Byltingin étur börnin sín Ísak Rúnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þarna sátu þeir vígreifir og glaðir, búnir að útvega fé og útfæra stærstu aðgerð í sögu fyrirgreiðslupólitíkur á Íslandi, á þessari stundu voru þeir ótvíræðir sigurvegarar. Og undirritaðir, sem héldu að það besta við niðurfellingarloforðið væri óframkvæmanleiki þess, vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. En hvað veldur svo hatrammri andúð á þessum fyrirætlunum? Búsáhaldabyltingin markar ótvírætt forsögu þessa máls. Fólk var ósátt við stöðu mála og vildi úrbætur. Fólk taldi skjaldborgina ekki nógu góða en að lokum eru þeir komnir, þessir bræður, sem telja sig vera að bjarga íslenskri þjóð.Ef allt fer á besta veg… Þá búum við ennþá í landi þar sem skuldir ríkissjóðs eru yfirdrifnar, ennþá verður heilbrigðiskerfið rjúkandi rústir og ennþá mun menntakerfið halda áfram að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Væri ekki sanngjarnast að nýta fjármuni þjóðarinnar þannig að allir fái notið en ekki einungis þeir sem tóku lán?Ef allt fer á versta veg… Þá er skatturinn ekki einu sinni löglegur. Það verða engar tekjur á móti niðurfellingunni, skuldir ríkissjóðs aukast um að minnsta kosti áttatíu milljarða í viðbót. Nýtt verðbólguskot myndast vegna aukningar á ráðstöfunartekjum sem mun þá aftur hækka húsnæðislánin. Á þá aftur að fella niður skuldir vegna nýs forsendubrests?Ábyrgð á eigin ákvörðunum Sannleikurinn, þó erfiður kunni að reynast, er sá að fólk samþykkti sjálft lánin og forsendur þeirra. Forsendurnar um að húsnæðislánin væru verðtryggð og þar með væri verðlagsáhættan í höndum lántakans. Að auki er gefið að Ísland er verðbólguland. Þegar dýrtíð ríður yfir verða hér verðbólguskot. Þegar öllu er á botninn hvolft hafði fólk val, það gat kannski ekki ráðið forsendunum, en það gat valið hversu stórt húsnæðið og hátt lánið ætti að vera eða einfaldlega leigt. Ekki má heldur gleyma því að eignirnar á bak við, sjálfar fasteigninar, fylgja til langs tíma litið almennu verðlagi.Slæmt fordæmi Hvaða fordæmi setja svona aðgerðir? Geta lántakendur ekki gert ráð fyrir því héðan í frá að þeim verði bjargað fyrir horn næst fyrst þeir þurftu ekki að axla ábyrgð á lánunum sína núna? Sérstaklega ef nógu margir taka nógu há lán á sama tíma, verður verðbólgan þá ekki alltaf forsendubrestur? Þá er líklegt að fólk taki sífellt stærri og fleiri fasteignalán og að ný fasteignabóla myndist.Skuldunum velt á komandi kynslóðir Á endanum er þetta ekki einu sinni flokkspólitískt mál, þetta snýst um það hvort fólk geti virkilega horft í augu barnanna sinna og sagt: Þið munið borga okkar skuldir. Því skuldir ríkissjóðs eru enn 1.788 milljarðar króna. Ekki er þó ætlun okkar að áfellast þá sem lánin tóku. Fæstir geta hreinskilnislega sagt að þeir hafi gert ráð fyrir því að harðna mundi í ári og þess vegna komu þeir sér ekki upp varasjóði. Slæmu lántökurnar voru skiljanleg mistök, en engu að síður mistök þeirra sem lánin tóku. Það er ekki sanngjarnt að velta ábyrgðinni yfir á ungt fólk og ófætt.Úrslitin liggja fyrir Það verða engir sigurvegarar í niðurfellingaraðgerðunum, aðeins er verið að fría sig ábyrgð og henni velt yfir á komandi kynslóðir. Fyrst og fremst þess vegna getum við sem þjóð ekki leyft þeim að ná fram að ganga. Byltingin má ekki éta börnin okkar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun