Íslenski boltinn

Víkingar flýta sér ekki með Aron

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Elís fer líklega eftir tímabilið.
Aron Elís fer líklega eftir tímabilið. vísir/Pjetur
Pepsi-deildar lið Víkings stendur í samningaviðræðum við norska úrvalsdeildarfélagið Aalesund sem lagði inn kauptilboð í miðjumanninn efnilega Aron Elís Þrándarson í síðustu viku.

„Við erum ekkert að flýta okkur og ætlum að leyfa landsleikjavikunni að klárast,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings, í samtali við Fréttablaðið.

Aron Elís er á ferðinni með U21 árs landsliðinu í Frakklandi þar sem það spilar mikilvægan leik í undankeppni EM 2015 í kvöld, en Aron kom inn á sem varamaður gegn Armenum á Fylkisvellinum í síðasta leik og lagði upp mark fyrir Ólaf Karlfinsen í 4-0 sigri íslenska liðsins.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Arons Elís, sagði við Fréttablaðið í síðustu viku að útsendarar þó nokkurra liða myndu fylgjast með Aroni Elís í landsleikjunum, en auk Aalesund hafa Brann og Vålerenga einnig áhuga á stráknum.

Aron Elís hefur verið mjög góður með nýliðum Víkings í Pepsi-deildinni í sumar, en Fossvogsliðið er í bílstjórasætinu í baráttunni um fjórða sætið sem gefur þátttökurétt í Evrópukeppni næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×