Gunnar Heiðar: Enginn þarf að hafa áhyggjur núna Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júlí 2015 16:00 Gunnar Heiðar fór til Norrköping eftir að hann samdi við ÍBV. mynd/norrköping „Það er bara kominn tími á þetta,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaðurinn úr Eyjum, sem hefur ákveðið að snúa aftur heim, en hann er búinn að semja við ÍBV og hefur leik með uppeldisfélagi sínu þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. „Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt,“ segir hann í samtali við Vísi. Gunnar Heiðar kemur til ÍBV frá Häcken í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur spilað undanfarið eitt og hálft ár. „Við ætluðum alltaf að flytjast heim. Fjölskyldan er nú þegar flutt og hefur verið heima á Íslandi í eitt og hálft ár. Það hefur því verið svolítið erfitt að vera einn úti, sérstaklega með nýtt barn á leiðinni. Þetta var því auðveld ákvörðun,“ segir Gunnar Heiðar.Verður góð saga á Þjóðhátíð Gunnar Heiðar samdi við Eyjamenn fyrir tímabilið 2011 en spilaði aldrei leik. Hann fór utan til Norrköping í Svíþjóð áður en tímabilið hófst. Eyjamenn hafa því grínast með það í dag, að þeir fagni ekki fyrr en Gunnar mætir í hvítu treyjunni út á völlinn. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“ „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar. Gunnar Heiðar hefur engar áhyggjur af stöðu ÍBV í deildinni, en það er í næst neðsta sæti þegar mótið er einum leik frá því að vera hálfnað. „ÍBV er komið í undanúrslit bikarsins þannig það gæti vel verið að við vinnum bikar í ár þó þetta líti ekki vel út í deildinni,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson.Nánar verður rætt við Gunnar Heiðar í Fréttablaðinu á morgun. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
„Það er bara kominn tími á þetta,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaðurinn úr Eyjum, sem hefur ákveðið að snúa aftur heim, en hann er búinn að semja við ÍBV og hefur leik með uppeldisfélagi sínu þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. „Ég er búinn að vera úti í ellefu ár og prófa allt og sjá allt og gera allt,“ segir hann í samtali við Vísi. Gunnar Heiðar kemur til ÍBV frá Häcken í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur spilað undanfarið eitt og hálft ár. „Við ætluðum alltaf að flytjast heim. Fjölskyldan er nú þegar flutt og hefur verið heima á Íslandi í eitt og hálft ár. Það hefur því verið svolítið erfitt að vera einn úti, sérstaklega með nýtt barn á leiðinni. Þetta var því auðveld ákvörðun,“ segir Gunnar Heiðar.Verður góð saga á Þjóðhátíð Gunnar Heiðar samdi við Eyjamenn fyrir tímabilið 2011 en spilaði aldrei leik. Hann fór utan til Norrköping í Svíþjóð áður en tímabilið hófst. Eyjamenn hafa því grínast með það í dag, að þeir fagni ekki fyrr en Gunnar mætir í hvítu treyjunni út á völlinn. „Ég held að fólk þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því núna,“ segir hann og skellihlær. „Síðast var einn maður, frændi minn Heimir Hallgrímsson, sem vildi ólmur fá mig. Hann lagði mikla áherslu á að ganga frá undirskriftinni sem fyrst til að sýna að ÍBV ætlaði sér stóra hluti.“ „Ég bað um að bíða með þetta fram í febrúar því það gæti verið lið sem kæmu á eftir mér í glugganum og svo gerðist það viku síðar að Norrköping vildi fá mig. Þetta er góð saga sem verður mikið hlegið að á Þjóðhátíðum næstu árin,“ segir Gunnar Heiðar. Gunnar Heiðar hefur engar áhyggjur af stöðu ÍBV í deildinni, en það er í næst neðsta sæti þegar mótið er einum leik frá því að vera hálfnað. „ÍBV er komið í undanúrslit bikarsins þannig það gæti vel verið að við vinnum bikar í ár þó þetta líti ekki vel út í deildinni,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson.Nánar verður rætt við Gunnar Heiðar í Fréttablaðinu á morgun.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira