Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Leiknir - Fylkir 1-1 | Leiknismenn jöfnuðu undir lokin Stefán Árni Pálsson á Leiknisvelli skrifar 22. júní 2015 21:00 Kristján Páll Jónsson og félagar í Leikni náðu í stig í stig í kvöld. vísir/vilhelm Leiknismenn og Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli í gríðarlega mikilvægan leik í Breiðholtinu í kvöld en leikurinn var í 9. umferð Pepsi-deild karla. Albert Brynjar Ingason gerði eina mark Fylkis í leiknum og Ólafur Hrannar Kristjánsson eina mark Leiknis. Leikurinn hófst mjög svo rólega. Liðin byrjuðu bæði mjög ákveðið og var mikil harka í leiknum. Sóknarleikur þeirra beggja var aftur á móti lélegur og ómarkviss. Fylkismenn voru kannski ívið skárri en Leiknismenn fengu samt sem áður eitt gott færi í hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að staðan var 0-0 í hálfleik. Fylkismenn voru ákveðnari í upphafi síðari hálfleiksins og ætluðu sér greinilega að skora mark sem fyrst. Spilið gekk samt sem áður ekki upp og voru gestirnir í vandræðum með að komast í ákjósanleg færi. Það var síðan um stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson, leikmaður Fylkis, kastaði boltanum úr innkasti inn í vítateig Leiknis. Þaðan rataði hann á ennið á Alberti Brynjari Ingasyni sem stýrði honum í netið. Fylkismenn komnir yfir og með tök á leiknum. Leiknismenn neituðu að gefast upp og byrjuðu að pressa. Þegar komið var á lokamínútur leiksins fengu heimamenn horspyrnu og náði að jafna metin með skallamarki frá Ólafi Hrannari Kristjánssyni. Mikið einbeitingarleysi hjá Fylkismönnum sem misstu unninn leik niður í jafntefli. Freyr: Allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleikVísir„Maður verður að vera sáttur úr því að við lentum 1-0 undir og lítið eftir,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Við sýnum mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn og ná í þetta mikilvæga stig. Mér fannst kraftur í mínu liði heilt yfir í síðari hálfleiknum.“ Freyr segist hafa breytt leikfyrirkomulaginu í hálfleik. „Uppleggið um að leyfa þeim ekki að vera með boltann og spila lápressu misheppnaðist bara. Við breyttum bara í hálfleik og þá var allt annað að sjá til liðsins.“ Ásmundur: Þetta er einbeitingarleysi eða athyglisbresturÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega útaf því að við vorum betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Við áttum oft fína spilkafla og sköpuðum fína tækifæri.“ Ásmundur segir að liðið hafi ekki fengið mörg færi á sig. „Ég er mjög ósáttur við það hvernig við fáum á okkur þetta mark. Þetta er saga okkar í sumar, við höfum haft fín undirtök í leikjum í sumar en síðan koma þessi augnabliks einbeitingarleysi eða athyglisbrestur inn í liðið og það hefur kostað okkur stig.“ Albert: Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessuAlbert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki.vísir/stefán„Ég er bara mjög súr eftir þennan leik og ég er bara ekki búinn að ná mér,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis, eftir leikinn. „Við erum ekki að halda einbeitingu og það er búið að vanta hjá okkur síðustu vikur. Við ræddum þetta sérstaklega fyrir leik, og sérstaklega í þessum föstu leikatriðum.“ Albert segir að þetta sé það sem skilji að góð lið og lið sem eru örlítið slakari, það sé einbeiting. Albert skoraði mark úr skalla og fékk stoðsendingu beint úr innkasti. „Ég hef held ég skorað þrjú mörk af þessu tagi síðan ég kom aftur í Fylki. Við þurfum að fara safna fleiri stigum, þetta er bara ekki nægilega gott hjá okkur.“ Ólafur Hrannar: Lögðum allt í það að jafna„Þetta var bara góð hornspyrna frá Hilmari og ég tók hlaupið á nærstöngina,“ segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, hetja Leiknis, en hann jafnaði metin undir lok leiksins. „Þegar maður fær svona frábæra sendingu þá er erfitt að skora ekki. Við lögðum allt í það að jafna leikinn þegar við lentum undir og náðum að troða því inn á lokamínútunum.“ Hann segir að liðið sætti sig við stigið úr því sem komið var. „Við getum spilað betur, menn voru tilbúnir í leikinn en það var eitthvað sem var ekki að virka hjá okkur í kvöld.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota í gær Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Leiknismenn og Fylkismenn gerðu 1-1 jafntefli í gríðarlega mikilvægan leik í Breiðholtinu í kvöld en leikurinn var í 9. umferð Pepsi-deild karla. Albert Brynjar Ingason gerði eina mark Fylkis í leiknum og Ólafur Hrannar Kristjánsson eina mark Leiknis. Leikurinn hófst mjög svo rólega. Liðin byrjuðu bæði mjög ákveðið og var mikil harka í leiknum. Sóknarleikur þeirra beggja var aftur á móti lélegur og ómarkviss. Fylkismenn voru kannski ívið skárri en Leiknismenn fengu samt sem áður eitt gott færi í hálfleiknum. Það er skemmst frá því að segja að staðan var 0-0 í hálfleik. Fylkismenn voru ákveðnari í upphafi síðari hálfleiksins og ætluðu sér greinilega að skora mark sem fyrst. Spilið gekk samt sem áður ekki upp og voru gestirnir í vandræðum með að komast í ákjósanleg færi. Það var síðan um stundarfjórðungi fyrir leikslok þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson, leikmaður Fylkis, kastaði boltanum úr innkasti inn í vítateig Leiknis. Þaðan rataði hann á ennið á Alberti Brynjari Ingasyni sem stýrði honum í netið. Fylkismenn komnir yfir og með tök á leiknum. Leiknismenn neituðu að gefast upp og byrjuðu að pressa. Þegar komið var á lokamínútur leiksins fengu heimamenn horspyrnu og náði að jafna metin með skallamarki frá Ólafi Hrannari Kristjánssyni. Mikið einbeitingarleysi hjá Fylkismönnum sem misstu unninn leik niður í jafntefli. Freyr: Allt annað að sjá til liðsins í síðari hálfleikVísir„Maður verður að vera sáttur úr því að við lentum 1-0 undir og lítið eftir,“ segir Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis, eftir leikinn. „Við sýnum mikinn karakter að koma til baka og jafna leikinn og ná í þetta mikilvæga stig. Mér fannst kraftur í mínu liði heilt yfir í síðari hálfleiknum.“ Freyr segist hafa breytt leikfyrirkomulaginu í hálfleik. „Uppleggið um að leyfa þeim ekki að vera með boltann og spila lápressu misheppnaðist bara. Við breyttum bara í hálfleik og þá var allt annað að sjá til liðsins.“ Ásmundur: Þetta er einbeitingarleysi eða athyglisbresturÁsmundur Arnarson er þjálfari Fylkis.vísir/daníel„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig hjá okkur,“ segir Ásmundur Arnarson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn. „Þetta eru mikil vonbrigði, og sérstaklega útaf því að við vorum betri aðilinn í leiknum heilt yfir. Við áttum oft fína spilkafla og sköpuðum fína tækifæri.“ Ásmundur segir að liðið hafi ekki fengið mörg færi á sig. „Ég er mjög ósáttur við það hvernig við fáum á okkur þetta mark. Þetta er saga okkar í sumar, við höfum haft fín undirtök í leikjum í sumar en síðan koma þessi augnabliks einbeitingarleysi eða athyglisbrestur inn í liðið og það hefur kostað okkur stig.“ Albert: Ég er ekki enn búinn að jafna mig á þessuAlbert Brynjar skorar fyrsta mark sitt í deildinni í sumar á móti Breiðabliki.vísir/stefán„Ég er bara mjög súr eftir þennan leik og ég er bara ekki búinn að ná mér,“ segir Albert Brynjar Ingason, markaskorari Fylkis, eftir leikinn. „Við erum ekki að halda einbeitingu og það er búið að vanta hjá okkur síðustu vikur. Við ræddum þetta sérstaklega fyrir leik, og sérstaklega í þessum föstu leikatriðum.“ Albert segir að þetta sé það sem skilji að góð lið og lið sem eru örlítið slakari, það sé einbeiting. Albert skoraði mark úr skalla og fékk stoðsendingu beint úr innkasti. „Ég hef held ég skorað þrjú mörk af þessu tagi síðan ég kom aftur í Fylki. Við þurfum að fara safna fleiri stigum, þetta er bara ekki nægilega gott hjá okkur.“ Ólafur Hrannar: Lögðum allt í það að jafna„Þetta var bara góð hornspyrna frá Hilmari og ég tók hlaupið á nærstöngina,“ segir Ólafur Hrannar Kristjánsson, hetja Leiknis, en hann jafnaði metin undir lok leiksins. „Þegar maður fær svona frábæra sendingu þá er erfitt að skora ekki. Við lögðum allt í það að jafna leikinn þegar við lentum undir og náðum að troða því inn á lokamínútunum.“ Hann segir að liðið sætti sig við stigið úr því sem komið var. „Við getum spilað betur, menn voru tilbúnir í leikinn en það var eitthvað sem var ekki að virka hjá okkur í kvöld.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota í gær Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira