Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 26. janúar 2015 19:27 "Það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson. Vísir/Getty/Stöð 2 „Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“ Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Úrskurðurinn var reiðarslag, það var verið að gera hann að fórnarlambi í málinu,“ segir Juliane Ferguson en Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane sem dreifði kynlífsmyndböndum til vinnufélaga hennar á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu. „Hann hefur meiri réttindi en fórnarlambið, nú getur hann haldið óáreittur áfram að senda mér skilaboð og áreita mig.“ Juliane Ferguson hefur dvalið í Kvennaathvarfinu frá því í nóvember. Sambýlismaður hennar býr í íbúð sem hún á ein og sjálf og hefur forræði yfir tveggja ára dóttur þeirra. „Hann er að áreita mig meðan hún er hjá honum. Það eru ekki góðar aðstæður fyrir barn,“ segir Juliane og bætir við að barnaverndaryfirvöld þurfi að svara fyrir afskiptaleysi sitt í málinu. Þá hafa tvö eldri börn hennar, sem hún á með öðrum, þurft að dvelja hjá föður sínum vegna málsins enda á móðir þeirra ekki afturkvæmt á heimili þeirra meðan maðurinn dvelur þar. Urðu þau vitni að ofbeldi á heimilinu. Lögreglan hefur ekki lokið við að rannsaka kæru Juliane á hendur manninum fyrir líkamsárás í júlí, en hún var lögð fram í október. Lögreglan hafði hvatt hana til að bíða með aðrar aðgerðir til að endurheimta íbúð sína þar sem til greina kæmi að bera manninn út. Saksóknari lögreglu hafnaði þeirri leið hinsvegar áður en hún kom til kasta dómstóla. Maðurinn sendi nýlega kynlífsmyndband og nektarmyndir af Juliane til vinnufélaga hennar en að mati Hæstaréttar kæmi nálgunarbann ekki sjálfkrafa í veg fyrir slíkt og því taldi rétturinn ekki hægt að staðfesta nálgunarbannið, þótt hann hefði játað að hafa dreift myndbandinu og ljósmyndunum. Þá er of langt liðið frá líkamsárásinni að mati dómsins til að hún réttlæti nálgunarbann. Juliane segist óttast skilaboðin til annarra kvenna í sömu stöðu sem felist í þessum viðbrögðum. „Það er nógu skelfilegt og erfitt að taka skrefið út úr slíkum samböndum, að yfirgefa heimili sitt, án þess að hafa hugmynd um hvað tekur við, án þess að það bætist við að einskis sé að vænta frá lögreglu og dómskerfinu,“ segir hún. „Það verður til þess að konur hreinlega gefast upp.“
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira