Hvar urðu Sjálfstæðisflokkur og markaðslausnir viðskila? Bolli Héðinsson skrifar 30. apríl 2014 07:00 Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Þeir væru stoltir og glaðir höfundar þriðju fimm-ára áætlunar Sovétríkjanna ef þeir sæju frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Þeir væru himinlifandi yfir því hvernig lærisveinar þeirra í ríkisstjórninni hyggjast reikna út og stýra samfélaginu út frá áætluðum tölum um kostnað, álögur og hagnað útgerðarinnar í stað þess að nýta hin einföldu skilaboð markaðarins um hvað hvert fyrirtæki treystir sér til að greiða í leigugjald fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Ef við leigjum íbúð fyrir fjölskylduna þurfum við að standa skil á umsaminni húsaleigu. Þótt illa standi á hjá okkur, þá verðum við engu að síður að standa skil á húsaleigunni. Það er einfaldlega fjárhæðin sem við féllumst á að borga þegar við gerðum húsaleigusamninginn. Ef við höfum ekki efni þá þýðir lítið að fara til leigusalans og krefjast þess að fá leiguna lækkaða, það eru nægir aðrir um að vilja taka húsnæðið á leigu.Leigugjaldið renni til byggðanna Þannig er því líka farið með sjávarútveginn. Ef þeir útgerðarmenn sem nú eru handhafar kvóta geta ekki greitt leigugjaldið fyrir auðlindina, þá ættu þeir að snúa sér að einhverju öðru því það eru nægir aðrir um að veiða fiskinn í sjónum en núverandi útgerðir sem telja sig ekki geta greitt. Hinn gamalkunni hræðsluáróður um sjávarbyggðir sem standa tæpt er þegar tekinn að hljóma og þess vegna þurfi að lækka veiðigjöld útgerðarinnar enn frekar en orðið er. Við þessum hræðsluáróðri er einfalt svar, látum tekjur veiðigjaldsins renna til byggðarlaganna þannig að sveitarfélög sem óttast afleiðingar auðlindagjaldsins geti einfaldlega ráðstafað því sem kemur í þeirra hlut til að styrkja atvinnuuppbyggingu hjá sér hvort sem það yrði sjávarútvegur eða eitthvað annað. Þeir útgerðarmenn sem fá afhentan makrílkvótann við Ísland á silfurfati munu ekki telja það eftir sér að greiða háar fjárhæðir fyrir makrílinn við Grænland eða Færeyjar þótt ekki komi til greina af þeirra hálfu að borga fyrir kvótann á Íslandsmiðum. Leiguverð kvótans við Grænland og Færeyjar ræðst af lögmáli framboðs og eftirspurnar, lögmáli sem ríkisstjórnarflokkarnir á Íslandi kjósa að nota ekki en styðjast þess í stað við reikniaðferðir frá Ráðstjórnarríkjunum.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar