Körfubolti

Drekarnir sópuðu Hauki og Peter í sumarfrí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson.
Hlynur Bæringsson. Vísir/Valli
Sundsvall Dragons er komið í undanúrslit úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir tveggja stiga sigur á heimavelli LF Basket í dag 69-67.

Sundsvall vann þar með alla þrjár viðureignir liðanna og þar af komu tveir sigranna á útivelli. LF Basket hafði unnið alla leiki liðann í deildinni í vetur og var með heimavallarréttinn.  Peter Öqvist, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins þjálfar lið LG Basket.

Sundsvall vann fyrsta leikinn 77-70 á heimavelli LF Basket og annan leikinn 94-77 á heimavelli sínum.

Jakob skoraði síðasta stig Drekanna í leiknum þegar hann nýtti annað af tveimur vítaskotum sínum og kom Sundsvall í 69-67 þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. LF Basket náði ekki skoti á körfuna eftir það.

Hlynur Bæringsson var með 14 stig og 10 fráköst hjá Sundsvall, Jakob Örn Sigurðarson bætti við 7 stigum, 6 fráköstum og 5 stoðsendingum og Ægir Þór Steinarsson var með 1 stoðsendingu á 11 mínútum. Ragnar Nathanaelsson kom ekkert inná.

Haukur Helgi Pálsson var með 5 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar á rúmum 32 mínútum en hann hitti aðeins úr 2 af 11 skotum sínum í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×