Blæðingin stöðvuð Elín Hirst skrifar 3. október 2013 06:00 Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 gefur hins vegar fyrirheit um að skorist verði í leikinn og að sjúklingurinn nái fullri heilsu. Í ár munu 30 milljarðar, sem við eigum ekki til, renna úr ríkiskassanum. Eytt hefur verið um efni fram, eins og undanfarin fjögur ár. Peningana verður að taka að láni og ríkissjóður þarf að sjálfsögðu að greiða vexti og afborganir af þessu lánsfé. Vextirnir eru blóðpeningar, svo ég noti áfram sömu myndlíkingu, sem annars gætu farið í mikilvæg verkefni. Ríkissjóður greiðir nú um 70 milljarða í vexti af lánum sínum árlega. Það er eins og nýr Landspítali. Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en venjulegt heimilisbókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf hún að taka bankalán til þess að endar nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að stækka og stöðugt fer meira af heimilistekjunum í vexti og afborganir. En nú hefur fjölskyldan ákveðið að stokka upp spilin til að losna út úr þessum vítahring. Það er alls ekki sársaukalaust. Hugmyndir um að stækka sumarbústaðinn verður að leggja til hliðar, hinni árlegu utanlandsferð er slegið á frest og ýmislegt fleira er gert til að endar nái saman. En með því að ná jöfnuði í heimilisbókhaldinu fær fjölskyldan smátt og smátt meira fé til ráðstöfunar og getur veitt sér ýmsa hluti án þess að taka fyrir því lán. Ný fjárlög fyrir árið 2014 hafa nú verið kynnt. Markmiðið er skýrt, að ná hallalausum ríkisrekstri. Þetta er algjörlega nauðsynlegt að mínu mati. Hagvöxtur á Íslandi er of lítill og fjárfesting sömuleiðis. Hvort tveggja leggur grunn að betri lífskjörum til framtíðar. Núverandi ríkisstjórn er með það efst á blaði að snúa við þessari þróun. Við sem tilheyrum stjórnarliðinu höfum fjögur ár til stefnu til að virkja Ísland til framfara á nýjan leik. Þjóðin á það skilið að við skilum okkar verki vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2014 gefur hins vegar fyrirheit um að skorist verði í leikinn og að sjúklingurinn nái fullri heilsu. Í ár munu 30 milljarðar, sem við eigum ekki til, renna úr ríkiskassanum. Eytt hefur verið um efni fram, eins og undanfarin fjögur ár. Peningana verður að taka að láni og ríkissjóður þarf að sjálfsögðu að greiða vexti og afborganir af þessu lánsfé. Vextirnir eru blóðpeningar, svo ég noti áfram sömu myndlíkingu, sem annars gætu farið í mikilvæg verkefni. Ríkissjóður greiðir nú um 70 milljarða í vexti af lánum sínum árlega. Það er eins og nýr Landspítali. Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en venjulegt heimilisbókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf hún að taka bankalán til þess að endar nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að stækka og stöðugt fer meira af heimilistekjunum í vexti og afborganir. En nú hefur fjölskyldan ákveðið að stokka upp spilin til að losna út úr þessum vítahring. Það er alls ekki sársaukalaust. Hugmyndir um að stækka sumarbústaðinn verður að leggja til hliðar, hinni árlegu utanlandsferð er slegið á frest og ýmislegt fleira er gert til að endar nái saman. En með því að ná jöfnuði í heimilisbókhaldinu fær fjölskyldan smátt og smátt meira fé til ráðstöfunar og getur veitt sér ýmsa hluti án þess að taka fyrir því lán. Ný fjárlög fyrir árið 2014 hafa nú verið kynnt. Markmiðið er skýrt, að ná hallalausum ríkisrekstri. Þetta er algjörlega nauðsynlegt að mínu mati. Hagvöxtur á Íslandi er of lítill og fjárfesting sömuleiðis. Hvort tveggja leggur grunn að betri lífskjörum til framtíðar. Núverandi ríkisstjórn er með það efst á blaði að snúa við þessari þróun. Við sem tilheyrum stjórnarliðinu höfum fjögur ár til stefnu til að virkja Ísland til framfara á nýjan leik. Þjóðin á það skilið að við skilum okkar verki vel.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun