Orkumál: Vantar í umræðuna? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 25. október 2013 06:00 Margar blikur eru á lofti þegar kemur að jákvæðum og neikvæðum þáttum í umræðu um sæstreng til meginlandsins. Í ágætri grein og yfirliti Fréttablaðsins um málefnið og einnig í leiðara 23. október vantar höfuðatriði: Getu orkuauðlinda til að standa bæði undir útflutningi raforku og nýtingu innanlands (að því gefnu að fjögur stóriðjuver starfi eins og nú). Reyndar yfirsést flestum þetta atriði þegar sæstrenginn ber á góma í fjölmiðlum, með sín 500-1000 MW. Staðreyndir eru einfaldar. Með núverandi tækni í jarðhitavinnslu og með nýtingu vatnsorkuvera, eru framleiddar um 17 terawattstundir með afli um það bil 2600 MW. Sennilega er unnt að bæta við, með sæmilegri skynsemi og eftir átök andstæðra sjónarmiða í orkumálum, 1500 til 2000 MW, eftir því sem skýrslur telja, enda hámarksorkuvinnsla þar sögð 30-35 TWst. Kannski minna? Nú er þess að gæta að 500-600 MW þarf til þess að mæta fólksfjölgun og hefðbundnum iðnaði og tækniþróun fram til ársins 2050. Ef til vill er talan í lægsta lagi. Ef gera á Ísland næstum sjálfbært um eldsneyti á vélar (alkóhól, lífdísill, vetni o.s.frv) þarf einhver hundruð megawött á sama tíma. Komi inn gagnaver, nýjar áætlanir um stórfellda matvælavinnslu með jarðhita, og fleira framsækið og í anda nýsköpunar, má gera ráð fyrir að á vanti mörg hundruð megawött. Hvað er þá orðið til skiptanna handa meginlandsbúum?Orkuþörf Íslendinga Rætt er um núverandi umframafl (200-300 MW) sem engum gagnast og henti í sæstreng. Skýringin er annars vegar lítil nýuppbygging í orkukrefjandi iðnaði vegna kreppunnar (nema fiskimjölsverksmiðjur sem búið er að rafvæða að mestu) og sú staðreynd að orkuver á austanverðu landinu eru afar illa tengd orkuverum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Gildir einu hvort menn tali með eða á móti nýjum virkjunum, málmiðjuverum og stækkun þeirra gömlu. Auðvitað verður að ræða á upplýstan hátt um sæstreng í þessu ljósi. Orkuþörf Íslendinga sjálfra næstu 30-60 árin á að vera með í myndinni. Ekki dugar að vísa til djúpborunarverkefnisins (IDDP). Útkoman þar er með öllu óljós. Um leið er kominn tími til að fara í saumana á öðrum orkuvinnsluleiðum svo sem vindorku og sjávarfallaorku. Vindorkuver sæta gagnrýni, ekki aðeins fyrir stærð og sjónmengun, heldur mun fremur fyrir að vera ekki sérlega vistvæn. Ástæðan er sú að menn hafa tekið til við að greina lífsferil plast- og málmrisanna, þ.e. kostnað og umhverfisáhrif þeirra frá „vöggu til grafar“ og með tilliti til endingartíma. Þau spil verður að leggja á borðið samhliða sjálfsögðum og áhugaverðum prófunum á Íslandi sem nú fara fram. Sennilega er tíföld sú orka fólgin í sjávarstraumum við Ísland sem fyrirfinnst með núverandi tækni á landi. Tilraunir með nýja, íslenska gerð hverfla til að knýja rafala á kafi í sjó eru áhugaverðar og þarfnast meiri stuðnings. Sama má segja um svokallaðar varmadælur sem henta stökum byggingum víða um land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Margar blikur eru á lofti þegar kemur að jákvæðum og neikvæðum þáttum í umræðu um sæstreng til meginlandsins. Í ágætri grein og yfirliti Fréttablaðsins um málefnið og einnig í leiðara 23. október vantar höfuðatriði: Getu orkuauðlinda til að standa bæði undir útflutningi raforku og nýtingu innanlands (að því gefnu að fjögur stóriðjuver starfi eins og nú). Reyndar yfirsést flestum þetta atriði þegar sæstrenginn ber á góma í fjölmiðlum, með sín 500-1000 MW. Staðreyndir eru einfaldar. Með núverandi tækni í jarðhitavinnslu og með nýtingu vatnsorkuvera, eru framleiddar um 17 terawattstundir með afli um það bil 2600 MW. Sennilega er unnt að bæta við, með sæmilegri skynsemi og eftir átök andstæðra sjónarmiða í orkumálum, 1500 til 2000 MW, eftir því sem skýrslur telja, enda hámarksorkuvinnsla þar sögð 30-35 TWst. Kannski minna? Nú er þess að gæta að 500-600 MW þarf til þess að mæta fólksfjölgun og hefðbundnum iðnaði og tækniþróun fram til ársins 2050. Ef til vill er talan í lægsta lagi. Ef gera á Ísland næstum sjálfbært um eldsneyti á vélar (alkóhól, lífdísill, vetni o.s.frv) þarf einhver hundruð megawött á sama tíma. Komi inn gagnaver, nýjar áætlanir um stórfellda matvælavinnslu með jarðhita, og fleira framsækið og í anda nýsköpunar, má gera ráð fyrir að á vanti mörg hundruð megawött. Hvað er þá orðið til skiptanna handa meginlandsbúum?Orkuþörf Íslendinga Rætt er um núverandi umframafl (200-300 MW) sem engum gagnast og henti í sæstreng. Skýringin er annars vegar lítil nýuppbygging í orkukrefjandi iðnaði vegna kreppunnar (nema fiskimjölsverksmiðjur sem búið er að rafvæða að mestu) og sú staðreynd að orkuver á austanverðu landinu eru afar illa tengd orkuverum á sunnan- og suðvestanverðu landinu. Gildir einu hvort menn tali með eða á móti nýjum virkjunum, málmiðjuverum og stækkun þeirra gömlu. Auðvitað verður að ræða á upplýstan hátt um sæstreng í þessu ljósi. Orkuþörf Íslendinga sjálfra næstu 30-60 árin á að vera með í myndinni. Ekki dugar að vísa til djúpborunarverkefnisins (IDDP). Útkoman þar er með öllu óljós. Um leið er kominn tími til að fara í saumana á öðrum orkuvinnsluleiðum svo sem vindorku og sjávarfallaorku. Vindorkuver sæta gagnrýni, ekki aðeins fyrir stærð og sjónmengun, heldur mun fremur fyrir að vera ekki sérlega vistvæn. Ástæðan er sú að menn hafa tekið til við að greina lífsferil plast- og málmrisanna, þ.e. kostnað og umhverfisáhrif þeirra frá „vöggu til grafar“ og með tilliti til endingartíma. Þau spil verður að leggja á borðið samhliða sjálfsögðum og áhugaverðum prófunum á Íslandi sem nú fara fram. Sennilega er tíföld sú orka fólgin í sjávarstraumum við Ísland sem fyrirfinnst með núverandi tækni á landi. Tilraunir með nýja, íslenska gerð hverfla til að knýja rafala á kafi í sjó eru áhugaverðar og þarfnast meiri stuðnings. Sama má segja um svokallaðar varmadælur sem henta stökum byggingum víða um land.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun