Betri heilsa og léttara líf án tóbaks Kristján Þór Júlíusson skrifar 31. maí 2013 12:00 Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Hér á landi tók bann við tóbaksauglýsingum gildi árið 1972, en frumkvæði að lagasetningunni átti Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að auglýsingabannið tók gildi og án efa hefur það átt drjúgan þátt í þeim árangri sem síðar átti eftir að nást hér á landi í baráttunni gegn þeim heilsuspilli sem tóbak hefur reynst mannfólkinu. Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. Samkvæmt nýjustu könnunum reyktu árið 2012 um 13,8% landsmanna á aldrinum 15–89 ára á móti 14,3% árið áður. Árið 1991 reyktu 30% landsmanna daglega en hlutfallið var um 40% árið 1985. Þetta er mikil breyting sem tvímælalaust hefur bætt lýðheilsu hér á landi umtalsvert eins og gefur augaleið þegar skoðað er hvað reykingar er stór áhættuþáttur þegar litið er til sjúkdóma á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma, tiltekinna krabbameina og sjúkdóma í lungum og öndunarfærum svo eitthvað sé nefnt. Reykingar eru algengari meðal karla en kvenna. Árið 2012 reyktu 14,9% karlmanna daglega en 12,8% kvenna. Íslenskir unglingar reykja minnst jafnaldra sinna í Evrópu. Þetta er niðurstaða evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs) sem kynnt var fyrir ári. Þar kom í ljós að mikið hefur dregið úr tóbaksreykingum ungmenna hér á landi síðastliðin 16 ár og hefur þróunin hér verið önnur og mun jákvæðari en í öðrum Evrópulöndum. Munntóbaksnotkun Tóbaksnotkun er ekki einungis bundin við reykingar og á liðnum árum hefur færst í vöxt að ungir karlmenn noti munntóbak. Könnun Landlæknis sýndi að árið 2012 tóku þrír af hverjum hundrað körlum í vörina. Neyslan er mest hjá þeim yngri, en um 15% karla á aldrinum 18–24 ára nota munntóbak. Notkun þess er hins vegar fátíð hjá konum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að notkun tóbaks í vör dragi ekki úr reykingum heldur sé hrein viðbót. Þetta er alvarlegt, því í munntóbaki er mikill fjöldi krabbameinsvaldandi efna auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Ég er nýsestur í stól heilbrigðisráðherra en get sagt það strax að í því embætti mun ég leggja mikla áherslu á að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu til að auka almenn lífsgæði landsmanna – og það er einnig eitt af skilgreindum forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Þannig má jafnframt draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar og því er að öllu leyti til mikils að vinna.Stefnumörkun í tóbaksvörnum Í byrjun þessa árs skipaði forveri minn í velferðarráðuneytinu, Guðbjartur Hannesson, starfshóp til að leggja fram tillögu að heildstæðri stefnu í tóbaksvörnum með fulltrúum ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Embættis landlæknis. Hópurinn hefur í vinnu sinni tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á síðasta þingi um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Einnig er horft til rammasamnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem Ísland er aðili að og tók gildi árið 2005, auk laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar og þróunar á sviði tóbaksvarna á liðnum árum. Starfshópurinn hefur leitað eftir samstarfi við fulltrúa frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum og er fyrirhugað að samráðsferlið standi fram á haust. Stefnt er að því að stefna og meginmarkmið liggi fyrir í árslok 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur án tóbaks er haldinn 31. maí ár hvert og er að þessu sinni helgaður banni við auglýsingum, kynningu og kostun á tóbaksvörum. Hér á landi tók bann við tóbaksauglýsingum gildi árið 1972, en frumkvæði að lagasetningunni átti Jón Ármann Héðinsson, fyrrverandi alþingismaður. Mikið vatn er til sjávar runnið frá því að auglýsingabannið tók gildi og án efa hefur það átt drjúgan þátt í þeim árangri sem síðar átti eftir að nást hér á landi í baráttunni gegn þeim heilsuspilli sem tóbak hefur reynst mannfólkinu. Ár frá ári hefur fækkað í hópi þeirra sem reykja daglega hér á landi. Samkvæmt nýjustu könnunum reyktu árið 2012 um 13,8% landsmanna á aldrinum 15–89 ára á móti 14,3% árið áður. Árið 1991 reyktu 30% landsmanna daglega en hlutfallið var um 40% árið 1985. Þetta er mikil breyting sem tvímælalaust hefur bætt lýðheilsu hér á landi umtalsvert eins og gefur augaleið þegar skoðað er hvað reykingar er stór áhættuþáttur þegar litið er til sjúkdóma á borð við hjarta- og kransæðasjúkdóma, tiltekinna krabbameina og sjúkdóma í lungum og öndunarfærum svo eitthvað sé nefnt. Reykingar eru algengari meðal karla en kvenna. Árið 2012 reyktu 14,9% karlmanna daglega en 12,8% kvenna. Íslenskir unglingar reykja minnst jafnaldra sinna í Evrópu. Þetta er niðurstaða evrópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD (European School Survey Project on Alcohol and Drugs) sem kynnt var fyrir ári. Þar kom í ljós að mikið hefur dregið úr tóbaksreykingum ungmenna hér á landi síðastliðin 16 ár og hefur þróunin hér verið önnur og mun jákvæðari en í öðrum Evrópulöndum. Munntóbaksnotkun Tóbaksnotkun er ekki einungis bundin við reykingar og á liðnum árum hefur færst í vöxt að ungir karlmenn noti munntóbak. Könnun Landlæknis sýndi að árið 2012 tóku þrír af hverjum hundrað körlum í vörina. Neyslan er mest hjá þeim yngri, en um 15% karla á aldrinum 18–24 ára nota munntóbak. Notkun þess er hins vegar fátíð hjá konum. Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að notkun tóbaks í vör dragi ekki úr reykingum heldur sé hrein viðbót. Þetta er alvarlegt, því í munntóbaki er mikill fjöldi krabbameinsvaldandi efna auk þess sem notkun þess er tengd hjartasjúkdómum og sykursýki. Ég er nýsestur í stól heilbrigðisráðherra en get sagt það strax að í því embætti mun ég leggja mikla áherslu á að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu til að auka almenn lífsgæði landsmanna – og það er einnig eitt af skilgreindum forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Þannig má jafnframt draga úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar og því er að öllu leyti til mikils að vinna.Stefnumörkun í tóbaksvörnum Í byrjun þessa árs skipaði forveri minn í velferðarráðuneytinu, Guðbjartur Hannesson, starfshóp til að leggja fram tillögu að heildstæðri stefnu í tóbaksvörnum með fulltrúum ráðuneytisins, fjármálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Embættis landlæknis. Hópurinn hefur í vinnu sinni tekið mið af þeim áherslum sem fram koma í tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á síðasta þingi um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Einnig er horft til rammasamnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir sem Ísland er aðili að og tók gildi árið 2005, auk laga og annarra stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar og þróunar á sviði tóbaksvarna á liðnum árum. Starfshópurinn hefur leitað eftir samstarfi við fulltrúa frá ýmsum stofnunum og félagasamtökum og er fyrirhugað að samráðsferlið standi fram á haust. Stefnt er að því að stefna og meginmarkmið liggi fyrir í árslok 2013.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun