Samfélag fyrir alla? Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. september 2015 08:00 Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun