Körfubolti

Olympiacos í þriðja úrslitaleikinn á fjórum árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Olympiacos voru sterkari á svellinu undir lokin.
Leikmenn Olympiacos voru sterkari á svellinu undir lokin. vísir/getty
Olympiacos er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í körfubolta eftir tveggja stiga sigur, 68-70, á CSKA Moskvu í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en úrslitahelgin fer fram í Madríd á Spáni.

Rússarnir leiddu með einu stigi í hálfleik, 36-35, og þegar 3. leikhluti var allur var staðan 51-47, CSKA Moskvu í vil. En Grikkirnir, sem hafa unnu Meistaradeildina 2012 og 2013, voru sterkari í lokaleikhlutanum.

Staðan var jöfn, 66-66, þegar 30 sekúndur voru eftir en Vassilis Spanloulis fór langt með að tryggja Olympiacos sigurinn þegar hann setti niður þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur lifðu leiks.

Nando de Colo, fyrrverandi leikmaður San Antonio Spurs, minnkaði muninn niður í eitt stig, 68-69, með tveimur vítaskotum en Kostas Sloukas gulltryggði sigur Grikkjanna með því að setja annað af tveimur vítaskotum sínum niður á lokasekúndunum.

Giorgos Printezis var atkvæðamestur í liði Olympiacos með 14 stig og átta fráköst.

Grikkirnir mæta annað hvort Real Madrid eða Fenerbache í úrslitaleiknum á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×