Körfubolti

Jón Arnór og félagar máttu þola tap í toppbaráttunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Arnór skoraði sjö stig fyrir Malaga í kvöld.
Jón Arnór skoraði sjö stig fyrir Malaga í kvöld. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Malaga urðu af mikilvægum stigum í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta þegar liðið tapaði fyrir Baloncesto Sevilla í kvöld. Lokatölur 75-70, Sevilla í vil.

Sevilla leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 46-44, og eftir 3. leikhluta var munurinn kominn upp í tíu stig.

Malaga kom sér inn í leikinn í 4. leikhluta en það dugði ekki til og Sevilla fagnaði góðum sigri.

Jón Arnór spilaði í tæpar 14 mínútur, skoraði sjö stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu. Íslenski landsliðsmaðurinn hitti úr báðum skotum sínum inni í teig og einu af þremur fyrir utan þriggja stiga línuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×