Heimir Guðjóns: Leikurinn vinnst á smáum atriðum Anton Ingi Leifsson skrifar 20. júní 2015 19:30 Heimir Guðjónsson á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að leikurinn gegn Breiðabliki á morgun sé gífurlega mikilvægur leikur. Með sigri getur FH komið sér fjórum stigum frá Breiðabliki þegar níu umferðum er lokið. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur í ljósi þess að ef við vinnum þá getum við aðeins skilið við Blikana," sagði Heimir Guðjónsson í samtali við Hjörvar Hafliðason í Kaplakrika á morgun. „Ef við vinnum þá munar fjórum stigum og að sjálfsögðu viljum við gera það á okkar heimavelli, en við gerum okkur grein fyrir því að Blikaliði hefur verið að spila gífurlega vel. Þeir eru taplausir i deildinni og ég held að þetta verði hörkuleikur." FH hefur skorað langflest mörkin í Pepsi-deildinni þetta sumarið, en þeir hafa skorað nítján mörk í deildinni. Breiðablik og Valsmenn koma næst með fimmtán mörk. „Við þurfum alltaf að spila sóknarleik á heimavelli og munum gera það, en við þurfum líka að passa okkur og vera sterkir varnarlega." „Við höfum verið að fá aðeins of mikið af mörkum á okkur miðað við tímabilið í fyrra og Blikarnir eru með mjög sóknarþenkjandi lið. Við þurfum líka að vera klókir í varnarleiknum." „Við hefðum viljað halda hreinu oftar, en á móti kemur þá held ég að við höfum skorað átta mörkum meira í deildinni heldur en á sama tíma og í fyrra svo það er líka jákvætt," en hvað hefur vantað uppá í varnarleik FH? „Það sem hefur vantað uppá í varnarleiknum hjá okkur er það að allt liðið sé að vinna saman til að verjast, ekki bara einhverjir sjö til átta leikmenn og kannski stundum færri." Kristinn Jónsson og Höskuldur Gunnlaugsson hafa myndað baneitrað teymi á vinstri kanti Breiðabliks, en hvernig ætlar Heimir að stöðva þá? „Við verðum örugglega með eitthvað plan á morgun. Þeir hafa verið hættulegir fram á við og svo hefur Arnþór Ari verið að koma þarna og aðstoða þá í sóknarleiknum. Við þurfum að loka á þá, en hvernig við gerum það kemur í ljós á morgun." Breiðablik spilaði í 120 mínútur gegn KA í bikarnum á fimmtudag, en þá duttu þeir úr leik eftir 1-0 tap. Heimir er ekki viss um að það muni hjálpa FH-ingum eitthvað. „Ég ætla að vona það, en ég held að það verði þannig að ef þeir trúa því þá gerir það það. En ef við höldum það, þá lendum við í veseni. Á endanum held ég að þetta komi ekki til með að skipta neinu máli." „Ég hef sagt það áður. Menn hafa verið að æfa í allan vetur og koma sér í form þá hljóta menn að þola smá álag," en hvar vinnst leikurinn? „Leikurinn vinnst á smáum atriðum," sagði Heimir að lokum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 19:30.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira