Ísland og ESB: Tækifærin sem bíða Össur Skarphéðinsson skrifar 13. mars 2013 06:00 Tveir menn stigu fram í liðinni viku og hvöttu til þess að við lykjum aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Annar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem benti réttilega á í ræðu sinni á aðalfundi SA að Ísland myndi ekki ná að vaxa og halda úti öflugu atvinnulífi, vinnu og velferð án myntar sem er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum. Hinn var Björgólfur Jóhannsson, einn af bestu viðskiptamönnum landsins og nýkjörinn formaður stjórnar SA. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá efnislega niðurstöðu í Evrópumálunum. Svona eiga sýslumenn að vera!Haltrandi króna í höftum Stærsta tækifærið sem bíður felst í stöðugra efnahagsumhverfi og tækifærið til að skipta út krónu fyrir sterka evru. Aðild að ESB myndi skapa skilyrði fyrir sjálfbærum hagvexti, aukinni fjárfestingu, fleiri og fjölbreyttari störfum. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hér verði öflug velferð, gott mennta- og heilbrigðiskerfi. En þetta krefst þess að umhverfi fyrirtækjanna og heimilanna sé stöðugt og traust. Annars bresta gjarðir. Krónan er þyngsti skatturinn sem Íslendingar verða að axla. Allir Íslendingar sjá á hverjum degi að íslenska krónan er uppspretta óstöðugleika, verðbólguvaldur. Kauphækkanir venjulegs fólks þurrkast nánast út á einu bretti þegar verðbólgan geysist af stað og lánin okkar hækka. Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, og skýrsla Seðlabankans útskýrði svo vel, eru tveir, og bara tveir: Ætlum við að gera enn eina tilraunina með draghalta krónu í höftum eða viljum við treysta umgjörð efnahagslífsins með upptöku evru?Tækifæri með aðild Gríðarleg tækifæri opnast í byggðamálum með aðild að Evrópusambandinu. Við sjáum æ betur að aðild Íslands að ESB mun valda byltingu í byggðamálum. Íslensk sveitarfélög og fyrirtæki myndu eiga kost á margháttuðum stuðningi við atvinnu- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Aðildin myndi gjörbylta möguleikum veikra jaðarbyggða til að fá nýtt blóð í æðar, nýjar stoðir til að standa á, nýtt líf til framtíðar. Vestfirðir, Strandir, norðausturhornið þar sem aðild gæti bjargað byggð á Raufarhöfn, styrkt á Kópaskeri og Þórshöfn, Þingeyjarsveit, og sunnanlands eru Skaftárhreppur og Suðurnes rakin dæmi um hvernig aðild gæti fært mikilvægt fjármagn, og sterka byggðastefnu inn á svæðin – og beinlínis bjargað þeim til framtíðar. Aðild myndi opna markaði fyrir fullunnar sjávarafurðir sem í dag eru tollaðar. Íslenskur sjávarútvegur myndi fá tækifæri til að vaxa áfram og vinna betur fiskinn hér heima. Markaðir myndu líka opnast fyrir íslenskar hágæðaafurðir í landbúnaði, um leið og íslenskir neytendur myndu fá fjölbreyttari mat í hillurnar með afnámi tolla. Íslensk framleiðsla þarf ekkert að óttast. Tómatar, paprikur og gúrkur verða áfram ástfóstur landans, líkt og lambakjötið, skyrið og mjólkin. En allar þessar afurðir myndu blómstra á syllum velstæðra neytenda sem sækjast eftir miklum gæðum og vistvænni framleiðslu á 500 milljóna manna heimamarkaði.Sterkara fullveldi – íslensk tunga Aðild myndi einnig treysta fullveldi Íslands. Við myndum taka skrefið frá því að vera frammi á gangi – eins og við erum í EES – inn í fundarherbergið sjálft. Fá sæti við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Við Íslendingar eigum fullt erindi inn í Evrópusambandið og höfum margt fram að færa, s.s á sviði sjávarútvegs, orkumála og jafnréttis, bæði okkur og samstarfsríkjum okkar til hagsbóta. Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum ESB sem þýðir að okkar fólk getur talað íslensku á fundum, kjósi það svo, og öll skjöl verða á íslensku. Við munum fá fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, dómara í Evrópudómstólnum og þingmenn á Evrópuþinginu. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar. Klárum aðildarviðræðurnar, leggjum kalt mat á tækifærin sem eru fyrir hendi, metum áhrif aðildar á grundvelli aðildarsamnings og leyfum þjóðinni að eiga lokaorðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Tveir menn stigu fram í liðinni viku og hvöttu til þess að við lykjum aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Annar var Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem benti réttilega á í ræðu sinni á aðalfundi SA að Ísland myndi ekki ná að vaxa og halda úti öflugu atvinnulífi, vinnu og velferð án myntar sem er gjaldgeng í milliríkjaviðskiptum. Hinn var Björgólfur Jóhannsson, einn af bestu viðskiptamönnum landsins og nýkjörinn formaður stjórnar SA. Hann undirstrikaði mikilvægi þess að fá efnislega niðurstöðu í Evrópumálunum. Svona eiga sýslumenn að vera!Haltrandi króna í höftum Stærsta tækifærið sem bíður felst í stöðugra efnahagsumhverfi og tækifærið til að skipta út krónu fyrir sterka evru. Aðild að ESB myndi skapa skilyrði fyrir sjálfbærum hagvexti, aukinni fjárfestingu, fleiri og fjölbreyttari störfum. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að hér verði öflug velferð, gott mennta- og heilbrigðiskerfi. En þetta krefst þess að umhverfi fyrirtækjanna og heimilanna sé stöðugt og traust. Annars bresta gjarðir. Krónan er þyngsti skatturinn sem Íslendingar verða að axla. Allir Íslendingar sjá á hverjum degi að íslenska krónan er uppspretta óstöðugleika, verðbólguvaldur. Kauphækkanir venjulegs fólks þurrkast nánast út á einu bretti þegar verðbólgan geysist af stað og lánin okkar hækka. Valkostirnir sem við stöndum frammi fyrir, og skýrsla Seðlabankans útskýrði svo vel, eru tveir, og bara tveir: Ætlum við að gera enn eina tilraunina með draghalta krónu í höftum eða viljum við treysta umgjörð efnahagslífsins með upptöku evru?Tækifæri með aðild Gríðarleg tækifæri opnast í byggðamálum með aðild að Evrópusambandinu. Við sjáum æ betur að aðild Íslands að ESB mun valda byltingu í byggðamálum. Íslensk sveitarfélög og fyrirtæki myndu eiga kost á margháttuðum stuðningi við atvinnu- og nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni. Aðildin myndi gjörbylta möguleikum veikra jaðarbyggða til að fá nýtt blóð í æðar, nýjar stoðir til að standa á, nýtt líf til framtíðar. Vestfirðir, Strandir, norðausturhornið þar sem aðild gæti bjargað byggð á Raufarhöfn, styrkt á Kópaskeri og Þórshöfn, Þingeyjarsveit, og sunnanlands eru Skaftárhreppur og Suðurnes rakin dæmi um hvernig aðild gæti fært mikilvægt fjármagn, og sterka byggðastefnu inn á svæðin – og beinlínis bjargað þeim til framtíðar. Aðild myndi opna markaði fyrir fullunnar sjávarafurðir sem í dag eru tollaðar. Íslenskur sjávarútvegur myndi fá tækifæri til að vaxa áfram og vinna betur fiskinn hér heima. Markaðir myndu líka opnast fyrir íslenskar hágæðaafurðir í landbúnaði, um leið og íslenskir neytendur myndu fá fjölbreyttari mat í hillurnar með afnámi tolla. Íslensk framleiðsla þarf ekkert að óttast. Tómatar, paprikur og gúrkur verða áfram ástfóstur landans, líkt og lambakjötið, skyrið og mjólkin. En allar þessar afurðir myndu blómstra á syllum velstæðra neytenda sem sækjast eftir miklum gæðum og vistvænni framleiðslu á 500 milljóna manna heimamarkaði.Sterkara fullveldi – íslensk tunga Aðild myndi einnig treysta fullveldi Íslands. Við myndum taka skrefið frá því að vera frammi á gangi – eins og við erum í EES – inn í fundarherbergið sjálft. Fá sæti við borðið þar sem sameiginlegar ákvarðanir eru teknar. Við Íslendingar eigum fullt erindi inn í Evrópusambandið og höfum margt fram að færa, s.s á sviði sjávarútvegs, orkumála og jafnréttis, bæði okkur og samstarfsríkjum okkar til hagsbóta. Íslenska verður eitt af opinberum tungumálum ESB sem þýðir að okkar fólk getur talað íslensku á fundum, kjósi það svo, og öll skjöl verða á íslensku. Við munum fá fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, dómara í Evrópudómstólnum og þingmenn á Evrópuþinginu. Við eigum að vera stolt af því að vera Íslendingar. Klárum aðildarviðræðurnar, leggjum kalt mat á tækifærin sem eru fyrir hendi, metum áhrif aðildar á grundvelli aðildarsamnings og leyfum þjóðinni að eiga lokaorðið.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun