Verjum Reykjavíkurflugvöll Elín Hirst skrifar 11. nóvember 2014 07:00 Framtíð Reykjavíkurflugvallar er stórmál sem varðar alla þjóðina og getur aldrei orðið einkamál borgaryfirvalda. Þess vegna á ég afar erfitt með að skilja þá ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar að gefa út framkvæmdaleyfi til verktaka á Hlíðarendasvæðinu. Með þeirri ákvörðun er borgin í raun að gera svokallaða neyðarbraut ónothæfa. Þrátt fyrir að hin nýja byggð nái ekki inn á umrædda flugbraut mun hún hindra bæði aðflug og brottflug. Það segir sig sjálft að við megum alls ekki missa þessa braut, því þrátt fyrir að hún sé sjaldan notuð skiptir hún miklu máli í verstu veðrum og allar áætlanir í farþega- og sjúkraflugi gera ráð fyrir því að hún sé til staðar. Ein veigamestu rökin fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eru þau að í höfuðborginni er eina hátæknisjúkrahús landsins og því lífsnauðsynlegt að koma fólki sem veikist alvarlega fljótt og örugglega til höfuðborgarinnar. Það er því mikið öryggismál að hafa flugvöllinn svo skammt frá aðalsjúkrahúsi landsins. Ég er því ekki reiðubúin sem alþingismaður og borgari þessa lands að sætta mig við það að þessi öryggis- og lífsgæðamál fólksins í landinu verði skert með þeim hætti sem nú er verið að gera. Og það er þrengt að flugvallarstarfseminni á Reykjavíkurflugvelli víðar, því gert er ráð fyrir að svokallaðir Fluggarðar hverfi af flugvallarsvæðinu á næstu tveimur árum. Vel má kalla Fluggarða grasrót flugsins. Garðarnir eru byggingar upp á um 8.000 fermetra og þar eru geymdar og gerðar út um 80 flugvélar. Í Fluggörðum hafa aðstöðu ýmis félög, fyrirtæki, flugskólar, verkstæði og fleira. Það er því augljóst mál að flugvallarstarfsemin mun skerðast til muna ef þessi áform ná fram að ganga. Það eru engin önnur flugvallarstæði sem geta leyst Reykjavíkurflugvöll af hólmi að svo komnu máli, auk þess sem flutningur flugvallarins myndi kosta þjóðina milljarðatugi. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður molaður niður með þessum hætti þá verður hann auðvitað að endingu ónothæfur. Getur verið að það sé einmitt það sem borgaryfirvöld stefna að leynt og ljóst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Framtíð Reykjavíkurflugvallar er stórmál sem varðar alla þjóðina og getur aldrei orðið einkamál borgaryfirvalda. Þess vegna á ég afar erfitt með að skilja þá ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar að gefa út framkvæmdaleyfi til verktaka á Hlíðarendasvæðinu. Með þeirri ákvörðun er borgin í raun að gera svokallaða neyðarbraut ónothæfa. Þrátt fyrir að hin nýja byggð nái ekki inn á umrædda flugbraut mun hún hindra bæði aðflug og brottflug. Það segir sig sjálft að við megum alls ekki missa þessa braut, því þrátt fyrir að hún sé sjaldan notuð skiptir hún miklu máli í verstu veðrum og allar áætlanir í farþega- og sjúkraflugi gera ráð fyrir því að hún sé til staðar. Ein veigamestu rökin fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni eru þau að í höfuðborginni er eina hátæknisjúkrahús landsins og því lífsnauðsynlegt að koma fólki sem veikist alvarlega fljótt og örugglega til höfuðborgarinnar. Það er því mikið öryggismál að hafa flugvöllinn svo skammt frá aðalsjúkrahúsi landsins. Ég er því ekki reiðubúin sem alþingismaður og borgari þessa lands að sætta mig við það að þessi öryggis- og lífsgæðamál fólksins í landinu verði skert með þeim hætti sem nú er verið að gera. Og það er þrengt að flugvallarstarfseminni á Reykjavíkurflugvelli víðar, því gert er ráð fyrir að svokallaðir Fluggarðar hverfi af flugvallarsvæðinu á næstu tveimur árum. Vel má kalla Fluggarða grasrót flugsins. Garðarnir eru byggingar upp á um 8.000 fermetra og þar eru geymdar og gerðar út um 80 flugvélar. Í Fluggörðum hafa aðstöðu ýmis félög, fyrirtæki, flugskólar, verkstæði og fleira. Það er því augljóst mál að flugvallarstarfsemin mun skerðast til muna ef þessi áform ná fram að ganga. Það eru engin önnur flugvallarstæði sem geta leyst Reykjavíkurflugvöll af hólmi að svo komnu máli, auk þess sem flutningur flugvallarins myndi kosta þjóðina milljarðatugi. Ef Reykjavíkurflugvöllur verður molaður niður með þessum hætti þá verður hann auðvitað að endingu ónothæfur. Getur verið að það sé einmitt það sem borgaryfirvöld stefna að leynt og ljóst?
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun