"Fýlupúkinn“ Jónas Björgvin: Fólk "dílar“ mismunandi við hlutina í lífinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 11:18 Þórsarinn Jónas Björgvin Sigurbergsson virtist fara í fýlu þegar hann var tekinn af velli í leik Stjörnunnar og Þórs í Pepsi-deildinni í gær en þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlunum og var einnig tekið fyrir í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Páll Viðar Gíslason tók Jónas Björgvin af velli á 68. mínútu leiksins en staðan var þá 1-1. Stjörnumenn tryggðu sér sigurinn með marki úr umdeildri aukaspyrnu í uppbótartíma. En hvað var í gangi hjá Jónasi þegar hann var tekinn af velli?. „Það var ekkert í gangi þannig séð. Ég var bara ósáttur með að vera tekinn útaf og fólk „dílar" mismunandi við hlutina í lífinu. Ég ákvað að fara afsíðis og hugsa aðeins en ég sat þarna líka og var að teygja. Það er líka auðvelt að taka hlutina úr samhengi þegar það er tekin mynd í nokkrar sekúndur af fimm mínútum," sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson þegar Vísir heyrði í honum í dag.Umræðan um Jónas Björgvin í Pepsi-mörkunum er aðgengileg hér fyrir ofan. Jónas Björgvin var þarna í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan á móti Breiðabliki 2. júlí síðastliðinn. „Ég spilaði nánast ekkert í júlí. Ég spilaði mikið í byrjun móts en síðan datt ég út í síðustu leikjum. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Hann velur liðið og ég var ekki einn af þeim ellefu sem hann taldi henta í þessa leiki. Ég kom inn í gær og ég vona að ég hafi gefið honum einhvern höfuðverk fyrir næsta leik," sagði Jónas Björgvin. En skammaði Páll Viðar þjálfari hann eitthvað eftir leikinn? „Palli skammaði mig ekki enda hefði það verið algjör óþarfi. Menn eiga ekki að vera að gera úlfalda úr mýflugu," segir Jónas Björgvin sem var fljótur til að gera grín af þessu sjálfur á samfélagsmiðlum.„Fólk nærist á einhverju svona, að taka einhverja manneskju fyrir og reyna að vera leiðinleg. Ég hef bara að gaman af þessu. Ég var alls ekki í fýlu. Maður sér oft fólk verða pirrað og þetta var bara ástríða fyrir leiknum," sagði Jónas. Hann segir að það sem var svekkjandi fyrir Þórsara var að missa frá sér stigið í lokin. „Það var grátlegt og fáránlega pirrandi en hefur svolítið verið okkar saga í sumar," sagði Jónas en er Þórsliðið að fá of mikla gagnrýni? „Nei, alls ekki. Að fá gagnrýni er bara partur af því að spila í Pepsi-deildinni. Oft er eins og það sé verið að sparka í liggjandi mann en ég tek ekkert eftir því að það sé verið að gagnrýna önnur lið of mikið. Þetta er bara partur af leiknum," segir Jónas. Þórsliðið er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Nú verðum við að gera eins og þegar við höfum verið að ná í þessa þrjá punkta. Við þurfum að þjappa okkur saman og fara út í hvern einasta leik eins og hann sé sá síðasti. Það er nóg af punktum eftir þótt að fólk sé búið að afskrifa okkur. Við verðum þeir síðustu til afskrifa okkur," sagði Jónas en ætlar hann að haga sér öðruvísi þegar hann verður tekinn útaf næst? „Ég hugsa að ég labbi bara á bekkinn," svaraði Jónas Björgvin hlæjandi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Þórsarinn Jónas Björgvin Sigurbergsson virtist fara í fýlu þegar hann var tekinn af velli í leik Stjörnunnar og Þórs í Pepsi-deildinni í gær en þetta vakti mikla athygli á samfélagsmiðlunum og var einnig tekið fyrir í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi. Páll Viðar Gíslason tók Jónas Björgvin af velli á 68. mínútu leiksins en staðan var þá 1-1. Stjörnumenn tryggðu sér sigurinn með marki úr umdeildri aukaspyrnu í uppbótartíma. En hvað var í gangi hjá Jónasi þegar hann var tekinn af velli?. „Það var ekkert í gangi þannig séð. Ég var bara ósáttur með að vera tekinn útaf og fólk „dílar" mismunandi við hlutina í lífinu. Ég ákvað að fara afsíðis og hugsa aðeins en ég sat þarna líka og var að teygja. Það er líka auðvelt að taka hlutina úr samhengi þegar það er tekin mynd í nokkrar sekúndur af fimm mínútum," sagði Jónas Björgvin Sigurbergsson þegar Vísir heyrði í honum í dag.Umræðan um Jónas Björgvin í Pepsi-mörkunum er aðgengileg hér fyrir ofan. Jónas Björgvin var þarna í byrjunarliðinu í fyrsta sinn síðan á móti Breiðabliki 2. júlí síðastliðinn. „Ég spilaði nánast ekkert í júlí. Ég spilaði mikið í byrjun móts en síðan datt ég út í síðustu leikjum. Þetta er bara ákvörðun þjálfarans. Hann velur liðið og ég var ekki einn af þeim ellefu sem hann taldi henta í þessa leiki. Ég kom inn í gær og ég vona að ég hafi gefið honum einhvern höfuðverk fyrir næsta leik," sagði Jónas Björgvin. En skammaði Páll Viðar þjálfari hann eitthvað eftir leikinn? „Palli skammaði mig ekki enda hefði það verið algjör óþarfi. Menn eiga ekki að vera að gera úlfalda úr mýflugu," segir Jónas Björgvin sem var fljótur til að gera grín af þessu sjálfur á samfélagsmiðlum.„Fólk nærist á einhverju svona, að taka einhverja manneskju fyrir og reyna að vera leiðinleg. Ég hef bara að gaman af þessu. Ég var alls ekki í fýlu. Maður sér oft fólk verða pirrað og þetta var bara ástríða fyrir leiknum," sagði Jónas. Hann segir að það sem var svekkjandi fyrir Þórsara var að missa frá sér stigið í lokin. „Það var grátlegt og fáránlega pirrandi en hefur svolítið verið okkar saga í sumar," sagði Jónas en er Þórsliðið að fá of mikla gagnrýni? „Nei, alls ekki. Að fá gagnrýni er bara partur af því að spila í Pepsi-deildinni. Oft er eins og það sé verið að sparka í liggjandi mann en ég tek ekkert eftir því að það sé verið að gagnrýna önnur lið of mikið. Þetta er bara partur af leiknum," segir Jónas. Þórsliðið er í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar sex stigum frá öruggu sæti þegar sjö umferðir eru eftir af mótinu. „Nú verðum við að gera eins og þegar við höfum verið að ná í þessa þrjá punkta. Við þurfum að þjappa okkur saman og fara út í hvern einasta leik eins og hann sé sá síðasti. Það er nóg af punktum eftir þótt að fólk sé búið að afskrifa okkur. Við verðum þeir síðustu til afskrifa okkur," sagði Jónas en ætlar hann að haga sér öðruvísi þegar hann verður tekinn útaf næst? „Ég hugsa að ég labbi bara á bekkinn," svaraði Jónas Björgvin hlæjandi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Chuck: Gamall blindur maður myndi standa sig betur Chukwudi Chijindu var gríðarlega óánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Stjörnunnar og Þórs í kvöld en hann skellti sér á Twitter eftir leikinn. 11. ágúst 2014 22:45
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Þór 2-1 | Dramtískur sigur Stjörnunnar Stjarnan lyfti sér upp að hlið FH á toppi Pepsí deildar karla í fótbolta með því að leggja botnlið Þór 2-1 að velli. Sigurmarkið kom úr síðustu spyrnu leiksins beint úr aukaspyrnu. 11. ágúst 2014 15:39