Er þetta einmitt sú veröld sem ég vil? Unnur Tryggvadóttir Flóvenz skrifar 26. maí 2014 15:10 Það kannast kannski margir við ljóðlínuna „og seinna börnin segja: þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” úr laginu Áfram stelpur! Þetta lag hef ég sungið hátt og snjallt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar enda er þetta frábær textasmíð eftir þau Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján Jónsson. En er þetta „seinna”, þar sem börnin segja að þetta sé einmitt sú veröld sem þau vilja, komið? Þegar þetta lag var sungið og spilað á Kvennafrídeginum 24. október árið 1975 var ég ekki fædd svo ég reikna með að ég sé sú kynslóð sem sungið er um í laginu og ég veit hvernig veröld ég vil. Ég vil búa í veröld þar sem konur þurfa ekki að fara í lengra fæðingarorlof til þess að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þar til barnið fer á leikskóla. Ég vil búa í veröld þar sem 3,25% kynbundinn launamunnur hjá starfsmönnum bæjarins míns verður að engu. Ég vil búa í veröld þar sem sterkar fyrmyndir af báðum kynjum eru leiðandi í íþrótta- og menningarstarfsemi, í skólakefinu og stjórnsýslu. Ég vil búa í veröld þar sem klám er ekki viðmið unglinga um hvernig kynlíf á að vera. En er þetta sú veröld sem ég bý í? Nei augljóslega ekki EN við getum gert eitthvað í þessu. Við getum útrýmt kynbundum launamun ef við ætlum okkur það og við getum komið upp kerfi sem brúar bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég er ekki að segja að það verði gert í dag og á morgun, en við þurfum að þora að breya hugsunarhætti okkar. Lykilatriðið til þess að breyta þessum hugsunarhætti er að kenna kynjafræði allan grunnskólann. Eins og staðan er núna þá er hún kennd í nokkrum framhaldsskólum sem er ein stærsta framför sem átt hefur sér stað í jafnréttisfræðslu lengi að mínu mati. En þó svo að þessu marki sé náð þá megum við ekki láta staðar numið og gleyma okkur. Við megum ekki detta í þá gryfju sem margir af minni kynslóð eru dottnir í og halda að jafnrétti sé náð. Því staðan er ekki þannig. Að hefja kynjafræðikennslu í grunnskóla áður en að börnin komast á unglinsárin er mikilvægt. Við verðum að kenna börnunum að strákar eigi ekki endilega að vera stórir og sterkir, vera riddarinn á hvíta hestinum og að þeir megi eða jafnvel eigi að tala niður til stelpna. Við verðum líka að kenna stelpunum að við getum alveg gert allskonar sjálfar og þurfum ekki riddara á hvítum hesti, að þær megi segja skoðun sína, og að við eigum ekki að vera sætar og fínar og undirgefnar. Við verðum að koma þessum skilaboðum til skila áður en klámið kemur sínum boðskap kirfilega fyrir í hugum unglinga. Við megum ekki láta klámmenninguna verða að útbreiddustu þekkingarfærði unglinga um hlutverk kynjanna og ýta undir það að klámkynslóðin verði að klámkynslóðunum í fleirtölu. Í haust fór ég á fyrirlestur á menntaviku Háskóla Íslands hjá Andreu Hjálmsdóttur lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Eftir fyrirlesturinn leið mér eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Í fyrirlestrinum kynnti Andrea rannsókn á hugmyndum krakka í 10. bekk um hefðbundin karla- og kvennastörf og niðurstaðan var sláandi. Frá árinu 1992, þegar sambærileg rannsókn var gerð, hafa íslenskir unglingar tekið skref aftur á bak og þá sérstaklega stelpur. Árið 2006 gerðu Andrea Hjálmsdóttir og Þóroddur Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, framhald af rannsókninni frá 1992. Niðurstöðurnar voru verri árið 2006 en árið 1992 og þá voru stelpurnar að verða íhaldssamari og komust nær strákunum sem voru íhaldssamari árin 1992 og 2006. Andrea lagði svo aðra samanburðarkönnun fyrir sama aldurshóp árið 2011og þá var niðurstaðan enn verri. Stelpurnar eru sífellt að færast nær strákunum í íhaldsömum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Þetta er sláandi en því miður endurspeglar þetta raunveruleikann. Mín kynslóð heldur að jafnrétti kynjanna sé náð. Ef þróunin heldur áfram svona er spurning hvenær börnin segja „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” Þess vegna tel ég það mikilvægt að Kópavogsbær sýni frumkvæði í því að innleiða kynjafræðikennslu inn í grunnskóla bæjarins og sýni þannig gott fordæmi sem önnur sveitarfélög geta horft til. Ég vil ekki að börnin mín þurfi að spyrja sig „hvenær verða allir menn taldir menn, með sömu störf og líka sömu laun” heldur geti þau sungið hátt og skýrt: „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það kannast kannski margir við ljóðlínuna „og seinna börnin segja: þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” úr laginu Áfram stelpur! Þetta lag hef ég sungið hátt og snjallt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar enda er þetta frábær textasmíð eftir þau Dagnýju Kristjánsdóttur og Kristján Jónsson. En er þetta „seinna”, þar sem börnin segja að þetta sé einmitt sú veröld sem þau vilja, komið? Þegar þetta lag var sungið og spilað á Kvennafrídeginum 24. október árið 1975 var ég ekki fædd svo ég reikna með að ég sé sú kynslóð sem sungið er um í laginu og ég veit hvernig veröld ég vil. Ég vil búa í veröld þar sem konur þurfa ekki að fara í lengra fæðingarorlof til þess að brúa bilið frá fæðingarorlofi og þar til barnið fer á leikskóla. Ég vil búa í veröld þar sem 3,25% kynbundinn launamunnur hjá starfsmönnum bæjarins míns verður að engu. Ég vil búa í veröld þar sem sterkar fyrmyndir af báðum kynjum eru leiðandi í íþrótta- og menningarstarfsemi, í skólakefinu og stjórnsýslu. Ég vil búa í veröld þar sem klám er ekki viðmið unglinga um hvernig kynlíf á að vera. En er þetta sú veröld sem ég bý í? Nei augljóslega ekki EN við getum gert eitthvað í þessu. Við getum útrýmt kynbundum launamun ef við ætlum okkur það og við getum komið upp kerfi sem brúar bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ég er ekki að segja að það verði gert í dag og á morgun, en við þurfum að þora að breya hugsunarhætti okkar. Lykilatriðið til þess að breyta þessum hugsunarhætti er að kenna kynjafræði allan grunnskólann. Eins og staðan er núna þá er hún kennd í nokkrum framhaldsskólum sem er ein stærsta framför sem átt hefur sér stað í jafnréttisfræðslu lengi að mínu mati. En þó svo að þessu marki sé náð þá megum við ekki láta staðar numið og gleyma okkur. Við megum ekki detta í þá gryfju sem margir af minni kynslóð eru dottnir í og halda að jafnrétti sé náð. Því staðan er ekki þannig. Að hefja kynjafræðikennslu í grunnskóla áður en að börnin komast á unglinsárin er mikilvægt. Við verðum að kenna börnunum að strákar eigi ekki endilega að vera stórir og sterkir, vera riddarinn á hvíta hestinum og að þeir megi eða jafnvel eigi að tala niður til stelpna. Við verðum líka að kenna stelpunum að við getum alveg gert allskonar sjálfar og þurfum ekki riddara á hvítum hesti, að þær megi segja skoðun sína, og að við eigum ekki að vera sætar og fínar og undirgefnar. Við verðum að koma þessum skilaboðum til skila áður en klámið kemur sínum boðskap kirfilega fyrir í hugum unglinga. Við megum ekki láta klámmenninguna verða að útbreiddustu þekkingarfærði unglinga um hlutverk kynjanna og ýta undir það að klámkynslóðin verði að klámkynslóðunum í fleirtölu. Í haust fór ég á fyrirlestur á menntaviku Háskóla Íslands hjá Andreu Hjálmsdóttur lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Eftir fyrirlesturinn leið mér eins og ég hefði verið slegin í andlitið með blautri tusku. Í fyrirlestrinum kynnti Andrea rannsókn á hugmyndum krakka í 10. bekk um hefðbundin karla- og kvennastörf og niðurstaðan var sláandi. Frá árinu 1992, þegar sambærileg rannsókn var gerð, hafa íslenskir unglingar tekið skref aftur á bak og þá sérstaklega stelpur. Árið 2006 gerðu Andrea Hjálmsdóttir og Þóroddur Bjarnason, prófessor við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, framhald af rannsókninni frá 1992. Niðurstöðurnar voru verri árið 2006 en árið 1992 og þá voru stelpurnar að verða íhaldssamari og komust nær strákunum sem voru íhaldssamari árin 1992 og 2006. Andrea lagði svo aðra samanburðarkönnun fyrir sama aldurshóp árið 2011og þá var niðurstaðan enn verri. Stelpurnar eru sífellt að færast nær strákunum í íhaldsömum hugmyndum um hlutverk kynjanna. Þetta er sláandi en því miður endurspeglar þetta raunveruleikann. Mín kynslóð heldur að jafnrétti kynjanna sé náð. Ef þróunin heldur áfram svona er spurning hvenær börnin segja „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil” Þess vegna tel ég það mikilvægt að Kópavogsbær sýni frumkvæði í því að innleiða kynjafræðikennslu inn í grunnskóla bæjarins og sýni þannig gott fordæmi sem önnur sveitarfélög geta horft til. Ég vil ekki að börnin mín þurfi að spyrja sig „hvenær verða allir menn taldir menn, með sömu störf og líka sömu laun” heldur geti þau sungið hátt og skýrt: „þetta er einmitt sú veröld sem ég vil”!
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun