Trúin á hagsmunina Bjarni Karlsson skrifar 11. september 2014 07:00 Við lifum í menningu sem nennir ekki að ræða ólíkar skoðanir en horfir fremur á hagsmuni. Við tökum meiningar manna eða lífsskoðanir ekki of hátíðlega því þegar upp er staðið virðast allir bara vera að hugsa um sína hagsmuni. Deilurnar um morgun- og kvöldorð á RÚV hafa fengið þennan farveg líkt og annað. Stór notendahópur gengur fram og vill halda þessu óbreyttu og flestir líta svo á að hér séu hagsmunir trúaðra sem haldi sínum kröfum á lofti. Gegn þessu kemur sú staðhæfing að hér sé fátt á ferð annað en argur minnihlutahópur eldri borgara og þeirra sem vilji boða tiltekna trú. Taka skal fram að frá því dagskrárstjórnendur Rásar 1 tilkynntu að fella skyldi niður allan guðsorðalestur og bænahald kvölds og morgna hefur orðið viðsnúningur. Samanlagður tími kvöld- og morgunorða hefur ekki verið styttur heldur hafa morgunorðin með biblíulestri, íhugun og bæn orðið ítarlegri en áður, bætt hefur verið við þætti þar sem fjalla skal um trúmál á víðum grunni hvert sunnudagskvöld á besta tíma auk þess sem góðir útvarpsmenn hafa tekið höndum saman í þættinum Rökkurtónum á gamla kvöldorðatímanum þar sem við fáum að heyra áhugaverða tilraun guðfræðingsins og útvarpsmannsins Ævars Kjartanssonar til að hugleiða á forsendum almennrar skynsemi. Leikin eru ljúf lög og segja má að þarna sé mál hugar og hjarta á dagskrá þótt ég og aðrir sem iðka bæn sakni þess að heyra ekki bænamál. Ekki verður þó sagt að dagskrárstjórar hafi ekki hlýtt á fólk og endurskoðað fyrri ákvarðanir. Að mínum dómi getur það ekki verið krafa okkar sem trúum á Jesú að kristindómur sé tjáður í ríkisútvarpinu. Við þráum að svo sé og óskum þess heitt en við krefjumst þess ekki. Eina krafan sem kristnin í landinu getur haldið á lofti er krafan um almannahag. Jesús stóð með almenningi gegn allri þöggun og smættun á fólki. – Veistu ekki að ég hef vald? Spurði Pílatus Krist. – Þú hefðir ekkert vald nema þér væri gefið það að ofan, ansaði hann. Þannig benti hann á hvernig þvingunarvaldið er spunnið að ofan úr kerfi yfirráða. Svar hans er ævarandi áminning til allra sem fara með völd: Mundu að þú ert maður eins og ég.Bænamál ólíkra kirkjudeilda Tíðarandinn horfir á hagsmuni en gefur lítið fyrir skoðanir. Pólitík er látin fjalla um hag ólíkra hópa og þegar talað er um réttlæti er einkum átt við jafnræðisregluna því við trúum ekki að til sé neitt réttlæti í sjálfu sér. Ég hygg að hugmyndin um hagsmuni á kostnað lífsskoðana sé snjallasta útfærslan á yfirráðum sem fram hefur komið og að Pílatus og rómverska valdið með sína landstjóra og standandi heri hafi verið hógvært í samanburði. Rökræðu er hafnað, hvers konar lífssýn tortryggð og þeim fækkar sem bera ábyrgð gagnvart almenningi á sama tíma og ofurlaun vaxa og margvíslegur annar ójöfnuður gagnvart mönnum og náttúru vegna þess að það er ekkert réttlæti, bara hagsmunir. Við þetta bætist sú tæra snilld að kostnaður yfirráðakerfisins er í lágmarki því allur almenningur er samtaka í trúnni á að ekkert réttlæti sé til í heiminum og hin fátæku telja sig sjálf bera ábyrgð á stöðu sinni. Þannig ritskoðar almenningur sjálfan sig og hin stóru trúarbrögð vestræns nútíma eru trúin á hagsmunina. Fylgjendur Jesú frá Nasaret geta ekki skilgreint sig sem hagsmunahóp. Að því leyti sem kristin kirkja fer að eðli sínu og fylgir stofnanda sínum stendur hún utan hagsmuna og heldur engu á lofti öðru en almannahag. Við trúum á Guð sem elskar af ástríðu og hefur fyrirætlanir, meiningar. Við treystum Jesú Kristi og sjáum í honum hið sanna réttlæti. Við trúum á heilagan anda sem býr í fólki og laðar fram Guðs góða vilja. Þess vegna höfum við enga kenningu aðra en persónu frelsarans, ekkert trúarkerfi nema bænamálið og íhugun ritningarinnar, enga kröfu umfram þá að mennskan sé ekki kæfð með hroka. Þar er komin ástæða þess að við vonum að guðsorð og bænir fái að óma í útvarpinu. Hvernig væri ef Ævar Kjartansson leyfði okkur að heyra bænamál ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða á kvöldin? Okkar hefðbundna og þjóðlega kristni ætti sinn stað á morgnana en ákall mannsandans í fjölbreytileika sínum á kvöldin? Væri það ekki sanngjarnt og þokkafullt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum í menningu sem nennir ekki að ræða ólíkar skoðanir en horfir fremur á hagsmuni. Við tökum meiningar manna eða lífsskoðanir ekki of hátíðlega því þegar upp er staðið virðast allir bara vera að hugsa um sína hagsmuni. Deilurnar um morgun- og kvöldorð á RÚV hafa fengið þennan farveg líkt og annað. Stór notendahópur gengur fram og vill halda þessu óbreyttu og flestir líta svo á að hér séu hagsmunir trúaðra sem haldi sínum kröfum á lofti. Gegn þessu kemur sú staðhæfing að hér sé fátt á ferð annað en argur minnihlutahópur eldri borgara og þeirra sem vilji boða tiltekna trú. Taka skal fram að frá því dagskrárstjórnendur Rásar 1 tilkynntu að fella skyldi niður allan guðsorðalestur og bænahald kvölds og morgna hefur orðið viðsnúningur. Samanlagður tími kvöld- og morgunorða hefur ekki verið styttur heldur hafa morgunorðin með biblíulestri, íhugun og bæn orðið ítarlegri en áður, bætt hefur verið við þætti þar sem fjalla skal um trúmál á víðum grunni hvert sunnudagskvöld á besta tíma auk þess sem góðir útvarpsmenn hafa tekið höndum saman í þættinum Rökkurtónum á gamla kvöldorðatímanum þar sem við fáum að heyra áhugaverða tilraun guðfræðingsins og útvarpsmannsins Ævars Kjartanssonar til að hugleiða á forsendum almennrar skynsemi. Leikin eru ljúf lög og segja má að þarna sé mál hugar og hjarta á dagskrá þótt ég og aðrir sem iðka bæn sakni þess að heyra ekki bænamál. Ekki verður þó sagt að dagskrárstjórar hafi ekki hlýtt á fólk og endurskoðað fyrri ákvarðanir. Að mínum dómi getur það ekki verið krafa okkar sem trúum á Jesú að kristindómur sé tjáður í ríkisútvarpinu. Við þráum að svo sé og óskum þess heitt en við krefjumst þess ekki. Eina krafan sem kristnin í landinu getur haldið á lofti er krafan um almannahag. Jesús stóð með almenningi gegn allri þöggun og smættun á fólki. – Veistu ekki að ég hef vald? Spurði Pílatus Krist. – Þú hefðir ekkert vald nema þér væri gefið það að ofan, ansaði hann. Þannig benti hann á hvernig þvingunarvaldið er spunnið að ofan úr kerfi yfirráða. Svar hans er ævarandi áminning til allra sem fara með völd: Mundu að þú ert maður eins og ég.Bænamál ólíkra kirkjudeilda Tíðarandinn horfir á hagsmuni en gefur lítið fyrir skoðanir. Pólitík er látin fjalla um hag ólíkra hópa og þegar talað er um réttlæti er einkum átt við jafnræðisregluna því við trúum ekki að til sé neitt réttlæti í sjálfu sér. Ég hygg að hugmyndin um hagsmuni á kostnað lífsskoðana sé snjallasta útfærslan á yfirráðum sem fram hefur komið og að Pílatus og rómverska valdið með sína landstjóra og standandi heri hafi verið hógvært í samanburði. Rökræðu er hafnað, hvers konar lífssýn tortryggð og þeim fækkar sem bera ábyrgð gagnvart almenningi á sama tíma og ofurlaun vaxa og margvíslegur annar ójöfnuður gagnvart mönnum og náttúru vegna þess að það er ekkert réttlæti, bara hagsmunir. Við þetta bætist sú tæra snilld að kostnaður yfirráðakerfisins er í lágmarki því allur almenningur er samtaka í trúnni á að ekkert réttlæti sé til í heiminum og hin fátæku telja sig sjálf bera ábyrgð á stöðu sinni. Þannig ritskoðar almenningur sjálfan sig og hin stóru trúarbrögð vestræns nútíma eru trúin á hagsmunina. Fylgjendur Jesú frá Nasaret geta ekki skilgreint sig sem hagsmunahóp. Að því leyti sem kristin kirkja fer að eðli sínu og fylgir stofnanda sínum stendur hún utan hagsmuna og heldur engu á lofti öðru en almannahag. Við trúum á Guð sem elskar af ástríðu og hefur fyrirætlanir, meiningar. Við treystum Jesú Kristi og sjáum í honum hið sanna réttlæti. Við trúum á heilagan anda sem býr í fólki og laðar fram Guðs góða vilja. Þess vegna höfum við enga kenningu aðra en persónu frelsarans, ekkert trúarkerfi nema bænamálið og íhugun ritningarinnar, enga kröfu umfram þá að mennskan sé ekki kæfð með hroka. Þar er komin ástæða þess að við vonum að guðsorð og bænir fái að óma í útvarpinu. Hvernig væri ef Ævar Kjartansson leyfði okkur að heyra bænamál ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða á kvöldin? Okkar hefðbundna og þjóðlega kristni ætti sinn stað á morgnana en ákall mannsandans í fjölbreytileika sínum á kvöldin? Væri það ekki sanngjarnt og þokkafullt?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun