Innlent

Fjórir af hverjum fimm hlynntir ætluðu samþykki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar eru mjög hlynntir ætluðu samþykki.
Íslendingar eru mjög hlynntir ætluðu samþykki. vísir/afp
Mikill meirihluti Íslendinga, eða rúmlega áttatíu prósent, er hlynntur því að gert verði ráð fyrir ætluðu samþykki til líffæragjafa. Þetta kemur fram í nýrri könnun, en niðurstöður hennar eru birtar í Læknablaðinu sem kom út í dag. Samkvæmt núgildandi lögum er gert ráð fyrir ætlaðri neitun.

Konur voru líklegri til að vera hlynntar ætluðu samþykki en karlar, 85% á móti 76%. Karlar voru helmingi líklegri til að vera hlutlausir eða andvígir. Þeir sem voru yngri voru líklegri til að vera hlynntir frumvarpinu en ekki reyndist vera marktækur munur á viðhorfi eftir tekjum, búsetu eða menntun.



Helmingi fleiri þeirra sem áttu einhvern náinn sér sem þegið hafði líffæri voru að öllu leyti hlynntir lagasetningu.

Frumvarp um ætlað samþykki til líffæragjafa hefur verið lagt fram á Alþingi, en var ekki samþykkt sem lög.  Í lögum sem gera ráð fyrir ætlaðri neitun (informed consent) er gert ráð fyrir því að einstaklingurinn sé ekki líffæragjafi nema hann hafi útfyllt þar til gerða viljayfirlýsingu um að gefa líffæri sín eftir andlát (opt-in). Vandamálið er að þegar treyst er á þess háttar þvingunarlausa fórnfýsi geta framtaksleysi og seinlæti valdið því að fjöldi gjafa verður miklum mun minni en vilji fólks stendur til í raun. Það veldur því einnig að ákvörðunin lendir oftast á aðstandendum sem vita kannski ekki vilja ástvinar síns eða eru skiljanlega undir miklu álagi á þeirri stundu þegar ákvörðunin þarf að vera tekin.



Rannsóknin var þversniðsrannsókn með spurningalista. Þýðið var Íslendingar 18 ára og eldri af öllu landinu og var notast við póstlista frá Capacent Gallup. Í úrtakinu lentu 1400 manns og var svarhlutfall 63%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×