Beitir sér áfram í nefnd þótt eiginkonan fái kvóta Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. apríl 2015 18:30 Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta. Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Stjórnarþingmaður í atvinnuveganefnd sér ekkert athugavert við að fjalla um nýtt frumvarp um úthlutun makrílkvóta í nefndinni þótt eiginkona hans fái 50 milljóna króna kvóta verði frumvarpið að lögum. Þingmaður stjórnarandstöðunnar lagði fram bókun um vanhæfi þingmannsins í nefndinni í dag. Fyrir Alþingi liggur nú frumarp um stjórn makrílveiða en með frumvarpinu er lagt til að makrílveiðar verði kvótavæddar með aflaheimildum til sex ára sem framlengjast um ár í senn nema lögunum verði breytt eða ný lög sett sem kveða á um annað fyrirkomulag á gildistíma þeirra.Fréttablaðið í dag greindi frá því að útgerðarfyrirtæki í eigi eiginkonu Páls Jóhanns Pálssonar þingmanns Framsóknarflokksins fengi úthlutaðan kvóta sem væri 50 milljóna króna virði yrði frumvarpið að lögum en Páll Jóhann situr í atvinnuveganefnd sem hefur frumvarpið til umfjöllunar. „Fimmtíu milljóna króna verðmæti vil ég strax leyfa mér að draga í efa. Menn geta leikið sér í Excel töflum og fengið það út sem þeim dettur í hug,“ segir Páll Jóhann. Eiginkona þín hefur beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Veldur það ekki vanhæfi þínu til umfjöllunar um málið? „Fjárhagslega hagsmuni, þetta er almenn aðgerð og hvort veiðunum er stýrt með þessum hætti eða öðrum hætti, ég sé ekki hvernig það ætti að breyta öllu.“En ef að verðmæti kvótans er tekið út fyrir sviga og eingöngu er horft á þá staðreynd að eiginkona þín hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Veldur það eitt og sér ekki vanhæfi þínu? „Ég hef aldrei sagt að ég muni greiða atkvæði um frumvarpið. Ég hef setið hjá við atkvæðagreiðslur á veiðigjöldum hingað til en ég hef alltaf sagt að ég muni tjá mig um málin. Það gildir í þessu máli sem og öðrum.“Ætlað vanhæfi Páls Jóhanns bókað á fundi atvinnuveganefndar Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður Vinstri grænna lét gera sérstaka bókun um ætlað vanhæfi Páls Jóhanns á fundi atvinnuveganefndar í dag. Páll Jóhann er ekki eini framsóknarmaðurinn sem á beina fjárhagslega hagsmuni af því að frumvarpið verði að lögum. Handfærabáturinn Fjóla GK, í eigu Davíðs Freys Jónssonar, sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins, fær úthlutaðan um 350 tonna kvóta, sem metinn er á ríflega 200 milljónir króna. Samkvæmt frumvarpinu hafa veiðar á árunum 2009-2012 mun meira vægi við úthlutun kvóta en veiðar síðustu veggja ára. Fjóla GK veiddi á síðasta ári 106 tonn af makríl en samkvæmt úthlutunarreglum frumvarpsins fær báturinn í sinn hlut þrefalt meiri kvóta. Reglan um aukið vægi veiða áranna 2009-2012 kemur sér vel fyrir útgerð Fjólu GK. Á þessum árum veiddi Fjóla 301 tonn eða mest allra handfærabáta.
Alþingi Tengdar fréttir Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Eiginkonan hagnast á makrílfrumvarpi Makrílkvóti að verðmæti 50 milljónir fer til eiginkonu alþingismannsins Jóhanns Pálssonar verði nýtt frumvarp að lögum. Útvegsmaður sem situr í sjávarútvegsnefnd Framsóknarflokksins fær þrefalt meiri kvóta en skip hans veiddi í fyrra. 24. apríl 2015 07:00