Nú er komið að því að nota heilann og kjósa rétt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Kæri kjósandi, nær og fjær. Ég skrifa þessa grein með einfaldan tilgang í huga, ég vil biðla til þín að mæta á kjörstað 27. apríl, nýta lýðræðislegan rétt þinn og kjósa. Ég ætla reyndar að biðja þig um að gera aðeins meira en bara að kjósa. Hér á landi er kosningakerfið svo skakkt að flokkar þurfa að fá 5% atkvæða svo þeir fái eitt atkvæði talið gilt. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist 24. apríl eða í kosningavikunni munu 10% atkvæða falla úr gildi sökum þessa. Það þýðir að 10% þjóðarinnar mun ekki eiga fulltrúa inni á Alþingi Íslendinga. Þetta hefur einnig þau áhrif að þeir flokkar sem hljóta kjör inn á þing þurfa hlutfallslega minna fylgi kjósenda á bak við sig til að mynda ríkisstjórn. Sem dæmi má taka að ef kosningar færu líkt og könnun Fréttablaðsins gefur til kynna myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta myndað ríkisstjórn með 57% þingsæta þrátt fyrir að hafa aðeins stuðning 49,7% þjóðarinnar. Það liggur í augum uppi að það er galli í kerfinu og við verðum að viðurkenna það. Í Frakklandi er kosið í tveimur umferðum. Í fyrri umferðinni er mögulegt að styðja frambjóðendur sem eiga litla möguleika á að hljóta kosningu án þess að það hafi áhrif á niðurstöður kosninganna. Þær ákvarðast því oftar en ekki af seinni umferðinni, þar sem valið stendur á milli þeirra sem náðu kjöri. Frakkar eiga máltæki um hvernig þeir nýta sér þetta fyrirkomulag en „í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri seinni með heilanum“. Nú er komið að því að kjósa með heilanum. Það er falleg hugsun að kjósa með hjartanu og má segja að við höfum verið að gera það í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Niðurstöður liggja fyrir og núna er kominn tími til að velja á milli þeirra flokka sem munu ná inn á þing. Vilt þú eiga fulltrúa inni á Alþingi eða vilt þú kasta atkvæði þínu á glæ og styðja á sama tíma ríkisstjórn B&D? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi, nær og fjær. Ég skrifa þessa grein með einfaldan tilgang í huga, ég vil biðla til þín að mæta á kjörstað 27. apríl, nýta lýðræðislegan rétt þinn og kjósa. Ég ætla reyndar að biðja þig um að gera aðeins meira en bara að kjósa. Hér á landi er kosningakerfið svo skakkt að flokkar þurfa að fá 5% atkvæða svo þeir fái eitt atkvæði talið gilt. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist 24. apríl eða í kosningavikunni munu 10% atkvæða falla úr gildi sökum þessa. Það þýðir að 10% þjóðarinnar mun ekki eiga fulltrúa inni á Alþingi Íslendinga. Þetta hefur einnig þau áhrif að þeir flokkar sem hljóta kjör inn á þing þurfa hlutfallslega minna fylgi kjósenda á bak við sig til að mynda ríkisstjórn. Sem dæmi má taka að ef kosningar færu líkt og könnun Fréttablaðsins gefur til kynna myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta myndað ríkisstjórn með 57% þingsæta þrátt fyrir að hafa aðeins stuðning 49,7% þjóðarinnar. Það liggur í augum uppi að það er galli í kerfinu og við verðum að viðurkenna það. Í Frakklandi er kosið í tveimur umferðum. Í fyrri umferðinni er mögulegt að styðja frambjóðendur sem eiga litla möguleika á að hljóta kosningu án þess að það hafi áhrif á niðurstöður kosninganna. Þær ákvarðast því oftar en ekki af seinni umferðinni, þar sem valið stendur á milli þeirra sem náðu kjöri. Frakkar eiga máltæki um hvernig þeir nýta sér þetta fyrirkomulag en „í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri seinni með heilanum“. Nú er komið að því að kjósa með heilanum. Það er falleg hugsun að kjósa með hjartanu og má segja að við höfum verið að gera það í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Niðurstöður liggja fyrir og núna er kominn tími til að velja á milli þeirra flokka sem munu ná inn á þing. Vilt þú eiga fulltrúa inni á Alþingi eða vilt þú kasta atkvæði þínu á glæ og styðja á sama tíma ríkisstjórn B&D?
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar