Enski boltinn

Chicarito mun hafna gylliboði frá liði í MLS-deildinni

Tómas Þór Þórðarso skrifar
Javier Hernández hefur átt erfitt tímabil.
Javier Hernández hefur átt erfitt tímabil. vísir/getty
Javier Hernández, framherji Manchester United sem er á láni hjá Real Madrid, mun hafna tilboðum frá MLS-liðum í sumar, samkvæmt frétt Guardian.

Mexíkóinn vill halda áfram að spila á Englandi eða í Evrópu á meðan hann er á besta aldri. Hann verður þó augljóslega ekki áfram hjá Manchester United.

Nýjasta liðið í MLS-deildinni, Orlando City SC, vill fá Chicharito í sínar raðir, en þar spilar Brasilíumaðurinn Kaká.

Orlando borgar hæstu launin í MLS-deildinni, en Kaka fær tæpar fimm milljónir punda á ári. Mexíkóinn mun þó hafna tilboði liðsins sem gæti hljóðað upp á sex milljónir punda á ári.

Hernández hefur aðeins spilað 90 mínútur einu sinni fyrir Real Madrid á tímabilinu, en hann er hvorki í framtíðarplönum þess né Manchester United.

Enska félagið er tilbúið að hlusta á tilboð í Mexíkóann sem sló í gegn á sinni fyrstu leiktíð með United þegar hann skoraði yfir 20 mörk í öllum keppnum og fagnaði Englandsmeistaratitli 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×