Makríll og rækja, einstakt tækifæri til þjóðarsáttar Bolli Héðinsson skrifar 1. apríl 2014 07:00 Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarðardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tækifæri til að stíga fyrstu skrefin í að skapa sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar þessar tegundir koma brátt til kvótaúthlutunar svo sögulega tækifærið skapast vegna takmarkaðrar veiðireynslu undangenginna ára og því ekki til neins að vísa í fortíð við úthlutun aflaheimilda til framtíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinnar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu um framhald þessara veiða næstu árin væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára í senn.Nákvæmar útfærslur kvótauppboða Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og makrílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugsaðar en krefjast eftirlits af hálfu hins opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa. Verði síðan haldið áfram á braut útboða veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta reynslu sem fengin er víða að úr veröldinni um hvað beri að varast og hvernig slíkum útboðum yrði best fyrir komið án nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana? Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta þann kvóta sem boðinn verður út. Ekkert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot við þessar aðgerðir þar sem við getum væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra leyfir. Íslenskar útgerðir munu á komandi makrílvertíð með glöðu geði greiða Færeyingum og Grænlendingum svimandi háar fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan makrílkvóta við Ísland án endurgjalds? Útboð á heimildum til makrílveiða við Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð. Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti þeim?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar