Hver hlustar á barnið þitt? Eygló Antonsdóttir. skrifar 27. febrúar 2015 07:11 Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var svo heppin að fá að kynnast starfi félagsmiðstöðva Akureyrar í gegnum vettvangsnám mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Í hugum margra af minni kynslóð eru borðtennisborð uppistaða félagsmiðstöðva og að starfið krefjist ekki mikils meira en lykla og nokkurra spaða. En mín upplifun er sú að félagsmiðstöðvar Akureyrar sé fagleg menntastofnun með uppeldisfræðimenntuðum starfsmönnum sem sinna mjög víðtæku forvarnastarfi. Vissulega er starfsemin að mörgu leyti almenn, opin hús með hinum ýmsu viðburðum ásamt klúbbastarfi þar sem grunnhugmyndin er að veita unglingum vettvang til að efla sjálfsmynd sína og samskiptahæfileika. Félagsmiðstöðvarnar sjá um allt skipulagt forvarnastarf barna og unglinga. Það eru tvær valgreinar innan grunnskólanna og sértækt hópastarf í samstarfi við til dæmis skóladeild og fjölskyldudeild. Þetta sértæka hópastarf heillaði mig mest og það gengur út á að bregðast við stöðu barna og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.Unglingsárin umbrotatími Öll erum við ólík með mismunandi áherslur og áhugamál í lífinu og öllum hefur okkur fundist á einhverjum tímapunkti veröldin ekki skilja afstöðu okkar og líðan. Börn og unglingar eru eins og aðrir og upplifa þessar tilfinningar jafnvel oftar en við hin fullorðnu enda unglingsárin mikill umbrotatími. Félagsmiðstöðvarnar eru í miklu samstarfi við grunnskólana og aðstoða við að efla þau börn sem minna heyrist í. Félagsleg einangrun og brotin sjálfsmynd á sér ótal birtingamyndir eins og til dæmis í of mikilli tölvunotkun, kvíða, sjálfskaða og og miklum skólaleiða. Félagsmiðstöðvarnar sinna faglegu leitarstarfi og stofna hópa í kring um þessa einstaklinga, vinna skipulega að því að styrkja þá og auka áhuga þeirra á samfélaginu. Þetta gera félagsmiðstöðvarnar með hinum ýmsu viðburðum og samtölum þar sem starfsmenn minna ungmennin reglulega á hversu frábær þau eru. Hóparnir eru misjafnir og viðfangsefnin fjölbreytt. Skipulag vinnunnar í kring um hópana er þó í grunninn séð svipuð. Þar er ákveðin starfsaðferð sem stuðst er við og aðlöguð að meginviðfangsefni hvers hóps. Hluti af þessari vinnu er í formi kannana í upphafi og í lok vinnutíma hópanna. Í þeim könnunum sem félagsmiðstöðvarnar hafa gert á þessu starfi hefur komið skýrt fram að líðan þessara barna batnar mikið og áhugi þeirra á tómstundum eykst.Gríðarlegt álag á börnum og unglingum Grunnskólar Akureyrar vinna hörðum höndum að því að aðstoða nemendur við að fóta sig í samfélagi sem krefst allt annarra hluta en það sem ég ólst upp við. Tækifærin í samfélaginu eru mörg en birtingamyndin oft ruglingsleg með kröfu um útlit, hugrekki og ríkidæmi. Álagið á börnum og unglingum er gríðarlegt og eru þau berskjölduð á netinu þar sem samfélagsmiðlar mata þau sífellt á upplýsingum um hvernig þau eiga að vera og hvað þau eigi að gera. Eins og gefur að skilja er þetta stór og mikil krafa á grunnskólana sem þrátt fyrir sitt frábæra starfsfólk skortir tíma og peninga til að uppfylla þessa kröfu. Félagsmiðstöðvarnar eru þar af leiðandi frábær framlenging af starfi skólanna og er samstarf þeirra um velferð barna og unglinga ómetanlegt. Í þeim hafsjó af kröfum og upplýsingum sem börn og unglingar lifa við í dag er gott að vita að haldið er utan um þau og rödd þeirra heyrist. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á mikilvægi félagsmiðstöðva.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun