Sameining Garðabæjar og Álftaness María Grétarsdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is. Ef til sameiningar sveitarfélaganna kemur mun Garðabær yfirtaka sem nemur um 1,8 milljörðum króna umfram þær skuldir sem eru á íbúa í Garðabæ. Þetta þýðir að skuldir í sameinuðu sveitarfélagi verða um 130 þúsund krónum hærri á íbúa en nú er í Garðabæ, fara úr um 520 þúsund krónum á íbúa í um 650 þúsund krónur á íbúa, hækkun sem nemur um 25%. Ákjósanlegt hefði verið að leggja upp með jafnræði í skuldastöðu sveitarfélaganna en eftir samningaviðræður við lánardrottna Álftaness og ríkið er niðurstaðan þessi. Í skýrslu R3 kemur fram að hjá sveitarfélaginu Álftanesi séu málaferli í gangi vegna tveggja ágreiningsmála en engin í Garðabæ. Einnig kemur fram að ráðast þurfi í framkvæmdir í fráveitumálum á Álftanesi sem áætlað er að nemi allt að 270 milljónum króna. Gert er ráð fyrir sömu skattlagningu og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi og nú er í Garðabæ. Aftast í skýrslu R3 eru settar fram áætlaðar lykiltölur sem taka mið af sameiningu sveitarfélaganna og þær bornar saman við áætlaðar lykiltölur sveitarfélaganna án sameiningar. Áætlað er að hagræðing náist í rekstri sameinaðs sveitarfélags um 120 milljónir króna á ári en á móti komi kostnaðaraukning upp á 150 milljónir króna vegna jöfnunar á skattheimtu og endurgreiðslum sem nú eru í Garðabæ og Álftnesingar muni njóta í sameinuðu sveitarfélagi. Áætluð hagræðing gerir ráð fyrir að ráðist verði í verulega fækkun nefnda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Á vefnum www.okkarval.is kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um fækkun nefnda þannig að slá þarf varnagla við þessari tölu. Gert er ráð fyrir að kostnaðaraukinn við bætta þjónustu/auknar niðurgreiðslur til Álftnesinga muni nema um 23 milljónum króna árlega og samræming á útsvarsprósentu minnkar tekjur frá íbúum Álftaness um 124 milljónir króna árlega. Útsvarstekjur á íbúa á árinu 2011 voru 392 þúsund krónur í Garðabæ en 375 þúsund krónur á Álftanesi eða um 4% lægri en í Garðabæ. Ef útsvarsprósenta Álftnesinga á árinu 2011 hefði verið sú sama og í Garðabæ, eða 13,66% í stað 15,20%, þá hefðu útsvarstekjurnar verið 15% lægri á íbúa á Álftanesi en í Garðabæ. Samkvæmt 11. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn vera 11-15 talsins í sveitarfélögum með 10.000-49.999 íbúa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í nýjum sveitarstjórnarlögum þarf þó ekki að koma til fjölgunar á fulltrúum í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags fyrr en við sveitarstjórnarkosningar 2018. Tekið er fram í skýrslu R3 að við sameiningu sveitarfélaganna sé hægt að ákveða að fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn við kosningar árið 2014 verði óbreyttur, eða sjö. Í næstu kosningum eða árið 2018 þarf þó fjöldi fulltrúa að vera kominn í 11-15 eins og að framan segir, algjörlega óháð því hvort til sameiningar komi eða ekki fyrir Garðabæ. Þess er getið í skýrslunni að rétt þyki ef til sameiningar komi að hafa sama fulltrúafjölda í nefndum líkt og nú er hjá Garðabæ þ.e. fimm fulltrúa, þó þannig að Fræðslunefnd verði sameinuð nefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskólamála sem í væru sjö fulltrúar til að tryggja sem mesta breidd sjónarmiða. Meðal kostnaðarhagræðingar sem lögð er til í skýrslunni er gert ráð fyrir verulegri fækkun nefnda í sameinuðu sveitarfélagi eða í sex. FÓLKIÐ- í bænum telur mikilvægt að ef til sameiningar kemur að ráðist verði í rekstrarhagræðingu að lágmarki eins og lagt er upp með í skýrslu R3 en samhliða verði þó gætt lýðræðis í stjórnskipuninni þannig að allir flokkar sem eiga bæjarfulltrúa, eigi fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. FÓLKIÐ- í bænum hefur í sameiningarviðræðunum verið jákvætt í garð sameiningar en á sama tíma höfum við verið varkár og kallað eftir ítarlegum upplýsingum til að fá sem heildstæðasta mynd af stöðunni. Við hvetjum ykkur bæjarbúar til að huga vel að kostum og göllum sameiningar og mæta á kjörstað til að tjá hug ykkar til sameiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is. Ef til sameiningar sveitarfélaganna kemur mun Garðabær yfirtaka sem nemur um 1,8 milljörðum króna umfram þær skuldir sem eru á íbúa í Garðabæ. Þetta þýðir að skuldir í sameinuðu sveitarfélagi verða um 130 þúsund krónum hærri á íbúa en nú er í Garðabæ, fara úr um 520 þúsund krónum á íbúa í um 650 þúsund krónur á íbúa, hækkun sem nemur um 25%. Ákjósanlegt hefði verið að leggja upp með jafnræði í skuldastöðu sveitarfélaganna en eftir samningaviðræður við lánardrottna Álftaness og ríkið er niðurstaðan þessi. Í skýrslu R3 kemur fram að hjá sveitarfélaginu Álftanesi séu málaferli í gangi vegna tveggja ágreiningsmála en engin í Garðabæ. Einnig kemur fram að ráðast þurfi í framkvæmdir í fráveitumálum á Álftanesi sem áætlað er að nemi allt að 270 milljónum króna. Gert er ráð fyrir sömu skattlagningu og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi og nú er í Garðabæ. Aftast í skýrslu R3 eru settar fram áætlaðar lykiltölur sem taka mið af sameiningu sveitarfélaganna og þær bornar saman við áætlaðar lykiltölur sveitarfélaganna án sameiningar. Áætlað er að hagræðing náist í rekstri sameinaðs sveitarfélags um 120 milljónir króna á ári en á móti komi kostnaðaraukning upp á 150 milljónir króna vegna jöfnunar á skattheimtu og endurgreiðslum sem nú eru í Garðabæ og Álftnesingar muni njóta í sameinuðu sveitarfélagi. Áætluð hagræðing gerir ráð fyrir að ráðist verði í verulega fækkun nefnda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Á vefnum www.okkarval.is kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um fækkun nefnda þannig að slá þarf varnagla við þessari tölu. Gert er ráð fyrir að kostnaðaraukinn við bætta þjónustu/auknar niðurgreiðslur til Álftnesinga muni nema um 23 milljónum króna árlega og samræming á útsvarsprósentu minnkar tekjur frá íbúum Álftaness um 124 milljónir króna árlega. Útsvarstekjur á íbúa á árinu 2011 voru 392 þúsund krónur í Garðabæ en 375 þúsund krónur á Álftanesi eða um 4% lægri en í Garðabæ. Ef útsvarsprósenta Álftnesinga á árinu 2011 hefði verið sú sama og í Garðabæ, eða 13,66% í stað 15,20%, þá hefðu útsvarstekjurnar verið 15% lægri á íbúa á Álftanesi en í Garðabæ. Samkvæmt 11. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn vera 11-15 talsins í sveitarfélögum með 10.000-49.999 íbúa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í nýjum sveitarstjórnarlögum þarf þó ekki að koma til fjölgunar á fulltrúum í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags fyrr en við sveitarstjórnarkosningar 2018. Tekið er fram í skýrslu R3 að við sameiningu sveitarfélaganna sé hægt að ákveða að fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn við kosningar árið 2014 verði óbreyttur, eða sjö. Í næstu kosningum eða árið 2018 þarf þó fjöldi fulltrúa að vera kominn í 11-15 eins og að framan segir, algjörlega óháð því hvort til sameiningar komi eða ekki fyrir Garðabæ. Þess er getið í skýrslunni að rétt þyki ef til sameiningar komi að hafa sama fulltrúafjölda í nefndum líkt og nú er hjá Garðabæ þ.e. fimm fulltrúa, þó þannig að Fræðslunefnd verði sameinuð nefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskólamála sem í væru sjö fulltrúar til að tryggja sem mesta breidd sjónarmiða. Meðal kostnaðarhagræðingar sem lögð er til í skýrslunni er gert ráð fyrir verulegri fækkun nefnda í sameinuðu sveitarfélagi eða í sex. FÓLKIÐ- í bænum telur mikilvægt að ef til sameiningar kemur að ráðist verði í rekstrarhagræðingu að lágmarki eins og lagt er upp með í skýrslu R3 en samhliða verði þó gætt lýðræðis í stjórnskipuninni þannig að allir flokkar sem eiga bæjarfulltrúa, eigi fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. FÓLKIÐ- í bænum hefur í sameiningarviðræðunum verið jákvætt í garð sameiningar en á sama tíma höfum við verið varkár og kallað eftir ítarlegum upplýsingum til að fá sem heildstæðasta mynd af stöðunni. Við hvetjum ykkur bæjarbúar til að huga vel að kostum og göllum sameiningar og mæta á kjörstað til að tjá hug ykkar til sameiningar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun