Fótbolti

Pique gefur vísbendingar um hver eigi rassinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tello og Petro með boltann í klefanum. Í bakgrunni glyttir í skjannahvítan afturenda.
Tello og Petro með boltann í klefanum. Í bakgrunni glyttir í skjannahvítan afturenda. Mynd/Facebook
Pedro kom Barcelona til bjargar í 5-2 sigri á Getafe um helgina. Mynd sem þriggja marka maðurinn lét taka af sér með boltann inni í klefa eftir leik hefur vakið athygli.

Pedro skoraði þrennu á aðeins níu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Það sem stefndi í skömmustulegt tap varð að enn einum stórsigri Börsunga.

Pedro stillti sér upp á mynd með liðsfélaga sínum Cristian Tello á mynd sem sá síðarnefndi hafði frumkvæði að yrði tekin. Í bakgrunni sést afturendi karlmanns sem fjölmiðlar á Spáni hafa gert mikið úr að því er Aftonbladet greinir frá. Velta þeir fyrir sér hver sá beri sé.

Miðvörðurinn Gerard Pique er þekktur brandarakarl í búningsklefa Spánarmeistaranna. Á Fésbókarsíðu sinni gefur Pique vísbendingar og segir fjóra koma til greina.

Aðstoðarþjálfarinn Aureli Altimira auk Alex Song, Marc Bartra og Pepe Costa. Mundo Deportivo segir að Altemira sé eigandi afturendans en önnur dagblöð telja Pique vera að villa um fyrir fólki. Aðalþjálfarinn Gerardo Martino sé sá beri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×