Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍA 4-2 | Júní-Valsarar sannfærandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. júní 2015 21:45 Ásgeir Marteinsson í leiknum í kvöld. Vísir/Valli Valur vann ÍA, 4-2, í 10. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta á Vodafone-vellinum í kvöld eftir að vera 3-1 yfir í hálfleik. Sigur Valsmanna var sannfærandi í kvöld og hefðu heimamenn getað skorað fleiri mörk. Valur hefur átt frábæran júnímánuð, en liðið vann þrjá deildarleiki, gerði eitt jafntefli og vann tvo bikarleiki í júní. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins benti fátt til þess að staðan yrði 3-1 í hálfleik fyrir Val. Bæði lið byrjuðu af krafti og Skagamenn augljóslega tilbúnir að selja sig dýrt. Bæði lið voru að spila fínan fótbolta. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk þó dauðafæri skömmu áður en Andri Fannar Stefánsson kom Val í 1-0. Akureyringurinn tók þá frákast eftir skot Patricks Pedersen sem Páll Gísli Jónsson varði út í teig. Páll Gísli stóð vaktina í marki ÍA í stað Árna Snæs sem var meiddur á ökkla. Patrick Pedersen heldur áfram að sanna sig sem líklega besti framherji deildarinnar. Allavega sá markahæsti. Hann átti stóran þátt í fyrsta marki Vals og bætti svo við tveimur í fyrri hálfleik sjálfur. Daninn byrjaði á því að fífla Pál Gísla upp úr skónum í fyrra markinu eftir að sleppa í gegn og tók svo frákast eftir að Páll varði skot Andra Fannars. Andri þar að launa Dananum greiðann. Valsmenn áttu margar góðar sóknir og áttu ekki erfitt með að sleppa í gegn vörn Skagamanna. Hún var ekki að spila sinn besta leik en stóran þátt í sökinni verður miðja ÍA að taka á sig. Svæðið sem myndaðist á milli varnar og miðju hjá gestunum var mældist í hekturum og gat Kristinn Freyr dansað með boltann að vild, stundum án þess að nokkur Skagamaður var nálægt. Marko Andelkovic byrjaði leikinn og virtist algjörlega búinn á því eftir 30 mínútur. Stundum þegar allt slitnaði á milli varnar og miðju hjá ÍA stóð hann í miðjuhringnum og hafði ekki orku í að hlaupa til baka. Andelkovic tók sig taki í seinni hálfleik og lagði upp annað mark ÍA fyrir Arsenij Buinickij en varnarlega réð hann lítið við 4-4-2 kerfi Skagamanna í kvöld. Jón Vilhelm Ákason reyndi hvað hann gat þegar Skagamenn fengu boltann og var besti maður gestanna á sínum gamla heimavelli. Hann skoraði mark og minnkaði muninn í 2-1 á 38. mínútu þegar hann laumaði sér á fjærstöngina. Valsmenn gátu gengið frá leiknum framan af í seinni hálfleik. Þeir fengu nóg af góðum sóknum en tókst ekki að skora. Næst því komst Kristinn Freyr þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson varði skot frá honum á línu. Þvert gegn gangi leiksins minnkaði Skaginn muninn og eftir markið sóttu gestirnir stíft í svona 10-15 mínútur. Valsliðið í fyrra eða árið á undan því hefði vafalítið brotnað og fengið á sig jöfnunarmark, en ekki þetta Valslið Óla Jóh. Heimamenn stóðu af sér pressuna og gengu frá leiknum með fallegu marki Kristins Inga Halldórssonar á 82. mínútu. Hann fékk glæsilega sendingu frá nafna sínum, Kristni Frey, inn fyrir vörnina, og tók færið sitt vel. Lokatölur, 4-2. Valsliðið spilaði á köflum frábærlega í kvöld. Skagamenn voru í bullandi vandræðum í varnarleiknum og eru Valsmenn einfaldlega orðnir of góðir til að gefa þeim svona pláss. Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eru einfaldlega tveir af bestu mönnum deildarinnar. Valur er með 18 stig og kominn í bullandi toppbaráttu. Skaginn er áfram í fallbaráttunni og þó liðið hafi sýnt ágæta tilburði í sóknarleiknum í kvöld verður það að taka varnarleikinn í gegn - aftur - og það strax.Gunnlaugur: Varnarleikur alls liðsins var hræðilegur "Við vorum ágætir í seinni hálfleik og mér fannst jöfnunarmark liggja í loftinu," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, við Vísi eftir leikinn. "Þeir kláruðu þetta með því að komast í 4-2, en við máttum þakka fyrir að vera ekki meira undir í hálfleik." Valsmenn yfirspiluðu ÍA í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en þrjú. "Varnarleikur alls liðsins var hræðilegur. Við náðum engum takti í hann. Þó minnkum við muninn í 2-1 og þá voru ekki nema 10 mínútu til loka fyrri hálfleiks. Það hefði verið prýðileg staða miðað við spilamennskuna í fyrri hálfleik," sagði Gunnlaugur. ÍA minnkaði svo muninn í 3-2 og setti pressu á Valsmenn eftir það. "Ég vil gefa mínu liði kredit fyrir að halda áfram og minnka muninn aftur. Í stöðunni 3-2 var ýmislegt hægt. Við fengum færi og áttum sóknir, en 4-2 undir var of stór biti," sagði Gunnlaugur, en hvað gerðist í varnarleiknum? "Við tókum ákveðna áhættu. Við færðum liðið framar og ætluðum að pressa Valsliðið. Við réðum illa við það og þegar Valsliðið spilar svona vel er erfitt fyrir okkur að vera ekki í okkar holningu hvort sem það er framarlega eða aftarlega," sagði Gunnlaugur Jónsson.Ólafur: Júní er frábær mánuður "Mér fannst við hafa yfirhöndina í þessum leik allan tímann. Við áttum að gera fleiri mörk og koma okkur í betri stöðu fyrir langa löngu," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við Vísi eftir leikinn. "Þeir héldu áfram og börðust á móti okkur. Það var smá pressa á okkur í stöðunni 3-2 en það var gott að klára þetta." Valsmenn fengu nóg af plássi til að vinna með á miðjum vellinum og áttu ótal stungusendingar inn fyrir vörn Skagans. "Þeir buðu upp á þetta svæði og við fórum í það. Svo fannst mér þeir vera með vörnina ansi framarlega. Við áttum djöfull marga góða möguleika að komast í gegnum þá. Við gerðum það reyndar og við áttum að skora fleiri mörk, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Ólafur. Valsmenn fengu á sig tvö mörk í kvöld sem var kannski óþarfi hjá heimamönnum miðað við hvernig leikurin spilaðist. "Mér fannst varnarleikurinn fínn. Það var smá stress á kafla í seinni hálfleik og þá lentum við í veseni, en öll mörk koma eftir mistök," sagði Ólafur léttur. Valsmenn töpuðu ekki leik í júnímánuði, hvorki í deild né bikar, og eru í toppbaráttu þegar mótið er að verða hálfnað. Er júní uppáhaldsmánuður þjálfarans? "Ég á afmæli á þriðjudaginn þannig júní er frábær mánuður," sagði Ólafur Jóhannesson sæll og glaður að lokum.Haukur Páll: Mér finnst þetta ógeðslegt "Það var spilamennskan í fyrri hálfleik," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, aðspurður eftir leik hvað skóp sigurinn í kvöld. "Við spiluðum hrikalega vel. Ég veit ekki alveg hvað gerðist í markinu sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik, en við skópum okkur nógu mikið af færum til til að vera 4-5 mörkum yfir í hálfleik." Aðspurður hvort Valslið undanfarinna ára hefði fengið á sig jöfnunarmark í stöðunni 3-2 og misst unninn leik niður í jafntefli sagði Haukur Páll: "Já, hugsanlega. En ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Við stóðum af okkur þessa pressu og það var sætt að koma inn fjórða markinu. Eins og fram hefur komið fengu Valsmenn ótrúlega mikið af plássi til að leika sér með á miðjunni. "Í þessu 4-4-2 kerfi opnaðist mikið pláss þar sem var langt á milli línanna hjá þeim. Við fundum alltaf lausan mann og spiluðum alveg hrikalega vel á köflum. Þetta var virkilega góður sigur en óþarfi samt að fá á sig tvö mörk á heimavelli," sagði Haukur Páll. Haukur Páll vann boltann af Serbanum Marko Andelkovic í aðdraganda fjórða marks Vals. Haukur reiddist mikið og sendi Andelkovic tóninn á meðan félagar hans fóru fram völlinn og skoruðu. "Hann gerði ákveðinn hlut sem mér finnst ógeðslegt og ég var ekki sáttur með það," sagði Haukur Páll, en Vísi var tjáð af þeim sem sáu til að Andelkovic hrækti á fyrirliðann. Haukur Páll fékkst ekki til að staðfesta það en sagði: "Það skiptir ekki öllu máli hvað hann gerði. Ég get tekið öllu sem menn segja við mig inn á fótboltavellinum en þegar menn gera þennan ákveðna hlut verð ég ósáttur. Mér finnst þetta ógeðslegt." Hauki var ekki runnin reiðin eftir leik. Hann hélt áfram að láta Andelkovic heyra það. "Menn geta sparkað mig niður og allt svoleiðis en þetta fannst mér fyrir neðan allar hellur," sagði Haukur Páll Sigurðsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Valur vann ÍA, 4-2, í 10. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta á Vodafone-vellinum í kvöld eftir að vera 3-1 yfir í hálfleik. Sigur Valsmanna var sannfærandi í kvöld og hefðu heimamenn getað skorað fleiri mörk. Valur hefur átt frábæran júnímánuð, en liðið vann þrjá deildarleiki, gerði eitt jafntefli og vann tvo bikarleiki í júní. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins benti fátt til þess að staðan yrði 3-1 í hálfleik fyrir Val. Bæði lið byrjuðu af krafti og Skagamenn augljóslega tilbúnir að selja sig dýrt. Bæði lið voru að spila fínan fótbolta. Kristinn Freyr Sigurðsson fékk þó dauðafæri skömmu áður en Andri Fannar Stefánsson kom Val í 1-0. Akureyringurinn tók þá frákast eftir skot Patricks Pedersen sem Páll Gísli Jónsson varði út í teig. Páll Gísli stóð vaktina í marki ÍA í stað Árna Snæs sem var meiddur á ökkla. Patrick Pedersen heldur áfram að sanna sig sem líklega besti framherji deildarinnar. Allavega sá markahæsti. Hann átti stóran þátt í fyrsta marki Vals og bætti svo við tveimur í fyrri hálfleik sjálfur. Daninn byrjaði á því að fífla Pál Gísla upp úr skónum í fyrra markinu eftir að sleppa í gegn og tók svo frákast eftir að Páll varði skot Andra Fannars. Andri þar að launa Dananum greiðann. Valsmenn áttu margar góðar sóknir og áttu ekki erfitt með að sleppa í gegn vörn Skagamanna. Hún var ekki að spila sinn besta leik en stóran þátt í sökinni verður miðja ÍA að taka á sig. Svæðið sem myndaðist á milli varnar og miðju hjá gestunum var mældist í hekturum og gat Kristinn Freyr dansað með boltann að vild, stundum án þess að nokkur Skagamaður var nálægt. Marko Andelkovic byrjaði leikinn og virtist algjörlega búinn á því eftir 30 mínútur. Stundum þegar allt slitnaði á milli varnar og miðju hjá ÍA stóð hann í miðjuhringnum og hafði ekki orku í að hlaupa til baka. Andelkovic tók sig taki í seinni hálfleik og lagði upp annað mark ÍA fyrir Arsenij Buinickij en varnarlega réð hann lítið við 4-4-2 kerfi Skagamanna í kvöld. Jón Vilhelm Ákason reyndi hvað hann gat þegar Skagamenn fengu boltann og var besti maður gestanna á sínum gamla heimavelli. Hann skoraði mark og minnkaði muninn í 2-1 á 38. mínútu þegar hann laumaði sér á fjærstöngina. Valsmenn gátu gengið frá leiknum framan af í seinni hálfleik. Þeir fengu nóg af góðum sóknum en tókst ekki að skora. Næst því komst Kristinn Freyr þegar Þórður Þorsteinn Þórðarson varði skot frá honum á línu. Þvert gegn gangi leiksins minnkaði Skaginn muninn og eftir markið sóttu gestirnir stíft í svona 10-15 mínútur. Valsliðið í fyrra eða árið á undan því hefði vafalítið brotnað og fengið á sig jöfnunarmark, en ekki þetta Valslið Óla Jóh. Heimamenn stóðu af sér pressuna og gengu frá leiknum með fallegu marki Kristins Inga Halldórssonar á 82. mínútu. Hann fékk glæsilega sendingu frá nafna sínum, Kristni Frey, inn fyrir vörnina, og tók færið sitt vel. Lokatölur, 4-2. Valsliðið spilaði á köflum frábærlega í kvöld. Skagamenn voru í bullandi vandræðum í varnarleiknum og eru Valsmenn einfaldlega orðnir of góðir til að gefa þeim svona pláss. Kristinn Freyr Sigurðsson og Patrick Pedersen eru einfaldlega tveir af bestu mönnum deildarinnar. Valur er með 18 stig og kominn í bullandi toppbaráttu. Skaginn er áfram í fallbaráttunni og þó liðið hafi sýnt ágæta tilburði í sóknarleiknum í kvöld verður það að taka varnarleikinn í gegn - aftur - og það strax.Gunnlaugur: Varnarleikur alls liðsins var hræðilegur "Við vorum ágætir í seinni hálfleik og mér fannst jöfnunarmark liggja í loftinu," sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, við Vísi eftir leikinn. "Þeir kláruðu þetta með því að komast í 4-2, en við máttum þakka fyrir að vera ekki meira undir í hálfleik." Valsmenn yfirspiluðu ÍA í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en þrjú. "Varnarleikur alls liðsins var hræðilegur. Við náðum engum takti í hann. Þó minnkum við muninn í 2-1 og þá voru ekki nema 10 mínútu til loka fyrri hálfleiks. Það hefði verið prýðileg staða miðað við spilamennskuna í fyrri hálfleik," sagði Gunnlaugur. ÍA minnkaði svo muninn í 3-2 og setti pressu á Valsmenn eftir það. "Ég vil gefa mínu liði kredit fyrir að halda áfram og minnka muninn aftur. Í stöðunni 3-2 var ýmislegt hægt. Við fengum færi og áttum sóknir, en 4-2 undir var of stór biti," sagði Gunnlaugur, en hvað gerðist í varnarleiknum? "Við tókum ákveðna áhættu. Við færðum liðið framar og ætluðum að pressa Valsliðið. Við réðum illa við það og þegar Valsliðið spilar svona vel er erfitt fyrir okkur að vera ekki í okkar holningu hvort sem það er framarlega eða aftarlega," sagði Gunnlaugur Jónsson.Ólafur: Júní er frábær mánuður "Mér fannst við hafa yfirhöndina í þessum leik allan tímann. Við áttum að gera fleiri mörk og koma okkur í betri stöðu fyrir langa löngu," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, við Vísi eftir leikinn. "Þeir héldu áfram og börðust á móti okkur. Það var smá pressa á okkur í stöðunni 3-2 en það var gott að klára þetta." Valsmenn fengu nóg af plássi til að vinna með á miðjum vellinum og áttu ótal stungusendingar inn fyrir vörn Skagans. "Þeir buðu upp á þetta svæði og við fórum í það. Svo fannst mér þeir vera með vörnina ansi framarlega. Við áttum djöfull marga góða möguleika að komast í gegnum þá. Við gerðum það reyndar og við áttum að skora fleiri mörk, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Ólafur. Valsmenn fengu á sig tvö mörk í kvöld sem var kannski óþarfi hjá heimamönnum miðað við hvernig leikurin spilaðist. "Mér fannst varnarleikurinn fínn. Það var smá stress á kafla í seinni hálfleik og þá lentum við í veseni, en öll mörk koma eftir mistök," sagði Ólafur léttur. Valsmenn töpuðu ekki leik í júnímánuði, hvorki í deild né bikar, og eru í toppbaráttu þegar mótið er að verða hálfnað. Er júní uppáhaldsmánuður þjálfarans? "Ég á afmæli á þriðjudaginn þannig júní er frábær mánuður," sagði Ólafur Jóhannesson sæll og glaður að lokum.Haukur Páll: Mér finnst þetta ógeðslegt "Það var spilamennskan í fyrri hálfleik," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, aðspurður eftir leik hvað skóp sigurinn í kvöld. "Við spiluðum hrikalega vel. Ég veit ekki alveg hvað gerðist í markinu sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik, en við skópum okkur nógu mikið af færum til til að vera 4-5 mörkum yfir í hálfleik." Aðspurður hvort Valslið undanfarinna ára hefði fengið á sig jöfnunarmark í stöðunni 3-2 og misst unninn leik niður í jafntefli sagði Haukur Páll: "Já, hugsanlega. En ég veit það ekki og er ekkert að pæla í því. Við stóðum af okkur þessa pressu og það var sætt að koma inn fjórða markinu. Eins og fram hefur komið fengu Valsmenn ótrúlega mikið af plássi til að leika sér með á miðjunni. "Í þessu 4-4-2 kerfi opnaðist mikið pláss þar sem var langt á milli línanna hjá þeim. Við fundum alltaf lausan mann og spiluðum alveg hrikalega vel á köflum. Þetta var virkilega góður sigur en óþarfi samt að fá á sig tvö mörk á heimavelli," sagði Haukur Páll. Haukur Páll vann boltann af Serbanum Marko Andelkovic í aðdraganda fjórða marks Vals. Haukur reiddist mikið og sendi Andelkovic tóninn á meðan félagar hans fóru fram völlinn og skoruðu. "Hann gerði ákveðinn hlut sem mér finnst ógeðslegt og ég var ekki sáttur með það," sagði Haukur Páll, en Vísi var tjáð af þeim sem sáu til að Andelkovic hrækti á fyrirliðann. Haukur Páll fékkst ekki til að staðfesta það en sagði: "Það skiptir ekki öllu máli hvað hann gerði. Ég get tekið öllu sem menn segja við mig inn á fótboltavellinum en þegar menn gera þennan ákveðna hlut verð ég ósáttur. Mér finnst þetta ógeðslegt." Hauki var ekki runnin reiðin eftir leik. Hann hélt áfram að láta Andelkovic heyra það. "Menn geta sparkað mig niður og allt svoleiðis en þetta fannst mér fyrir neðan allar hellur," sagði Haukur Páll Sigurðsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira