Ríkið fái auknar heimildir til að segja upp starfsfólki Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Stjórnarþingmenn vilja breytingar á lögunum um opinbera starfsmenn. Fréttablaðið/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór. Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um breytingar á lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Ef ríkisstjórnin kemur ekki fram með slíkt frumvarp mun ég leggja það fram sjálfur,“ segir Guðlaugur. Hann segir að það verði að gera lögin um opinbera starfsmenn líkari þeim lögum sem gilda um starfsfólk á almenna markaðinum til þess að breytingar í kerfinu verði auðveldari, þar með taldar breytingar á starfsmannafjölda. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki. „Til að opinberi geirinn verði skilvirkur markaður þá verður að breyta starfsmannalögunum á þá lund að það sé hægt að segja upp starfsfólki á sama hátt og á almenna markaðnum. Eins og staðan er í dag er mjög erfitt, nánast ómögulegt að segja upp ríkisstarfsmönnum. Stofnanir sem eiga að skera niður verða að fá heimild til að segja upp fólki,“ segir Vigdís. Á morgunverðarfundi hjá Viðskiptaráði fyrir nokkrum dögum kom fram að opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um 29 prósent frá því um aldamót en á sama tímabili hefur starfsfólki á almenna markaðnum fjölgað um níu prósent. Frá því að hrunið varð árið 2008 hefur opinberum starfsmönnum þó fækkað um 2,7 prósent en á sama tíma hafa raunlaun þeirra hækkað um þrjú prósent, launakostnaður ríkisins hefur því staðið í stað.Guðlaugur Þór Þórðarsonfréttablaðið/vilhelmÁætlaður launakostnaður ríkisins á þessu ári eru 138 milljarðar króna eða 22 prósent af ríkisútgjöldunum. Hluti af tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sneri að því að nýta mannauðinn betur og sameina stofnanir. En kallar það ekki á uppsagnir opinberra starfsmanna? „Það verður á einhvern hátt að hagræða,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór segir að það verði að fara yfir hvaða þjónustu ríkið eigi að veita og hvernig sé hægt að fá hana með sem skilvirkustum hætti. „Kerfið ver sig sjálft. Nokkrar af hagræðingartillögunum ganga út á að sameina stofnanir og fækka yfirmönnum. Þeir hafa hins vegar engan áhuga á því. Þeir sem hafa hagsmuni af óbreyttu kerfi eru í mjög sterkri stöðu,“ segir Guðlaugur Þór.
Alþingi Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira