Útlent beikon sem engan drepur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. júlí 2014 06:00 Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið birti í gær enn eina staðfestingu þess að innflutningur á kjöti er orðinn umtalsverður vegna þess að innlendir framleiðendur anna ekki eftirspurn. Stór hluti beikons í verzlunum er unninn úr innfluttu svínakjöti. Neytendur standa hins vegar sjálfsagt margir í þeirri trú að þeir séu að kaupa íslenzkt beikon, enda er innflutta beikonið sjaldnast merkt sem slíkt og í búvörugeiranum er þessi innflutningur feimnismál, sem erfitt er að fá menn til að tala um. Kjötinnflutningurinn er hins vegar staðreynd. Afurðastöðvar flytja inn kjúkling, nautakjöt og svínakjöt í stórum stíl. Að sumu leyti er þetta afskaplega jákvætt. Það er búið að prédika yfir neytendum áratugum saman að íslenzkar búvörur séu allar með tölu miklu hollari og heilnæmari en þær útlendu og það geti beinlínis verið hættulegt að leyfa innflutning á erlendum landbúnaðarvörum í stórum stíl. Þann fyrirlestur fengum við síðast frá þingflokksformanni Framsóknarflokksins, sem hafði áhyggjur af að langlífi þjóðarinnar væri í hættu stefnt ef innflutningur á fersku kjöti yrði leyfður. Nú liggur fyrir að þeir, sem stýra afurðastöðvum í landbúnaði, hafa engar áhyggjur af gæðum útlenda kjötsins og kynna það jafnvel sem íslenzkt. Þá getum við hin væntanlega líka hætt að hafa áhyggjur af þeim þætti málsins. Hins vegar sýnir þetta okkur að ræðan um að að ofurtollar og aðrar innflutningshindranir séu nauðsynlegar til að vernda innlenda landbúnaðarframleiðslu fyrir samkeppni og tryggja þannig matvælaöryggi á ekki lengur við rök að styðjast. Ef skyndilega yrði skrúfað fyrir aðföng til landsins, til dæmis vegna styrjaldar eða drepsóttar í viðskiptalöndunum (sem er kannski ögn langsóttur möguleiki) væri Ísland bara alls ekki sjálfu sér nægt um kjöt. Það er líka ókurteisi við neytendur að segja þeim ekki hvar varan sem þeim er boðið upp á er framleidd. Fyrir suma eru það upplýsingar sem skipta miklu máli. Sumir kjósa sjálfsagt íslenzku vöruna frekar, aðrir geta verið þeirrar skoðunar að danskt beikon sé það bezta í heimi og viljað það umfram annað, svo dæmi sé tekið. Þetta ástand á kjötmarkaðnum hlýtur að ýta á eftir stjórnmálamönnunum að gera breytingar á samkeppnisumhverfinu í landbúnaði og lækka tolla á innfluttum búvörum. Þegar innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn neytenda og innflutningur er nauðsyn, er fáránlegt að gera hann svo dýran með háum tollum að neytendur séu jafnvel verr settir. Kjarni málsins er þessi: Íslenzk búvara er vissulega í flestum tilvikum gæðaframleiðsla sem stenzt kröfur neytenda. Við erum hins vegar ekki eina landið í heiminum sem framleiðir slíka gæðavöru. Margir framleiðendur gera jafnvel og þeir íslenzku, eða jafnvel betur. Það er sjálfsagt að innflutningur á búvörum sé sem frjálsastur og svo sé neytendum einfaldlega treyst til að velja.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun