Er enn eitt stríð lausnin? Katrín Jakobsdóttir skrifar 9. október 2014 07:00 Nú berast fréttir af voðaverkum Íslamska ríkisins (áður ISIS) sem eru að sönnu ógeðfelldar og hrottafengnar og hljóta að vekja viðurstyggð. Eðlilegt er að allir spyrji sig hvernig sé hægt að bregðast við. Obama Bandaríkjaforseti hefur talað um að nýtt stríð sé að hefjast í Írak og nærliggjandi svæðum með loftárásum Bandaríkjahers og fleiri aðila. Það eru vissulega viðbrögð en eru þau líkleg til árangurs til að tryggja frið á svæðinu og stemma stigu við vexti ISIS og annarra slíkra öfgaafla? Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál. Þannig halda margir sérfræðingar því fram að Íslamska ríkið sé óumdeilanlega skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003 og annars hernaðar Vesturlanda á svæðinu. Og þessi átök virðast vera enn eitt dæmið um þann hugsunarhátt sem gerir það að verkum að við verðum með reglubundnum hætti að grípa til hernaðar til þess að bæta þann skaða sem síðasti hernaður orsakaði. Til eru þeir sem telja loftárásir lausn á öllum vanda, hernaðarvélin kallar á þau viðhorf. Fullvíst má hins vegar telja að til lengri tíma verði loftárásir og annar hernaður gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins til þess að ýta undir enn frekari ófrið og óstöðugleika í Írak og nærliggjandi svæðum. Það er því kominn tími til að talað sé fyrir öðrum leiðum í baráttunni fyrir friði. Þar má nefna skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum sem og stuðningsmanna þeirra. Í þessu sambandi má minna á að á fjárlögum Íslands fyrir 2015 er enn ekki staðið við gefin loforð um þróunaraðstoð. Þegar kemur að fjárkvabbi frá Atlantshafsbandalaginu eru ráðamenn hins vegar ávallt tilbúnir að seilast dýpra í vasa almennings. Sem er synd, því aukin áhersla á þróunarsamvinnu hefði verið öflugra framlag til að rjúfa vítahring ofbeldis og hernaðar sem alltof stór hluti mannkyns glímir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mið-Austurlönd Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af voðaverkum Íslamska ríkisins (áður ISIS) sem eru að sönnu ógeðfelldar og hrottafengnar og hljóta að vekja viðurstyggð. Eðlilegt er að allir spyrji sig hvernig sé hægt að bregðast við. Obama Bandaríkjaforseti hefur talað um að nýtt stríð sé að hefjast í Írak og nærliggjandi svæðum með loftárásum Bandaríkjahers og fleiri aðila. Það eru vissulega viðbrögð en eru þau líkleg til árangurs til að tryggja frið á svæðinu og stemma stigu við vexti ISIS og annarra slíkra öfgaafla? Því miður er það svo að sagan kennir okkur að aukinn hernaður af þeim toga sem nú er rætt um leysir sjaldan þann vanda sem er fyrir hendi heldur skapar önnur og stundum verri vandamál. Þannig halda margir sérfræðingar því fram að Íslamska ríkið sé óumdeilanlega skilgetið afkvæmi innrásarinnar í Írak árið 2003 og annars hernaðar Vesturlanda á svæðinu. Og þessi átök virðast vera enn eitt dæmið um þann hugsunarhátt sem gerir það að verkum að við verðum með reglubundnum hætti að grípa til hernaðar til þess að bæta þann skaða sem síðasti hernaður orsakaði. Til eru þeir sem telja loftárásir lausn á öllum vanda, hernaðarvélin kallar á þau viðhorf. Fullvíst má hins vegar telja að til lengri tíma verði loftárásir og annar hernaður gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins til þess að ýta undir enn frekari ófrið og óstöðugleika í Írak og nærliggjandi svæðum. Það er því kominn tími til að talað sé fyrir öðrum leiðum í baráttunni fyrir friði. Þar má nefna skynsamlega beitingu fjármuna til uppbyggingar á átakasvæðum og að loka á peninga- og vopnastreymi til þeirra sem beita ofbeldi gagnvart saklausum borgurum sem og stuðningsmanna þeirra. Í þessu sambandi má minna á að á fjárlögum Íslands fyrir 2015 er enn ekki staðið við gefin loforð um þróunaraðstoð. Þegar kemur að fjárkvabbi frá Atlantshafsbandalaginu eru ráðamenn hins vegar ávallt tilbúnir að seilast dýpra í vasa almennings. Sem er synd, því aukin áhersla á þróunarsamvinnu hefði verið öflugra framlag til að rjúfa vítahring ofbeldis og hernaðar sem alltof stór hluti mannkyns glímir við.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun