Mamma och pappa kann flytta men jag blir kvar Eyjólfur Þorkelsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Sérnám í læknisfræði er langt og dýrt. Árum saman hefur íslenskt samfélag hins vegar notið þess að íslenskir læknar hafa sérmenntað sig erlendis án nokkurra fjárútláta íslenska ríkisins en eðlilega með talsverðum kostnaði viðkomandi fjölskyldu. Því það er erfitt að flytja fjölskylduna milli landa; komast inn í kerfið, finna nýja vinnu og skóla við allra hæfi, meta hvort nýju launin svari kostnaði við flutninginn. Ekki síst er erfitt að slíta vinabönd barna og fullorðinna. Þessir erfiðleikar eru stærsta ógn íslensks heilbrigðiskerfis núna og í nánustu framtíð. Sérnám í læknisfræði tekur 5-7 ár auk þess sem flestir vinna nokkrum árum lengur til að bæta við sig þekkingu og færni sem gagnast þeim sjálfum og sjúklingum þeirra. Eftir 7-10 ár er hins vegar orðið mjög erfitt að slíta vinaböndin, og verður æ erfiðara með hverju árinu sem líður. Reynsla flestra er sú að ljúki barn grunnskóla og hefji menntaskólanám erlendis sé nær borin von að það ílendist á Íslandi, þó fjölskyldan flytji aftur til baka. Hví þá að flytja yfirhöfuð? Launaþróun lækna hefur ekki haldið í við launaþróun annarra háskólamenntaðra stétta og eru íslenskir læknar algjörir eftirbátar lækna í nágrannalöndum hvað laun varðar. Enda hafa snöggtum færri læknar flutt til Íslands en nokkru sinni á síðari árum. Starfandi læknum á Íslandi hefur því fækkað og meðalaldur þeirra hækkað mikið. Samfara þessu eykst álagið og vinnugleðin minnkar í neikvæðum spíral sem verður að rjúfa eigi ekki að fara illa. Því meðan flutningur svarar ekki kostnaði og vinnuálag skerðir lífsgæði fjölskyldunnar mun fólk ekki sjá sér hag í að flytja heim. Og því lengur sem það dvelur úti, þeim mun ólíklegra er að það flytji nokkru sinni heim. Tími smáskammtalækninga er liðinn. Kyrrstaða og „þetta reddast“ er ávísun á afturför. Stjórnvöld þurfa nú þegar að fá lækna til að starfa hér – að öðrum kosti að axla ábyrgðina á því að íslenska heilbrigðiskerfið drabbaðist niður á þeirra vakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sérnám í læknisfræði er langt og dýrt. Árum saman hefur íslenskt samfélag hins vegar notið þess að íslenskir læknar hafa sérmenntað sig erlendis án nokkurra fjárútláta íslenska ríkisins en eðlilega með talsverðum kostnaði viðkomandi fjölskyldu. Því það er erfitt að flytja fjölskylduna milli landa; komast inn í kerfið, finna nýja vinnu og skóla við allra hæfi, meta hvort nýju launin svari kostnaði við flutninginn. Ekki síst er erfitt að slíta vinabönd barna og fullorðinna. Þessir erfiðleikar eru stærsta ógn íslensks heilbrigðiskerfis núna og í nánustu framtíð. Sérnám í læknisfræði tekur 5-7 ár auk þess sem flestir vinna nokkrum árum lengur til að bæta við sig þekkingu og færni sem gagnast þeim sjálfum og sjúklingum þeirra. Eftir 7-10 ár er hins vegar orðið mjög erfitt að slíta vinaböndin, og verður æ erfiðara með hverju árinu sem líður. Reynsla flestra er sú að ljúki barn grunnskóla og hefji menntaskólanám erlendis sé nær borin von að það ílendist á Íslandi, þó fjölskyldan flytji aftur til baka. Hví þá að flytja yfirhöfuð? Launaþróun lækna hefur ekki haldið í við launaþróun annarra háskólamenntaðra stétta og eru íslenskir læknar algjörir eftirbátar lækna í nágrannalöndum hvað laun varðar. Enda hafa snöggtum færri læknar flutt til Íslands en nokkru sinni á síðari árum. Starfandi læknum á Íslandi hefur því fækkað og meðalaldur þeirra hækkað mikið. Samfara þessu eykst álagið og vinnugleðin minnkar í neikvæðum spíral sem verður að rjúfa eigi ekki að fara illa. Því meðan flutningur svarar ekki kostnaði og vinnuálag skerðir lífsgæði fjölskyldunnar mun fólk ekki sjá sér hag í að flytja heim. Og því lengur sem það dvelur úti, þeim mun ólíklegra er að það flytji nokkru sinni heim. Tími smáskammtalækninga er liðinn. Kyrrstaða og „þetta reddast“ er ávísun á afturför. Stjórnvöld þurfa nú þegar að fá lækna til að starfa hér – að öðrum kosti að axla ábyrgðina á því að íslenska heilbrigðiskerfið drabbaðist niður á þeirra vakt.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun