Gerjun í utanríkispólitíkinni Þorsteinn Pálsson skrifar 11. maí 2013 07:00 Fjármálakreppan hefur víða dregið úr tiltrú á alþjóðasamvinnu. Að sama skapi hefur einangrunarhyggju vaxið fiskur um hrygg. Í einstökum ríkjum Evrópusambandsins hafa viðhorfsbreytingar af þessu tagi skerpt átakalínur í pólitík. Þegar heimskreppan skall á fyrir og eftir 1930 urðu viðbrögðin svipuð. Víðast hvar urðu þeir ofan á sem vildu láta við það sitja að búa að sínu. Kjörorðin voru höft og þjóðernishyggja. Eftir síðari heimsstyrjöldina varð mönnum ljóst að þá hafði ekki borið gæfu til að velja þá braut sem leiddi til hagsældar. Deilurnar nú eru ekki nákvæm eftirmynd þess sem þá gerðist. Heimurinn hefur einfaldlega breyst of mikið til þess. En þær snúast í eðli sínu um það sama. Lykillinn að kosningasigri Framsóknarflokksins á dögunum var til að mynda boðskapurinn um að höftin séu þungavopn Íslendinga í glímu þeirra við erlend fjárplógsöfl. Þessi boðskapur er aftur gott dæmi um hvernig skammtímasjónarmið verða smám saman ráðandi. Bráðabirgðaráðstöfun til nokkurra mánaða er allt í einu orðin að vopni sem enginn sannur Íslendingur má efast um. Þannig umbreytast höftin auðveldlega í haldreipi fyrir þjóðernishyggju.Niðurskurður og kerfisbreytingar Önnur birtingarmynd umræðunnar í vestrænum hagsældarríkjum er vaxandi andstaða við aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og peningamálum. Þegar þjóðir hafa eytt um efni fram er auðvelt að ala á óánægju með klassísk íhaldsúrræði. Þessar aðstæður hafa byggt brýr í pólitíkinni milli ólíkra afla sem lengi hafa eldað grátt silfur. Margir þeirra sem áður töldu aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum vera lögmál til að laga þjóðarbúskapinn að raunverulegum aðstæðum líta nú svo á að þær séu verkfæri alþjóðasamfélagsins gegn þeim ríkjum sem höllum fæti standa. Rök geta staðið til þess að fara hægt í aðlögun ríkisútgjalda eins og áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér gerði ráð fyrir. Einu geta þær þjóðir sem dregist hafa aftur úr í framleiðni þó ekki skotið á frest. Það er að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. En þær geta líka verið sársaukafullar í byrjun. Reynslan sýnir á hinn bóginn að langvarandi bráðabirgðaráðstafanir verða mótsagnakenndar og ómarkvissar. Spurningin er hvort þjóðernisumræðan í Evrópu og víðar verður Þrándur í götu nauðsynlegra kerfisbreytinga af því að þær eru taldar eiga rætur í alþjóðasamvinnu eins og aðhaldsaðgerðirnar. McKinsey-skýrslan sýndi að framleiðni í íslenskum þjóðarbúskap stendur langt að baki því sem best gerist. Til að ráða bót á þeim vanda þarf margs konar kerfisbreytingar, meðal annars í peningamálum, til að tryggja meiri samkeppni og jöfn samkeppnisskilyrði. Þeir tveir flokkar sem nú mynda nýja ríkisstjórn sögðu á liðnu kjörtímabili að langtímasjónarmið í þeim efnum yrðu að víkja fyrir þeirri brýnu nauðsyn að krafsa sig út úr ástandinu.Að krafsa eða horfa fram Viðskiptakerfi heimsins ræður miklu um hagsæld á Íslandi. Efnahagsleg markmið verða því aldrei slitin frá utanríkispólitíkinni. Þegar viðreisnin tók við af höftunum á sínum tíma var strax farið að huga að stöðu Íslands í efnahags- og viðskiptasamvinnu Evrópu. Í dag erum við aðilar að innri markaði Evrópusambandsins, sem ákveður lagaumgjörð efnahagsstarfseminnar. En sá böggull fylgir skammrifi að við höfum ekki mynt sem gjaldgeng er á þeim markaði, hvað þá víðar. Í heimi örra breytinga er óbreytt staða í utanríkispólitík ávísun á stöðnun. Þá vill enginn kannast við að vera formælandi einangrunarstefnu. Síðan er í aðalatriðum deilt um tvær leiðir. Önnur byggir á hugmyndafræði sem forseti Íslands hefur mótað öðrum fremur. Hún felst í því að auka tengslin við Kína og Indland en leggja minni áherslu á Evrópu og Bandaríkin. Sú leið kallar ekki á neinar kerfisbreytingar. Framsóknarflokkurinn fylgir þessari hugmyndafræði alfarið og Sjálfstæðisflokkurinn að miklu leyti. Utanríkisstefnan gerjast nú á þennan veg. Hin leiðin er að byggja á því sem fyrir er og stíga nýtt skref í samvinnu við þær þjóðir sem við höfum átt samleið með til þessa. Þar skiptir gjaldgeng mynt mestu máli. Hún yrði afgerandi kerfisbreyting sem kallaði á mikinn aga í hagstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gaf forystuhlutverk sitt á þessu sviði eftir. Samfylkingin reyndi að ná pólitískri forystu um þessa leið. En það mistókst með öllu af mörgum ástæðum. Fyrir vikið er engin alvöru breið pólitísk forysta fyrir því að halda áfram á þeirri braut í utanríkisviðskiptapólitíkinni sem mótaðist í kjölfar viðreisnarinnar, þó að margir séu þess fýsandi. En þar gæti auðvitað byrjað gerjun líka. Viljum við horfa fram eða halda áfram að krafsa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fjármálakreppan hefur víða dregið úr tiltrú á alþjóðasamvinnu. Að sama skapi hefur einangrunarhyggju vaxið fiskur um hrygg. Í einstökum ríkjum Evrópusambandsins hafa viðhorfsbreytingar af þessu tagi skerpt átakalínur í pólitík. Þegar heimskreppan skall á fyrir og eftir 1930 urðu viðbrögðin svipuð. Víðast hvar urðu þeir ofan á sem vildu láta við það sitja að búa að sínu. Kjörorðin voru höft og þjóðernishyggja. Eftir síðari heimsstyrjöldina varð mönnum ljóst að þá hafði ekki borið gæfu til að velja þá braut sem leiddi til hagsældar. Deilurnar nú eru ekki nákvæm eftirmynd þess sem þá gerðist. Heimurinn hefur einfaldlega breyst of mikið til þess. En þær snúast í eðli sínu um það sama. Lykillinn að kosningasigri Framsóknarflokksins á dögunum var til að mynda boðskapurinn um að höftin séu þungavopn Íslendinga í glímu þeirra við erlend fjárplógsöfl. Þessi boðskapur er aftur gott dæmi um hvernig skammtímasjónarmið verða smám saman ráðandi. Bráðabirgðaráðstöfun til nokkurra mánaða er allt í einu orðin að vopni sem enginn sannur Íslendingur má efast um. Þannig umbreytast höftin auðveldlega í haldreipi fyrir þjóðernishyggju.Niðurskurður og kerfisbreytingar Önnur birtingarmynd umræðunnar í vestrænum hagsældarríkjum er vaxandi andstaða við aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og peningamálum. Þegar þjóðir hafa eytt um efni fram er auðvelt að ala á óánægju með klassísk íhaldsúrræði. Þessar aðstæður hafa byggt brýr í pólitíkinni milli ólíkra afla sem lengi hafa eldað grátt silfur. Margir þeirra sem áður töldu aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum vera lögmál til að laga þjóðarbúskapinn að raunverulegum aðstæðum líta nú svo á að þær séu verkfæri alþjóðasamfélagsins gegn þeim ríkjum sem höllum fæti standa. Rök geta staðið til þess að fara hægt í aðlögun ríkisútgjalda eins og áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér gerði ráð fyrir. Einu geta þær þjóðir sem dregist hafa aftur úr í framleiðni þó ekki skotið á frest. Það er að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar. En þær geta líka verið sársaukafullar í byrjun. Reynslan sýnir á hinn bóginn að langvarandi bráðabirgðaráðstafanir verða mótsagnakenndar og ómarkvissar. Spurningin er hvort þjóðernisumræðan í Evrópu og víðar verður Þrándur í götu nauðsynlegra kerfisbreytinga af því að þær eru taldar eiga rætur í alþjóðasamvinnu eins og aðhaldsaðgerðirnar. McKinsey-skýrslan sýndi að framleiðni í íslenskum þjóðarbúskap stendur langt að baki því sem best gerist. Til að ráða bót á þeim vanda þarf margs konar kerfisbreytingar, meðal annars í peningamálum, til að tryggja meiri samkeppni og jöfn samkeppnisskilyrði. Þeir tveir flokkar sem nú mynda nýja ríkisstjórn sögðu á liðnu kjörtímabili að langtímasjónarmið í þeim efnum yrðu að víkja fyrir þeirri brýnu nauðsyn að krafsa sig út úr ástandinu.Að krafsa eða horfa fram Viðskiptakerfi heimsins ræður miklu um hagsæld á Íslandi. Efnahagsleg markmið verða því aldrei slitin frá utanríkispólitíkinni. Þegar viðreisnin tók við af höftunum á sínum tíma var strax farið að huga að stöðu Íslands í efnahags- og viðskiptasamvinnu Evrópu. Í dag erum við aðilar að innri markaði Evrópusambandsins, sem ákveður lagaumgjörð efnahagsstarfseminnar. En sá böggull fylgir skammrifi að við höfum ekki mynt sem gjaldgeng er á þeim markaði, hvað þá víðar. Í heimi örra breytinga er óbreytt staða í utanríkispólitík ávísun á stöðnun. Þá vill enginn kannast við að vera formælandi einangrunarstefnu. Síðan er í aðalatriðum deilt um tvær leiðir. Önnur byggir á hugmyndafræði sem forseti Íslands hefur mótað öðrum fremur. Hún felst í því að auka tengslin við Kína og Indland en leggja minni áherslu á Evrópu og Bandaríkin. Sú leið kallar ekki á neinar kerfisbreytingar. Framsóknarflokkurinn fylgir þessari hugmyndafræði alfarið og Sjálfstæðisflokkurinn að miklu leyti. Utanríkisstefnan gerjast nú á þennan veg. Hin leiðin er að byggja á því sem fyrir er og stíga nýtt skref í samvinnu við þær þjóðir sem við höfum átt samleið með til þessa. Þar skiptir gjaldgeng mynt mestu máli. Hún yrði afgerandi kerfisbreyting sem kallaði á mikinn aga í hagstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn gaf forystuhlutverk sitt á þessu sviði eftir. Samfylkingin reyndi að ná pólitískri forystu um þessa leið. En það mistókst með öllu af mörgum ástæðum. Fyrir vikið er engin alvöru breið pólitísk forysta fyrir því að halda áfram á þeirri braut í utanríkisviðskiptapólitíkinni sem mótaðist í kjölfar viðreisnarinnar, þó að margir séu þess fýsandi. En þar gæti auðvitað byrjað gerjun líka. Viljum við horfa fram eða halda áfram að krafsa?
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun