Forsætisráðherra fagnaði afmæli eiginkonunnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. desember 2014 20:37 Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún. Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur atkvæðagreiðslu um fjárlög á Alþingi í gær. En hann sé líka fjölskyldumaður og hafi verið að sinna viðburði í fjölskyldunni sem hún telji að allir hafi skilning á. Atkvæðagreiðslur að lokinni annarri umræðu um fjárlög tók sex og hálfa klukkustund hér á Alþingi í gær og hafa slíkar atkvæðagreiðslur aldrei tekið eins langan tíma frá því rafrænar atkvæðagreiðslur voru teknar upp á þinginu árið 1991. Undir lok atkvæðagreiðslunnar í gærkveldi gerðu þingmenn stjórnarandstöðunnar alvarlegar athugasemdir við fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. „Forsætisráðherra er ekki hér. Hann hefur borið á góma hér nokkrum sinnum í tengslum við grænt hagkerfi, kostnað við aðstoðarmenn og ýmis konar undirhlaðning undir eigið embætti. Ég vil spyrja hæstvirtan forseta; er forsætisráðherra erlendis og er hann þá þar í opinberum erindagjörðum,“ spurði Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Margir þingmenn tóku undir gagnrýni hennar á fjarveru. „Forseta er kunnugt um að hæstvirtur forsætisráðherra er erlendis en hefur ekki aflað sér upplýsinga um erindi hæstvirts forsætisráðherra og er ekki vanur því svosem að gera það þegar um er að ræða fjarvistir einstakra háttvirtra þingmanna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður forsætisráðherra upplýsti fréttastofuna hins vegar um að forsætisráðherra væri í stuttri ferð til útlanda í tilefni fertugsafmælis eiginkonu sinnar. Samkvæmt heimildum fóru þau til útlanda á sunnudag en eiginkonan átti afmæli á þriðjudag. Fjárlagafrumvarp er alla jafna stærsta mál hverrar ríkisstjórnar þar sem helstu stefnumál hennar ná fram að ganga. „Það er líka rétt hjá þér að það hefði verið mjög æskilegt að forsætisráðherra hefði verið viðstaddur. Samkvæmt okkar starfsáætlun þá átti annarri umræðu að vera lokið þegar hann hefur eflaust skipulagt sína för. Hann er fjölskyldumaður. Það var viðburður í fjölskyldu hans sem hann hefur viljað halda upp á og ég held að allir skilji það á aðventunni að menn sinni líka sinni fjölskyldu eitthvað,“ segir Sigrún Magnúsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Flestir þingmenn vita hins vegar að afar erfitt er að gera áætlanir utan þings vegna árlegra anna á þinginu fyrir jól. „Jú við lifum á vinnustað sem að sem nokkur óvissa ríkir á. En eins og ég segi; starfsáætlun hefur haldið nokkuð en raskaðist akkúrat varðandi þetta. Annars hefur hún haldið í haust. Þannig að hann var búinn að gera þessi plön og ég bara virði við hann að hann hugsi um fjölskyldu sína öðru hvoru. Hann er í þannig starfi að það gefast afar fáar stundir með henni,“ segir Sigrún.
Alþingi Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent