Körfubolti

Bestir í Brooklyn: Spilum öðruvísi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már hefur verið öflugur í síðustu leikjum LIU-háskólans.
Elvar Már hefur verið öflugur í síðustu leikjum LIU-háskólans. Mynd/Skjáskot
Körfuboltakapparnir og vinirnir Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson, sem spila með liði LIU-háskólans í Brooklyn, verða til umfjöllunar í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport í dag, jóladag.

Svali Björgvinsson, körfuboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sport, tók hús á strákunum og sá þá m.a. spila í Madison Square Garden.

Í myndskeiðinu hér að neðan ræðir Svali við Martin og Elvar um þann góða leikskilning sem þeir búa yfir, sem hjálpar þeim í baráttunni við stærri og sterkari menn.

Þátturinn hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport í kvöld.


Tengdar fréttir

Elvar með flottan leik í fyrsta sigri LIU Brooklyn

Elvar Már Friðriksson átti mjög flottan leik í nótt þegar lið hans og Martins Hermannssonar, LIU Brooklyn, vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í bandaríska háskólaboltanum.

Naumt tap hjá Elvari og Martin

LIU Brooklyn Blackbirds varð að sætta sig við fimmta tapið í jafn mörgum leikjum í bandaríska háskóla körfuboltanum þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Lehigh Mountain Hawks 80-76.

Elvar valinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni

Elvar Már Friðriksson er búinn að vinna sín fyrstu einstaklingsverðlaun með LIU Brooklyn í bandaríska háskólakörfuboltanum en hann var kosinn besti nýliði vikunnar í NEC-deildinni (Northeast Conference).

Martin skoraði sigurkörfu LIU Brooklyn í nótt - 34 íslensk stig

Elvar Már Friðriksson var stigahæstur hjá LIU Brooklyn í nótt þegar liðið fagnaði sínum fjórða sigri í röð nú eftir 73-72 sigur á New Hampshire í framlengdum leik. Það var hinsvegar Martin Hermannsson sem skoraði sigurkörfuna.

Bestir í Brooklyn: Svokallað jarðskjálftatroð

Körfuboltakapparnir og vinirnir Martin Hermannsson og Elvar Már Friðriksson, sem spila með liði LIU-háskólans í Brooklyn, verða til umfjöllunar í sérstökum þætti á Stöð 2 Sport á jóladag.

Martin enn ískaldur og LIU Brooklyn tapaði fjórða leiknum í röð

LIU Brooklyn, lið þeirra Elvars Más Friðrikssonar og Martins Hermannssonar, er enn án sigurs í bandaríska háskólaboltanum en liðið tapaði með 14 stigum á móti Temple í gær, 54-70. LIU Brooklyn hefur þar með tapaði fjórum fyrstu leikjum sínum með Elvar og Martin innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×