína þurfa aðdáendur þýskra bíla að bíða í hálft ár eftir nýjasta Audi 6, BMW 116 eða Porsche 911. Nýjustu tölur herma að verðmæti þýskrar útflutningsvöru árið 2012 muni fara langt yfir eina billjón evra. Þau verða um 170 milljörðum hærri en verðmæti innfluttrar vöru. Það mun vera heimsmet. Atvinnuleysi hefur ekki verið lægra í Þýskalandi í þrjá áratugi. Um daginn var prentað í vikublaðinu Die Zeit áhugavert samtal breska sagnfræðingsins Niall Ferguson, sem er sérfróður um fjármála- og hagsögu, og kínverska hagfræðingsins Daokui Li sem er forstöðumaður kínversku hagfræðistofnunarinnar CCWE. Þeir voru að ræða um hvert væri lífvænlegasta efnahagskerfi heimsins á 21. öldinni. Daokui Li er ekki í nokkrum vafa um það. Hann segir að Kínverjar líti til Þýskalands sem fyrirmyndar í efnahagsmálum fremur en til Bandaríkjanna. Hann hafnar alfarið samsæriskenningum um að Þjóðverjar græði svo mikið á evrunni meðan öðrum þjóðum blæði. Hann bendir á að mikilvægustu markaðir fyrir þýskar vörur eru í Bandaríkjunum, Frakklandi, Brasilíu og Kína og hann fullyrðir að velgengni Þjóðverja stafi af áherslu þeirra á efnahagslegan stöðugleika, hátt menntunarstig og bestu verkmenningu í heimi. Daokui Li líst ekkert á botnlausar skuldir Bandaríkjamanna og ósveigjanlegt efnahagskerfi þeirra. Hann segir að Þjóðverjar hafi stungið Bandaríkjamenn af á kínverska markaðnum. Nú í haust eru 60 ár frá því að Ísland og þýska sambandslýðveldið tóku upp stjórnmálasamband. Það samband hefur verið farsælt. Er ekki hugsanlegt að Íslendingar geti eitthvað lært af Þjóðverjum hvað varðar efnahagsstjórn og verkmenningu? Að ekki sé nú talað um tónlist.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar