Til hagsbóta fyrir heimilin Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í dag, 1. júlí, tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína en Ísland var fyrst ríkja Evrópu til að undirrita fríverslunarsamning við Kína. Felur samningurinn í sér sóknarfæri fyrir Íslendinga og íslensk fyrirtæki og samstarfsmöguleika við þá þjóð sem er í hvað örustum vexti. Millistétt Kínverja er talin vera stærri en sem nemur heildarfjölda Bandaríkjamanna og nærri því að taka fram úr þeim sem stærsta hagkerfi heims. Mikið hefur verið rætt um tækifæri til útflutnings í tengslum við samninginn en hann mun ekki síður gagnast heimilunum. Á undanförnum misserum hefur t.d. netverslun frá Kína stóraukist og er nú meira er flutt til Íslands frá vefsíðunni Aliexpress en Ebay. Það á ekki hvað síst við mikið af þeim fatnaði og skótaui sem flutt er til Íslands og á uppruna sinn í Kína. Með samningnum fellur niður 15 prósenta tollur af þessum vörum og ætti sú staðreynd að skila sér í lækkuðu vöruverði. Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins komu í veg fyrir að fríverslunarviðræðurnar, sem hófust 2006 í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, væru til lykta leiddar. Skiljanlega kærðu kínversk stjórnvöld sig ekki um að tjalda til einnar nætur, en með aðild að ESB hefði fríverslunarsamningurinn fallið úr gildi. Í raun hefur samningurinn þegar fært okkur forskot í atvinnusköpun fyrir gildistökuna en forsvarsmenn Silicor Material hafa gefið það út að samningurinn hafi verið ein helsta ástæða þess að Ísland varð fyrir valinu fyrir staðsetningu sólarkísilverksmiðju sem ætlunin er að reisa á Grundartanga. Nú þegar starfa um 20 íslensk fyrirtæki í Kína og að þeirra sögn er fjöldi tækifæra fyrir okkur að miðla því sem við gerum best. Þar má nefna íslensk matvæli og þekkingu á því að nýta hreina orku.. Kínversk stjórnvöld vilja nýta reynslu og þekkingu Íslendinga tilað draga úr gríðarlegri loftmengun sem hrjáir þá. Finnst þeim undravert hve fáir áratugir eru síðan loftmengun m.a sökum kyndingar var vandamál í Reykjavík. En ekki dugar að gera einn samning. Framsóknin á vettvangi EFTA heldur áfram í fjölgun fríverslunarsamninga við önnur ríki.. Góð og traust viðskipti við sem flestar þjóðir þarf að tryggja enda felast í því hagsmunir Íslands. Það er stefna ríkisstjórnarinnar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun