Fótbolti

Sir Alex fundaði með Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United. Vísir/Getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, fer fyrir herferðinni að fá Cristiano Ronaldo aftur "heim" til Manchester United ef marka má heimildir spænska blaðsins AS.

AS segir frá því í dag að Sir Alex Ferguson hafi mætt til Madrid í síðustu viku til að reyna að sannfæra Cristiano Ronaldo um að koma aftur til Manchester United i sumar.

Fundurinn átti hafa farið fram eftir leik Real Madrid og Schalke 04 í Meistaradeildinni þar sem Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk en varð samt að sætta sig við 4-3 tap. Real Madrid komst þó naumlega áfram í átta liða úrslitin.

„Samkvæmt okkar heimildum hjá Manchester United þá vill félagið kaupa aftur Cristiano Ronaldo eftir tímabilið. Ferguson kom til Madrid til að reyna að sannfæra portúgölsku stjörnuna um að snúa aftur," segir í frétt AS.

Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjóri liðsins allan tíma Cristiano Ronaldo hjá félaginu en Sir Alex vinnur nú sem sendiherra félagsins. Ronaldo hefur alltaf talað einstaklega vel um gamla stjórann sinn.

Cristiano Ronaldo fór frá Manchester United árið 2009 og hefur blómstrað hjá Real Madrid. Hann hefur verið kosinn besti knattspyrnumaður heims undanfarin tvö ár.

Orðrómurinn um mögulega endurkomu hans á Old Trafford hefur aldrei verið háværari en nú. Samband Cristiano Ronaldo og forsetans  Florentino Perez er stirt og það þykir auk líkurnar á að Ronaldo yfirgefi spænska félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×