Hvað heitir makríll á ensku? Elín Hirst skrifar 19. júlí 2013 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu. Ég er reyndar viss um að hann talar betri ensku en margir frammámenn Evrópusambandsins sem hann ræddi við, eins og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og Maria Damanaki, sjávarútvegstjóri ESB. Um þetta get ég náttúrulega ekki fullyrt, en ég veit hins vegar fyrir víst að tungumálakunnátta er mikilvæg fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að gæta hagsmuna Íslands á erlendum vettvangi og þar er góð enskukunnátta lykilatriði. Kunnátta fólks í erlendum tungumálum er þess eðlis að hún ryðgar nema að henni sé haldið við. Þannig stundaði undirrituð bæði háskólanám í Bandaríkjunum og Noregi á sínum yngri árum og talaði og skrifaði bæði málin svo til reiprennandi. Nú, rúmum þrjátíu árum síðar, myndi ekki veita af því að fara á strangt námskeið með góðum leiðbeinendum til að rifja upp gamla takta. Eins og menn kannski vita er ég mikill stuðningsmaður þess að Ísland standi utan ESB. Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu og fagna því að mörg ríki Evrópu telji það farsælasta farveginn fyrir sig og sínar þjóðir. En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga. Ég hjó því sérstaklega eftir ummælum forsætisráðherra um makríldeiluna eftir fundi með ráðamönnum í Brussel. Hann sagði að Ísland væri í mun betri samningsstöðu um makrílinn utan ESB en innan. Ef við værum innan ESB væri Evrópusambandið löngu búið að ákveða lyktir þessa máls án okkar atbeina. Þar hitti hann forsætisráðherra einmitt naglann á höfuðið. Skýrt dæmi um ótvíræða kosti þess að standa utan ESB til að varðveita sjálfstæði okkar og hagsmuni.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar